Fréttir

Skellur á leið á öldungamót

Blak | 25.04.2012 Karla- og kvennalið Skells munu taka þátt í öldungamóti Blaksambandsins sem haldið verður á Tröllaskaganum um helgina. Nánar tiltekið á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Markmið beggja liða er að ná í verðlaunapeninga og helst að komast upp um deild. Kvennalið Skells er nú í 5. deild af 13 kvennadeildum og karlaliðið er í 4. deild af 5 karladeildum í flokki öldunga. Tvö efstu liðin í hverri deild fara upp, og þau tvö neðstu falla.
Svo er markmiðið að sjálfsögðu einnig að eiga frábæra helgi með skemmtilegu fólki á fallegum stað. Liðin hafa tekið sitt hvort húsið á leigu á Siglufirði en húsin eru hlið við hlið. Á mótið eru skráð 142 lið, þar af 98 kvennalið og 44 karlalið. Þetta er ótrúlegur fjöldi liða og þrátt fyrir að boðið sé upp á þrjú stór íþróttahús með þremur blakvöllum í hverju húsi þarf að spila leiki langt fram eftir kvöldi. Það er bara stemmning yfir því og leikmenn Skells hlakka mikið til  mótsins.
Áfram Skellur!!!! Deila