Fréttir - Getraunir

Staðan eftir 8 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 01.03.2019

Hampiðjan heldur toppsætinu en Sammi Samm skýst í 2. sætið með góðum 11 réttum en 3 getspakir náður 11 réttum um síðustu helgi, restin minna.

Stóri potturinn skilaði 12 réttum og vorum við hársbreidd frá 13, skv. okkar helsta sérfræðingi þurfi einhver af 4 leikjum að fara einhern veginn öðruvísi þá hefðum við náð 13 en 13 réttir skiluðu 641.000 í vinning.  Okkar seðill halaði inn kr. 41.060 sem var nokkurn veginn kostnaður við seðilinn, komum út á sléttu.

Staðan í leiknum er hér til hliðar undir skrár.

Næsta seðil má finna hér

6 leikir úr úrvalsdeild og 7 úr þeirri fyrstu.

Við verðum í skúrnum á morgun frá 12.00 til 14.00 að taka við röðum og framlögum í stóra pottinn, höfum hann óvenju stóran núna, stefnt á 13 rétta.  Hvetjum tippara til að senda raðir inn snemma til að auðvelda vinnu.

Tottenham - Arsenal verður sýndur kl. 12.20

Manchester United - Southampton sýndur kl. 14.50

Áfram Vestri

Nánar

Staðan eftir 7 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 20.02.2019

Fátt virðist geta stöðvað Hampiðjumenn, ná 12 réttum enn og aftur og sitja á toppnum með þriggja stiga forystu á næstu menn.  Aðrir verða greinilega að fara að vanda sig meira.

7 keppendur skiluðu 12 réttum í leiknum, úrslit frekar fyrirséð enda fengust ekki nema kr. 1.500 í vinning fyrir 12 rétta.

Stóri seðillinn náði tveimur röðum af 12 réttum og heilum kr. 3.000 í vinning.  Vorum reyndar með alla leikina rétta en kerfið hélt ekki.

Stöðuna í leiknum má finna hér eða undir skrár hér til hliðar.

Næsti seðlill er hér

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

Snúinn seðill, ekki nema þrír leikir úr efstu deild, rest úr þeirri næstu.

Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00 að taka við röðum og framlögum í stóra pottinn, alltaf tilbúnir að auka við hann.  Munið að Vestri fær tæpar 30% í sölulaun af veltu en spilarinn fær vinningsféð, svokölluð win win staða.

Burnley - Tottenham verður sýndur kl. 12.20 og svo verður stórleikur Leeds - Bolton sýndur kl. 14.55.

Biðjum tippar að skila röðum inn snemma, auðveldar alla vinnu

Áfram Vestri

 

Nánar

Næsti seðill og staðan eftir 6 umferðir

Getraunir | 15.02.2019

Hampiðjumenn skutust á toppinn um síðustu helgi, náðu 12 réttum sem skiluðu tæpum 17.000 í vinningsfé, vel gert.  Eitthvað sem mátti búast við frá þeim Hampiðjumönnum.  Hins vegar kom Birna Lár mest á óvart með sínum 12 réttum, gerði þar betur en margur spekingurinn, vinningsfé kr. 13.950.

Annars má finna stöðuna hér eða í liðnum skrár hérna til hliðar.

Stóri potturinn skilaði ekki nema 11 réttum og vinningi að fjárhæð kr. 5.420, spurning hvort við fáum Birnu ekki til að stilla upp næsta seðli.  Þetta fer að koma, styttist í stóra vinninginn.

Annars er mjög snúinn seðill þessa helgina, þið finnið hann á þessari slóð:

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

Bikarleikir og neðri deildir.

Annars verðum við í skúrnum að taka við röðum frá 12.00 - 14.00.

Brighton - Derby sýndur kl. 12.25

Aston Villa _ WBA kl. 14.55

 

 

Áfram Vestri

 

 

Nánar

Staðan eftir fimm umferðir og næsti seðill

Getraunir | 06.02.2019

Staðan óbreytt á toppnum.  Jón Hinriks enn efstur en Gísli Jón náði að jafna.  Þeir eru sem sagt tveir efstir með 49 stig eftir 5 umferðir.  Mjög stutt í næstu menn, sjá stöðuna hér til hliðar undir skrár, eða bara hér.

Bjarki var sá eini sem náði 11 réttum, vel gert.  Skilaði það kr. 4.300 í vinnig.  Jói Óla náði sér einnig í vinning eða kr. 4.380 en hann náði 10 röðum af 10 réttum.

Stóri potturinn skilaði 10 réttum og kr. 7.300 í vinningsfé sem er fremur rýr uppskera.  Gerum betur næst.

Styttist í 6. leikviku og seðilinn má finna á þessari slóð

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Minnum menn á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.  

 

Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00.

Fulham - Manchester sýndur kl. 12.20

Liverpool - Bournemouth sýndur kl. 14.50

Góður dagur í vændum fyrir "vinafélögin" United og Liverpool.

