Fréttir - Hjólreiðar

Hjólreiðadeild stofnuð

Hjólreiðar | 12.12.2018

Hjólreiðar eru í mikilli sókn á Íslandi og eru Ísafjörður og nærsveitir ekki undanskildar. Síðustu misseri hefur borið á áhuga á að stofna formlegan félagsskap um íþróttina og þann 5. september komu á þriðja tug hjólreiðamanna saman á Hótel Horni til stofnfundar. Þar var ákveðið sækja um aðild að Vestra og bætast við fjölbreytta flóru undirdeilda félagsins. Á dögunum samþykkti aðalstjórn Vestra umsókn hjólreiðafólksins. Deildin mun starfa undir merkjum almenningsíþróttadeildar þar til hún verður formlega stofnuð á næsta aðalfundi Vestra sem verður haldinn fyrir 31. mars n.k.

Nánar