Fréttir - Hjólreiðar

Ungdúró fjallahjólamót á Ísafirði

Hjólreiðar | 18.07.2020
Fyrsta Ungduro mót Vestra fer fram 19. júlí
Fyrsta Ungduro mót Vestra fer fram 19. júlí

Sunnudaginn 19. júlí fer fram fyrsta Ungduro fjallahjólamót Hjólreiðadeildar Vestra. Ungduro er keppni fyrir börn og unglinga í Enduro fjallahjólreiðum. Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið og aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti.

Nánar

Hjólanámskeið Vestra sumarið 2020

Hjólreiðar | 18.06.2020

Hjólreiðadeild Vestra bíður upp á hjólanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 4.-7. bekk í grunnskóla, fædd árin 2007-2010.

Nánar

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra

Hjólreiðar | 16.03.2020

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldið fimmtudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 á Heimabyggð. 

Dagskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
5. Reglugerðabreytingar.
a. Ákvörðun um félagsgjald
6. Kosningar:
a) Kosinn formaður deildar til eins árs.
b) Kosnir tveir meðstjórnendur og tveir varamenn til eins árs í senn.
7. Önnur mál.
8. Fundargerð lesin upp og fundarslit.

Nánar

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra 16.mars 2020

Hjólreiðar | 24.02.2020

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn mánudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 á Heimabyggð

Dagskrá aðalfundar: 

Nánar

Íslandsmeistaratitill í CX hjólreiðum

Hjólreiðar | 28.10.2019
1 af 4

Nýtt keppnistímabil í hjólreiðum 2020 hófst á helginni með Íslandsmeistaramóti í cyclocross (CX), okkar fólk mætti að sjálfsögðu til leiks. María Ögn sigraði kvennaflokkin örugglega og landaði Íslandsmeistaratitli í CX hjólreiðum. Hafsteinn var annar í karlaflokkinum. 

Í CX keppni er keppt í þrautabraut þar sem keppendur hjóla í hring í 60 mín. Í CX brautinni eru ýmsar hindranir lagðar fyrir keppendur, í þessari keppni þurfti meðal annars að hjóla  upp tröppur, yfir druma, hlið, og sandpitti. Hér er flott myndband frá keppninni sem lýsir keppninni vel. 

Nánar

María Ögn og Hafsteinn gengin til liðs við Vestra  

Hjólreiðar | 28.10.2019
María Ögn í XC braut Ísfirðinga
María Ögn í XC braut Ísfirðinga
1 af 3

María Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson margfaldir Íslands - og bikarmeistara í hjólreiðum eru gengin til liðs við Vestri. María og Hafsteinn eru meðal sterkasta hjólafólks í landinu. 

María Ögn er fædd og uppalinn á Ísafirði, dóttir Sigrúnar Halldórsdóttur og barnabarn Dúdda Hall.  María Ögn er harðkjarna íþróttamaður og hefur alltaf viljað fara hratt. Hún æfði skíði að kappi með SFÍ í 14 ár og og varð 11 ára Andrésarmeistari í stórsvigi.  

Hafsteinn er úr 101, Skerjarjafirði, byrjaði í siglingum í Nauthólsvík og æfði íshokkí í 6 ár. Hafsteinn hefur tvisvar keppt í siglingum á ólympíuleikunum. 

Nánar

Enduró - Fjallahjólamót.

Hjólreiðar | 16.08.2019
Berglind Aðalsteinsdóttir sigurvegari í kvennaflokki 2018
Berglind Aðalsteinsdóttir sigurvegari í kvennaflokki 2018
1 af 4

Vestri hjólreiðar heldur seinna fjallahjólamót sumarsins næstkomandi laugardag, í þetta skiptið er keppnin sett upp í Enduró formi og eru 82 keppendur skráðir til leiks. Þessi tegund fjallahjólreiða er vinsælust meðal félagsmanna Vestra.

Mótið snýst aðalega um að eiga góðan dag á fjöllum með skemmtilegu fólki. Dagleiðin er ca. 25 km og er aðeins tímataka á hluta brautarinnar, þann hluta sem felur í sér mestu brekkurnar niður á við. En keppendur koma sér með eigin orku milli tímatökusvæða, t.d. með því að labba með hjólið upp á Hnífafjall og hjóla upp á Sandfellið. Keppnin er því töluvert púl ekki bara keppni í að láta sig renna niður brekku....

Nánar

Vestri hjólreiðar á hjólahelgi fyrir norðan

Hjólreiðar | 01.08.2019
Kata þeysist af stað
Kata þeysist af stað
1 af 2

Hjólreiðahelgi Greifans var haldin á Akureyri síðastliðna helgi. Hátíðin var glæsileg að vanda með mörgum fjölbreyttum hjólreiðaviðburðum og átti Vestri fimm þáttakendur á helginni.  

Sigurður og Katrín Ólafsbörn tóku þátt í barna- og unglingamóti í XC fjallahjólreiðum og landaði Sigurður fyrsta sætinu í flokki 9-10 ára drengja. Þrír keppendur Þórdís, Heiða og Ólafur tóku þátt í Enduró fjallahjólamóti og Fjallabruni.

Nánar

Fjallahjólamót upp á dal

Hjólreiðar | 24.07.2019

Vestri hjólreiðar hélt Íslandsmeistaramót í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) síðastliðinn sunnudag.

