Fréttir - Knattspyrna

Sala ársmiða fer í gang í dag - Vinnur þú nýju treyjuna ?

Knattspyrna | 05.05.2018
Nýju treflarnir eru glæsilegir!
Nýju treflarnir eru glæsilegir!
1 af 2

Sala á ársmiðum meistaraflokks Vestra í knattspyrnu fer af stað í dag.

Það eru yngri flokkar félagsins sem munu sjá um söluna, en það er liður í fjáröflun þeirra að selja ársmiða á leiki meistaraflokks.

Miðinn kostar 10.000 krónur og gildir á alla heimaleiki Vestra í deildinni.


Í ár spilar okkar menn í nýjum treyjum og ætlum við því að setja af stað smá leik. Þeir sem kaupa miða og senda okkur mynd á facebook síðuna okkar eiga möguleika á að vinna nýju treyjuna okkar, miða á herrakvöldið eða trefil, sem er nýkominn úr verksmiðjunni. 

 

ÁFRAM VESTRI !

Nánar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar - ATH. Breyttur fundartími.

Knattspyrna | 24.04.2018

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vestra 2018 verður haldinn þriðjudaginn 1.maí. 

ATH ! Breyttur fundartími !

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vestra 2018 sem átti að vera þriðjudaginn 1.maí, hefur verið færður til miðvikudagsins 2. maí kl. 18. 

Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi.

Allir velkomnir.

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Kveðja

Stjórn Knattspyrnudeildar

Nánar

James Mack gengur til liðs við Vestra frá Selfossi

Knattspyrna | 16.04.2018
James Mack við undirskrift.
James Mack við undirskrift.

Á helginni skrifaði James Mack, sem er þrítugur bandaríkjamaður, undir samning við knattspyrnudeild Vestra.

James, sem er miðjumaður, hefur spilað undanfarinn tvö ár í Inkasso deildinni með Selfossi og skorað í þeim leikjum 18 mörk. En hann var til að mynda markahæstur Selfyssinga í fyrra, með 12 mörk og einnig 6 stoðsendingar.

James er annar leikmaðurinn sem kemur frá Selfossi fyrir þetta tímabil, en Andy Pew kom einnig frá þeim fyrr í vetur.

Við hlökkum til að sjá James þjóta um á Olísvellinum í sumar og gerum miklar væntingar til hans.

Áfram Vestri!

 

 

Nánar

Knattspyrnudeild og Nettó skrifa undir samstarfssamning

Knattspyrna | 04.04.2018
Við undirritun samningsins
Við undirritun samningsins

Nú á dögunum skrifuðu knattspyrnudeild Vestra og Nettó undir samstarfssamning til næstu tveggja ára, eða tímabilin 2018 og 2019.

Nánar

Fall kemur heim

Knattspyrna | 15.03.2018
Sammi og Fall handsala samninginn
Sammi og Fall handsala samninginn

Sergine Modou Fall, sem við þekkjum öll, hefur ákveðið að koma aftur "heim" til Vestra og spila með liðinu í sumar.

Fall, var eins og margir vita, hjá Vestra tímabilin 2015 og 2016 við góðan orðstír áður en hann gekk til liðs við ÍR.

Fall á að baki 20 leiki fyrir félagið okkar og skorað í þeim 8 mörk.

Við bjóðum Fall velkominn til baka og hlökkum til að sjá hann spila í sumar með liðinu.

 Áfram Vestri!

Nánar

Þórður Gunnar fer á reynslu hjá Barnsley á England

Knattspyrna | 26.02.2018

Þórður Gunnar Hafþórsson, kantmaðurinn okkar knái, mun á sunnudaginn halda til Englands þar sem hann mun æfa með championship liðinu Barnsley.

Nánar

Daði Freyr kemur aftur heim á láni

Knattspyrna | 16.02.2018
Daði á lokahófi deildarinnar 2017
Daði á lokahófi deildarinnar 2017

Vestri og FH hafa náð samkomulagi um það að Daði Freyr spili með Vestra í 2. deildinni í sumar.

Nánar

Sólon Breki gengur í raðir Leiknis R.

Knattspyrna | 09.02.2018

Vestri og Leiknir hafa komist að samkomulagi um að Sólon Breki Leifsson spili með Leikni R. í 1. deildinni í sumar.

Sólon hefur nú þegar skrifað undir hjá Leikni og kemur til með að vera leikmaður þeirra þegar félagsskiptin ganga í gegn.

Nánar

Daniel Badu framlengir við Vestra

Knattspyrna | 08.02.2018
Ragnar og Badu við undirskriftina í kvöld
Ragnar og Badu við undirskriftina í kvöld

Nú í kvöld skrifaði Daniel Badu undir framlengingu á samningi sínum út tímabilið.

Badu ætti að vera öllum á svæðinu kunnur en hann hefur spilað með Vestra síðan sumarið 2015, ásamt því að þjálfa liðið síðastliðið sumar.

Við óskum Badu til hamingju með áframhaldandi samning og gleðjumst yfir því að halda honum í eitt tímabil, hið minnsta, í viðbót.

Áfram Vestri!

Nánar

Zoran Plazonić skrifar undir hjá Vestra

Knattspyrna | 30.01.2018
Zoran þegar skrifað var undir
Zoran þegar skrifað var undir

Um þar síðustu helgi spilaði Zoran Plazonić tvo leiki með Vestra og stóð sig með miklum ágætum, í framhaldi af þeim leikjum var Zoran boðið samning sem hann samþykkti nú rétt eftir helgi.

Nánar