Nú eru ekki nema þrjár umferðir eftir, fer að draga til tíðinda. Ný staða er hér. 5 fengu 11 rétta í siðustu viku og þar á meðal forystusauðirnir í Team Hampiðjunni, þeir eru þannig komnir með þriggja stiga forystu fyrir lokasprettinn, enn á þó eftir að henda út einni röð þannig að enn er möguleiki.
11 réttir gáfu kr. 760 í vinning og einnig fékkst vinningur fyrir 10 rétta. Þeir bestu náðu inn kr. 4.500 í vinningsfé og stóð Pétur Magg sig best. Eftirtektarverður er árangur Jóns Kristins en hann er með neðstu mönnum í leiknum en halaði inn kr. 3.820 í vinning á 830 kr. miða, vel gert.
Stóri potturinn gaf vel af sér, náuðum 12 réttum og heilum 98.190 kr. í vinning, seðill kostaði kr. 45.253 þannig að hluthafar tvöfölduðu framlög sín. Sammi sá um að tippa, vel gert Sammi, hann mun einnig fá það hlutverk að tippa stóra pottinn um næstu helgi.
Næsti seðill er einmitt verulega snúinn, 5 leikir úr Ensku og rest úr Evrópu, sjá hér.
Við verðum á vaktinni í Skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 11.00 - 13.00, minni menn og konur á að skila röðum tímanlega til auðvelda tippstörfin.
Leikur dagsins verður Manchester City - Tottenham og verður hann sýndur kl. 11.20
West Ham - Leicester verður svo sýndur kl. 16.15
Áfram Vestri
Nánar
Nú fara leikar að æsast, ekki nema 4 vikur eftir.
Búið að draga 2 vikur frá en þrjár verstu vikurnar verða dregnar frá þegar upp verður staðið. Sammi ekki nema 2 stigum á eftir Hampiðjunni og stutt í Krissa og Jón Hinriks. Staðan í leiknum.
Árangurinn í síðustu viku var slakur hjá tippurum, Jói Torfa var langbestur, náði 10 réttum (sem skiluðu kr. 990 í vinning), nokkrar níur sáust en margir með minna.
Stóri seðillinn náði einnig 10 rétum, tveimur röðum og vinningsféð alveg kr. 1.980.
Nú stýrir Sammi Samm seðlinum og líkurnar á 13 réttum því talsverðar þessa helgina. Áhugasamir geta aukið við framlag og nýir hluthafar ávallt velkomnir. Styttist í stóra vinninginn.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, 5 leikir úr úrvalsdeild, 7 úr þeirri fyrstu og einn sænskur leikur.
Seðilinn má finna hér.
Minnum tippara á skila seðlum inn snemma, auðveldar nefndinni alla vinnu. Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11 og 13.00. Nokkrir stórleikir verða á dagskránnig hjá Dóra.
11.20 Tottenham - Huddersfield
13.50 Fulham - Everton
16.20 Manchester United - West Ham
16.25 Leeds - Sheffield Wednesday
Áfram Vestri
Nánar
Spennan í leiknum vex. Hampiðjan náði ekki nema 10 réttum síðast og næstu menn að draga á. Einn tippari var með 12 rétta í síðustu viku, Guðni Guðnason, einkar vel gert, náði inn um 15.000 í vinningsfé.
Stóri seðilinn náði einni tólfu og nokkurm 11 réttum, vinningsfé kr. 8.630, betur má ef duga skal og styttist alltaf í stóra vinninginn, okkar helstu sérfræðingar að spá í næsta seðil.
Annars má finna stöðuna hér
Næsta seðill er hér
Snúinn seðill venju samkvæmt, einn úr bikar, 3 leikir úr úrvalsdeild og rest úr þeirri næstu.
Minni tippara á að skila miðum inn tímanlega til að auðvelda alla vinnu.