 

Vestrakveðja

Nánar

Staðan eftir fjórar umferðir

Getraunir | 29.01.2019

Jón Hinriks er kominn á toppinn, náði 10 réttum enn og aftur, vel gert.  Þrjár tíur skiluðu sér þessa vikuna en 10 réttur gáfu vinning.  Jói Óla halaði mest inn eða kr. 5.040 en hann náði 4 X 10 réttum.

 

Annars er staðan í leiknum hér eða í skrám hér til hliðar.

 

Styttist í leikviku 5 en á þessari slóð er hægt að finna seðilinn, rétt að byrja að undirbúa sig strax.

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Potturinn skilaði 10 réttum og kr. 2.520 í vinnigsfé.  Ekki mikil uppskera en von á meiru

Nánar

Leikvika 4 nálgast

Getraunir | 23.01.2019

Gísli Jón, Jón Hinriks og Sammi fengu allir 10 rétta um síðust helgi og sækja að forystusauðunum þeim Hampiðjumönnum, eru eini stigi á eftir, æsispennandi.  Gísli Jón stóð sig best, náði 3 tíum og fékk í vinning kr. 2.670.  Getspakur hann Gísli.  Stöðuna í leiknum má sjá hér til hliðar undir skrár.

Stóri potturinn skilaði einni röð af 11 réttum og var heildarvinningur kr. 5.910 sem var nú ekki til fyrirmyndar þar sem fjárfestingin var upp á kr. 43.056. Gerum betur næst.

Styttist í næsta laugardag.  Seðil 4. leikviku má nálgast hér.  Minni tippara á að skila seðlum inn tímanlega.

 

Nefndin

 

 

Nánar

Leikvika 3

Getraunir | 18.01.2019

Minnum tippara á að senda raðir inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.

Seðil vikunnar nálgist þið hér:

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Staða leiksins er hér til hliðar á síðunni undir skrár.

Verðum í skúrnum á morgun laugardag að taka við röðum, frá 12.00 - 14.00.

Wolves - Leicester sýndur kl. 12.20

 

Skellt verður í stóran pott venju samkvæmt og þar sem spámenn okkar stóðu sig svona ljómandi vel síðustu helgi er verulega líklegt að hann skili enn meiru þessa vikuna.  Erum alltaf tilbúnir í stærri pott þannig að nýir hluthafa velkomnir í pottinn.

Einnig geta ný lið byrjað í leiknum, 15 vikur efitr og 15 bestu telja

 

Áfram Vestri

Nánar

Team Fjarðarnet halda forystunni

Getraunir | 14.01.2019

Enn skila Steini og félagar bestum árangri, þó jafnir öðrum núna, halda tveggja stiga forystu.

Staðan hér til hliðar undir skrár.  Styttri leið að smella hér

 

10 réttir skiluðu vinningi og fengu nokkrir í leiknum vinning, Steini og co sínu mest eða 6.320.

 

Stóri potturinn skilaði vinningi, kr. 54.230 fyrir miða sem kostaði 43.000, 26% ávöxtun til hluthafa.  Þeir ættu að vera búnir að fá tilkynningu frá Getraunum um fjárhæð vinninga,  færumst nær og nær stóra vinningnum.

 

Styttist í næsta laugardag en næsta seðil má finna með því að smella á þennan hlekk.  

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Áfram Vestri

Nánar

Leikvika 2

Getraunir | 11.01.2019

Minnum tippara á að senda raðir inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.

Seðil vikunnar nálgist þið hér:

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Staða leiksins er hér til hliðar á síðunni undir skrár.

Verðum í skúrnum á morgun laugardag að taka við röðum, frá 12.00 - 14.00.

Þessir leikir verða sýndir

12. jan.

12:20

West Ham - Arsenal

Premier League 2018/2019

 

12. jan.

14:50

Brighton - Liverpool

Premier League 2018/2019

 

Stóri potturinn verður á sínum stað, risapottur og stendur til að vanda vel til verka, senda inn stóran seðil, hvetjum alla til að vera með.  Þeir sem vilja vera með senda póst á getraunir@vestri.is.  Áskrifendur þurfa þess ekki nema þeir vilja bæta við framlagið.

 

Ekki er of seint fyrir ný lið að hefja leik.  18 vikna leikur, 15 bestu telja þannig að þeim þrem verstu er alltaf hent út.

 

Nánar

Team Fjarðarnet tekur forystuna

Getraunir | 07.01.2019

Steini og félagar fóru best af stað í vorleiknum og náðu 12 réttum, vel gert.  Seðill skilaði kr. 6.300 í vinning.

Annars má finna stöðuna í leiknum hér:

 

Stóri potturinn skilaði líka 12 réttum, náðum 3 röðum með 12 réttum og 21 röð með 11 réttum, vinningur samtals kr. 24.900, hluthafar fá sinn hlut greiddan inn á spilareikning sinn síðar í vikunni.

 

Rétt að fara að huga að næsta seðli en hann er hér.

 

 

Nánar