Fréttir

Ferð kvennalið Skells á íslandsmót

Blak | 03.11.2009

Kvennalið Skells tók þátt í fyrsta 3. deildar móti vetrarins í Mosfellsbæ um síðustu helgi (30.-31. október). Skemmst er frá því að segja að mótið byrjaði frekar illa hjá okkar konum, en endaði vel. Fyrstu þrír leikirnir töpuðust en konurnar rúlluðu upp síðustu tveimur leikjunum. Liðið átti mjög góða spretti og toppaði í síðasta leiknum þar sem það spilaði mjög gott blak. Mótið var skemmtilegt að venju og nú er umgjörðin orðin mjög fagmannleg með alvöru leikskýrslum. Það er líka gaman að sjá hvað liðin eru vel æfð og undirbúin. Það er ljóst að hin liðin eru flest í betri leikæfingu en Skellur þar sem þau fara flest á nokkur hraðmót yfir veturinn fyrir utan 3. deildar mótin. Fjarlægðin til næstu blakliða gerir Skelli erfitt fyrir og í hvert sinn sem við mælum okkur mót við Tálknfirðinga lokast Hrafnseyrarheiði. 

 

Lið Skells er nú í 4. sæti af 6 liðum í 3. deild suður A, frekari upplýsingar um úrslit einstakra leikja má finna á www.blak.is eða með því að smella hér.

Deila