Verðum í skúrnum frá 11.00 - 13.00 á morgun. Ath breyttan tíma, Tjallinn búinn að færa klukkuna
Í skúrnum verða stórleikir á dagskránni
13:55 Birmingham - Leeds
16:20 Machester City - Brighton
Áfram Vestri
NánarKrissi náði þeim glæsilega árangri um síðustu helgi að ná 13 réttum, vel gert Krissi. Skilaði getspekin honum kr. 53.000 í vinningsfé.
Fyrir vikið náði hann að draga örlítið á forystusauðina í Fjarðarnet sem halda þó enn forystunni í leiknum með 118 stig. Stutt á eftir kemur Sammi með 116 stig og svo Krissi með 114. Aðrir koma svo þar á eftir. Nákvæma stöðu í leiknum má finna hér.
Stóri potturinn skilaði ekki nema 12 réttum þar sem kerfið hélt ekki, vinningsféð kr. 2.200 dreifðist á hluthafa.
Leikvika 13 er snúin, 6 leikir úr úrvalsdeild og 7 úr þeirri næstu. Seðilinn finnst hér
Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, munum eftir netfanginu getraunir@vestri.is.
Verðum í skúrnum á laugardaga að taka við röðum frá 12.00 - 14.00.
Þessir leikir verði í beinni hjá Dóra:
12.20 Fulham - Manchester City
12.50 KR - FH
14.50 Manchester United - Watford
Áfram Vestri
Nánar
Spenna að færast í leikinn. Sammi og Krissi að sækja á Hampiðjuna. Þeir eru ekki með nema 2 stiga forystu eftir helgina. Sammi er sigurvegari helgarinnar, sá eini sem nær 11 réttum og náði kr. 8.550 í vinning.
Stóri potturinn náði ekki nema 9 réttum, ekki vel gert, spurning um að fá ráð frá Samma, en við gefumst ekki upp, styttist í stóra vinninginn.
Staðan í leiknum er hér
Næsta seðil er síðan að finna hér.
Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.
Verðum í skúrnum frá 12.00 - 14.00 á laugardaginn.
Leikir á skjánum:
12.25 STÓRLEIKUR LEEDS - Sheffield United
12.10 Watford - Crystal Palace
17.15 Burnley - Leicester
17.15 Seansea - Manchester City
Áfram Vestri
Nánar
Ný vika en sama frétt, Hampiðjan á toppnum, auka bara við forskotið, eru nú komnir með þriggja stiga forystu, fátt virðist geta stoppað þá. Þeir náðu 12 réttum eins og fjórir aðrir tipparar. 12 réttir skiluðu hins vegar ekki nema kr. 1.000 í vinningsfé.
Stóri potturinn var aftur hársbreidd frá 13 réttum, sérfræðingar tippuðu rétt en kerfið hélt ekki, ótal möguleikar til að ná 13 en lánið lék ekki við okkur. Seðill skilaði 13 röðum af 12 réttum og vinningur því ekki nema kr. 13.000.
Annars er staðan í leiknum hér. Viljum benda sérstaklega á að Sigrún er ofar en Kristján.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, 6 leikir úr úrvaldseild og 7 úr þeirri næstu, sjá hér
Tippnefnd verður í skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 12.00 - 14.00. Enn er pláss í stóra pottinum fyrir áhugasama, 13 réttir alveg við það að detta inn.
Minnum tippara á að senda raðir inn tímanlega
Eftirfarandi leikir verða á dagskránni á laugardag:
12.20 Crystal Palace - Brighton
14.50 WBA - Ipswich
17.20 Manchester City - Watford
Áfram vestri
NánarHampiðjan heldur toppsætinu en Sammi Samm skýst í 2. sætið með góðum 11 réttum en 3 getspakir náður 11 réttum um síðustu helgi, restin minna.
Stóri potturinn skilaði 12 réttum og vorum við hársbreidd frá 13, skv. okkar helsta sérfræðingi þurfi einhver af 4 leikjum að fara einhern veginn öðruvísi þá hefðum við náð 13 en 13 réttir skiluðu 641.000 í vinning. Okkar seðill halaði inn kr. 41.060 sem var nokkurn veginn kostnaður við seðilinn, komum út á sléttu.
Staðan í leiknum er hér til hliðar undir skrár.