Mótið var haldið í nýrri hjólabraut upp á Seljalandsdal. XCO er ólympísk keppni í fjallahjólreiðum og krefst þess að keppendur hafi bæði tæknilega getu til þess að hjóla ákveðna leið og úthald til þess að hjóla í ca 90mín en hjólaðir eru nokkrir hringir í brautinni og ræðst hringjafjöldi af hraðasta keppanda í hverjum flokk.

Aðstaðan upp á Seljalandsdal er með eindæmum góð, það er góð er yfirsýn yfir keppnisbrautina frá gönguskíðaskálanum og öll aðstaðan í skálanum til fyrirmyndar. Keppnir sem þessar eru mjög áhorfendavænar þar sem hjólaðir eru margir hringir í brautinni sem liðast um svæðið í hlykkjum, lúppum og allskonar krúsídúllum.  

Heilt yfir voru keppendur ánægðir með brautina og vilja ólmir að sambærileg keppni verði haldin að ári. Útslit má sjá hér https://timataka.net/xcoislandsmeistaramot2019/

 

Sigurvegar í Elite kvk og elit KK voru eftirfarandi:

Ingvar Ómarsson                  01:19:10

Hafsteinn Ægir Geirsson        01:19:38

Bjarki Bjarnason                   01:24:27

 

María Ögn Guðmundsdóttir   01:22:29

Karen Axelsdóttir                  01:26:44

Kristín Edda Sveinsdóttir      01:32:54

Staðfest úrslit má sjá hér 

Aðstandendur keppninnar eru nokkuð ánægðir með framkvæmdina enda fyrsta sinn sem þeir koma að svona móti. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þá miklu samvinnu sem var í gangi, þar sem allir voru boðnir og búnir til að koma að mótinu með einum eða öðrum hætti, því langar okkur að senda þakkir á her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða sem stóð þétt við bakið á stjórnarmönnum Vestri – hjólreiða. 

 

Opið Vestfjarðamót barna og unglinga var haldið strax á eftir Íslandsmeistaramótnu í ólympískum fjallahjólreiðum.

Hjólaður var ca 2km hringur á svæðinu og fóru allir sem enn á góðum tíma í gegnum brautina.  

Keppendur á mótinu voru aðalega ungmenni héðan af svæðinu og er greinilegt að framtíðin á fjallahjólasportinu er björt hérna fyrir vestan.

Vegleg verðlaun voru í boði fyrir fyrstu sætin en við viljum þakka

Púkanum, Hamraborg, Ísafjarðarbíó, Bobba í Craftsport,sérstaklega fyrir stuðninginn á Unglingamótinu.Einnig viljum við þakka Ísafjarðarbæ, Fossavatnsgögnuna, SFÍ, Skíðasvæði Ísafjarðar, Bakaranum, Nettó og síðast en ekki síst þeim keppendum sem hjóluðu fyrir okkur hin eins og enginn hafi verið Vesturgatan.

 

Nánar

Ólympísk fjallahjólakeppni á nýrri og spennandi braut á Ísafirði 

Hjólreiðar | 16.07.2019
Hér hjólar Hólmfríður Vala niður Múlann.
Hér hjólar Hólmfríður Vala niður Múlann.

Félagsmenn Vestra hjólreiða eru í óðaönn að undirbúa Íslandsmeistaramót í ólympískum fjallahjólareiðum (XCO) í samstarfi, og að beiðni, Hjólreiðasambands Íslands, sem haldið verður 21. júlí n.k. Mótið verður haldið upp á Dal, í nýrri fjallahjólabraut á Seljalandsdal, og er brautin orðin klár. Brautin er unnin í samstarfi við Skíðasvæði Ísafjarðar og að hluta til á grunni skíðagöngubrautarinnar á Seljalandsdal. Það er því skemmtilegt að sú útivistarparadís fái meiri notkun allt árið. 

Brautin er rúmlega 4 km löng og hjóla keppendur mismarga hringi eftir flokkum. Ólympisk fjallahjólakeppni (XCO) snýst um að keppendur hjóli nokkra hringi í fjallahjólabraut, fjöldi hringja er áætlaður út frá hraðasta keppanda en sá keppandi ætti að hjóla í ca 90mín. Keppnin er útsláttarkeppni og detta keppendur út þegar þeir eru hringaðir af öðrum keppanda í sama flokki.

Keppnin er sérstaklega áhorfendavæn og verður mikið lagt upp úr stuði og stemmingu á dalnum.

Strax eftir Íslandsmeistaramótið verður ekki síður mikilvæg keppni en þá verður opið Vestfjarðamót barna og unglinga í fjallahjólreiðum.

Eins og Ísfirðingar hafa tekið eftir hefur mikil uppbygging í fjallahjólaleiðum í Tungudal og á Seljalandsdal nýir fjallahjólastígar eru að taka á sig mynd. Stígarnir taka allir nöfn frá örnefnum á svæðinu, svo sem Hnífarnir, Bunan, Tungan og Múlinn. Stígarnir hafa allir verið unnir í sjálfboða vinnu og öll hjálp er mjög vel þegin við áframhaldandi vinnu og að hjóla þá til. Þeir sem hafa áhuga á að koma að leggja málefninu lið get lagt inn á félagið í gegnum Aur á símanúmerið 849-9111.

Hjólaþyrstir hafa í nægu að snúast og hvetjum við ykkur öll til að fylgjast með eða taka þátt í Íslandsmótinu, Vestfjarðamótinu eða Skálavíkurhjólreiðunum og Vesturgötunni sem Hlaupahátíðin stendur fyrir. 

Við erum farin að hlakka til helgarinnar og vonandi þið líka.

#fjallahjólabærinn #vestrihjol

Nánar