Hugur okkar í Vestra er hjá íbúum Grindavíkur se...
Hugur okkar í Vestra er hjá íbúum Grindavíkur sem standa nú frammi fyrir erfiðum aðstæðum og óvissu um framtíðina. Fyrir börn og ungmenni er mikilvægt að lífið komist í fastar skorður svo fljótt sem auðið er og að yfirstandandi ástand hafi sem minnst áhrif á daglegar athafnir þeirra. Þar skiptir hefðbundið skóla- og tómstundastarf grundvallarmáli og býður íþróttafélagið Vestri iðkendur úr Grindavík velkomna á æfingar hjá deildum félagsins án endurgjalds.