Næsta seðil má finna hér
6 leikir úr úrvalsdeild og 7 úr þeirri fyrstu.
Við verðum í skúrnum á morgun frá 12.00 til 14.00 að taka við röðum og framlögum í stóra pottinn, höfum hann óvenju stóran núna, stefnt á 13 rétta. Hvetjum tippara til að senda raðir inn snemma til að auðvelda vinnu.
Tottenham - Arsenal verður sýndur kl. 12.20
Manchester United - Southampton sýndur kl. 14.50
Áfram Vestri
NánarFátt virðist geta stöðvað Hampiðjumenn, ná 12 réttum enn og aftur og sitja á toppnum með þriggja stiga forystu á næstu menn. Aðrir verða greinilega að fara að vanda sig meira.
7 keppendur skiluðu 12 réttum í leiknum, úrslit frekar fyrirséð enda fengust ekki nema kr. 1.500 í vinning fyrir 12 rétta.
Stóri seðillinn náði tveimur röðum af 12 réttum og heilum kr. 3.000 í vinning. Vorum reyndar með alla leikina rétta en kerfið hélt ekki.
Stöðuna í leiknum má finna hér eða undir skrár hér til hliðar.
Næsti seðlill er hér
https://games.lotto.is/game/toto?type=0
Snúinn seðill, ekki nema þrír leikir úr efstu deild, rest úr þeirri næstu.
Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00 að taka við röðum og framlögum í stóra pottinn, alltaf tilbúnir að auka við hann. Munið að Vestri fær tæpar 30% í sölulaun af veltu en spilarinn fær vinningsféð, svokölluð win win staða.
Burnley - Tottenham verður sýndur kl. 12.20 og svo verður stórleikur Leeds - Bolton sýndur kl. 14.55.
Biðjum tippar að skila röðum inn snemma, auðveldar alla vinnu
Áfram Vestri
Nánar
Hampiðjumenn skutust á toppinn um síðustu helgi, náðu 12 réttum sem skiluðu tæpum 17.000 í vinningsfé, vel gert. Eitthvað sem mátti búast við frá þeim Hampiðjumönnum. Hins vegar kom Birna Lár mest á óvart með sínum 12 réttum, gerði þar betur en margur spekingurinn, vinningsfé kr. 13.950.
Annars má finna stöðuna hér eða í liðnum skrár hérna til hliðar.
Stóri potturinn skilaði ekki nema 11 réttum og vinningi að fjárhæð kr. 5.420, spurning hvort við fáum Birnu ekki til að stilla upp næsta seðli. Þetta fer að koma, styttist í stóra vinninginn.
Annars er mjög snúinn seðill þessa helgina, þið finnið hann á þessari slóð:
https://games.lotto.is/game/toto?type=0
Bikarleikir og neðri deildir.
Annars verðum við í skúrnum að taka við röðum frá 12.00 - 14.00.
Brighton - Derby sýndur kl. 12.25
Aston Villa _ WBA kl. 14.55
Áfram Vestri
Nánar
Staðan óbreytt á toppnum. Jón Hinriks enn efstur en Gísli Jón náði að jafna. Þeir eru sem sagt tveir efstir með 49 stig eftir 5 umferðir. Mjög stutt í næstu menn, sjá stöðuna hér til hliðar undir skrár, eða bara hér.
Bjarki var sá eini sem náði 11 réttum, vel gert. Skilaði það kr. 4.300 í vinnig. Jói Óla náði sér einnig í vinning eða kr. 4.380 en hann náði 10 röðum af 10 réttum.
Stóri potturinn skilaði 10 réttum og kr. 7.300 í vinningsfé sem er fremur rýr uppskera. Gerum betur næst.
Styttist í 6. leikviku og seðilinn má finna á þessari slóð
https://games.lotto.is/game/toto?type=0
Minnum menn á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.
Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00.
Fulham - Manchester sýndur kl. 12.20
Liverpool - Bournemouth sýndur kl. 14.50
Góður dagur í vændum fyrir "vinafélögin" United og Liverpool.
Vestrakveðja
Nánar