Fréttir

Drengleði

Hjólagarður | 19.10.2020

Já drengleðin hélt áfram hjá fjóreykinu á helginni. Siggi, Kristján, Pétur og Heiða mættu gallvösk og í framkvæmdarhug á hjólaplanið. 

Hjólaplanið er mjög blautt, enda mikið grunnvatn sem rennur niður úr Grænuhlíð og stoppar á planinu þar sem það kemst ekki í gegnum steinvegginn. 

Helgin var nýtt í gata vegginn og reyna að koma einhverju vatni í gegnum vegginn. Á laugardeginum var grafin prufuhola, boruð tvö 18mm göt í veggin til að meta hvort ætti að fara í frekari borframkvæmdir. Vatnsflæðið í gegnum veggin fór fram úr væntingum og var ákveðið að mæta næsta dag með stærri og sterkari bor. Grafnar voru tvær holur í viðbót og boruð átta 40mm göt. Götuðum drenrörum var svo stungið í götin og látin standa 15-20cm fram úr veggnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að þau fyllist fljótt af seti. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni næstu daga. 

Þökkum Val Ricter og Rörás sérstaklega fyrir að redda okkur 40mm rörbútum og Jóni Hauki Steingrímssyni fyrir ráðleggingar og pepp í gegnum síma. Þökkum líka áhaldahúsinu fyrir backupið og Vélsmiðjunni Þrist fyrir góðan díl á borvél. 

 

Deila