Fréttir

Team Sjálfval bæta við forystuna, komnir með tveggja stiga forystu

Getraunir | 03.02.2022

Ingólfur Þorleifsson náði aftur 11 réttum fyrir hönd Team Sjálfval sem færu honum kr. 17.400 í vinning.  Hin liðin náðu 10 réttum nema Hampiðjan sem náði ekki nema 9 réttum.  Þetta þýðir að Team Sjálfval er komið með tveggja stiga forystu á toppnum, þrjú lið eru jöfn í 2. - 4. sæti og sigurvegarar Haustleiks reka lestina einu stigi þar  á eftir.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Stóri pottur stóð sig vel, náðum 11 réttum sem skilaði kr. 34.000 í vinning sem var ca. helmingur af verði miðans, fengum upp í kostnað.  Vorum með 12 rétta, eingöngu með Fulham leikinn rangan en kerfið hélt ekki að þessu sinni.

Næsti seðill er verulega snúinn, mestmegnis bikarleikir, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Deila