Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra 2022 verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl. Fundurinn verður haldinn í Slökkvistöð Ísafjarðar (Fjarðarstræti) og hefst kl. 19:30.
NánarEnduro Ísafjörður 2021 var haldið slíðastliðna helgi. Mótið heppnaðist vel, þrátt fyrir smá hnökra í tímatökubúnaðnum. Um 50 þátttakendur tóku þátt í mótinu og keppt var í 8 sérleiðum í sjö flokkum.
Net fjallahjólabrauta hérna fyrir vestan er alltaf að stækka og tókst að bjóða keppendum uppá fjölbreytt leiðarval. Nýbreytni var í ár að hjólaskutlur (leigubílar) ferjuðu keppendur upp á heiði og upp á dal.
Við viljum þakka keppendum kærlega fyrir komuna. Eins viljum við þakka sjálfboðaliðum hjólreiðadeildar Vestra sem og styrkaraðilum. HG, Jakob Valgeir, Dokkan, Ultima thule, Hamraborg og bílstjórunum Sófusi og Guðbrandi fyrir aðstoðina.
Fleiri myndir frá mótinu má finna á fb síðu deildarinnar.
NánarVið færum ykkur þær sorgarfréttir að við neyðumst að aflýsa Enduro Ísafjörður 2020 í ljósi aðstæðna. Söknum ykkar!! Við mætum tvíelfd til baka 2021. Hjólið grimmt þangað til.
NánarÁ sunnudaginn fór fram Ungduro Ísafjörður, fyrsta barna- og unglingamót Hjólreiðadeildar Vestra af þessari tegund. Ungduro er barna- og unglingaútgáfa af enduro keppnisformi í fjallahjólreiðum þar sem allir keppendur hjóla langa leið en aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem aðalega eru niður í móti.
NánarSunnudaginn 19. júlí fer fram fyrsta Ungduro fjallahjólamót Hjólreiðadeildar Vestra. Ungduro er keppni fyrir börn og unglinga í Enduro fjallahjólreiðum. Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið og aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti.
NánarHjólreiðadeild Vestra bíður upp á hjólanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 4.-7. bekk í grunnskóla, fædd árin 2007-2010.
NánarAðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldið fimmtudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 á Heimabyggð.
Dagskrá aðalfundar:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
5. Reglugerðabreytingar.
a. Ákvörðun um félagsgjald
6. Kosningar:
a) Kosinn formaður deildar til eins árs.
b) Kosnir tveir meðstjórnendur og tveir varamenn til eins árs í senn.
7. Önnur mál.
8. Fundargerð lesin upp og fundarslit.
Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn mánudaginn 16. mars n.k. kl. 20:00 á Heimabyggð
Dagskrá aðalfundar:
Nýtt keppnistímabil í hjólreiðum 2020 hófst á helginni með Íslandsmeistaramóti í cyclocross (CX), okkar fólk mætti að sjálfsögðu til leiks. María Ögn sigraði kvennaflokkin örugglega og landaði Íslandsmeistaratitli í CX hjólreiðum. Hafsteinn var annar í karlaflokkinum.
Í CX keppni er keppt í þrautabraut þar sem keppendur hjóla í hring í 60 mín. Í CX brautinni eru ýmsar hindranir lagðar fyrir keppendur, í þessari keppni þurfti meðal annars að hjóla upp tröppur, yfir druma, hlið, og sandpitti. Hér er flott myndband frá keppninni sem lýsir keppninni vel.
NánarMaría Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson margfaldir Íslands - og bikarmeistara í hjólreiðum eru gengin til liðs við Vestri. María og Hafsteinn eru meðal sterkasta hjólafólks í landinu.
María Ögn er fædd og uppalinn á Ísafirði, dóttir Sigrúnar Halldórsdóttur og barnabarn Dúdda Hall. María Ögn er harðkjarna íþróttamaður og hefur alltaf viljað fara hratt. Hún æfði skíði að kappi með SFÍ í 14 ár og og varð 11 ára Andrésarmeistari í stórsvigi.
Hafsteinn er úr 101, Skerjarjafirði, byrjaði í siglingum í Nauthólsvík og æfði íshokkí í 6 ár. Hafsteinn hefur tvisvar keppt í siglingum á ólympíuleikunum.
Nánar