Hjólanámskeið Vestri
Barna og unglinganámskeiðin fyrir 9-15 ára eru frá kl 17-18:00 á mánudögum og miðvikudögum í Júní. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu.
Námskeiðið stendur yfir frá 12.júní - 01. júlí. Samtals 5 skipti ( 17.júní eru frídagur)
Helstu námsþættir , staða á hjóli, bremsutækni, beiting á hjóli við mismunandi aðstæður
Skráning á námskeiðið fer fram hér
Námskeiðsgjald er kr. 6.000,- og er greitt inn á reikning félagsins
rn: 156-26-020030, kt. 500119-1870.
Hjólreiðar eru í mikilli sókn á Íslandi og eru Ísafjörður og nærsveitir ekki undanskildar. Síðustu misseri hefur borið á áhuga á að stofna formlegan félagsskap um íþróttina og þann 5. september komu á þriðja tug hjólreiðamanna saman á Hótel Horni til stofnfundar. Þar var ákveðið sækja um aðild að Vestra og bætast við fjölbreytta flóru undirdeilda félagsins. Á dögunum samþykkti aðalstjórn Vestra umsókn hjólreiðafólksins. Deildin mun starfa undir merkjum almenningsíþróttadeildar þar til hún verður formlega stofnuð á næsta aðalfundi Vestra sem verður haldinn fyrir 31. mars n.k.
Nánar