Leikmenn, stjórn og aðstandendur meistaraflokks karla BÍ/Bolungarvík senda öllum stuðningsmönnum og styrktaraðilum óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.
Nánar
Stjórnin
NánarÞeir Matthías Jóhannsson og Björgvinn Stefánsson leikmenn mfl Bí/Bolungarvíkur hafa verið valdir i 48. manna úrtöku hóp fyrir U21 landslið Íslands. Leikmennirnir munu hefja æfingar um næstkomandi helgi og fara þær fram i Kórnum í Kópavogi. Einnig hafa þeir Elmar Atli Garðarson U19, Viktor Júlíusson U17 og Daði Freyr Arnarsson U17 verið valdir áfram i verkefni með U19 og U17 ára landsliðunum. Óskum við þeim öllum góðs gengis i komandi verkefnum.
NánarMiðjumaðurinn Joey Spivack skrifaði undir eins árs samning við BÍ/Bolungarvík fyrir helgi og mun þ.a.l. spila með félaginu á næstu leiktíð. Spivack er 24 ára gamall en hann lék 10 leiki með Víking Ó. í sumar og skoraði í þeim 2 mörk. Þar áður lék hann í heimalandi sínu Bandaríkjunum og svo í 2 ár með Kemi Kings í Finnlandi.
Spivack hefur einnig leikið í Belgíu og Englandi á ferli sínum en hann var í akademíu New York Red Bulls á sínum tíma.
BÍ/Bolungarvík bíður Joey Spivack velkominn til félagsins.
Stjórnin
NánarStelpudagur BÍ/Bolungarvíkur verður nk.laugardag 1.nóvember í íþróttahúsinu Torfnesi og íþróttahúsinu Árbæ, Bolungarvík.
Harpa Þorsteinsdóttir( Stjarnan) og Rakel Hönnudóttir( Breiðablik) leikmenn kvennalandsliðs Íslands koma í heimsókn, spjalla við stelpurnar, taka þátt/aðstoða við æfingu og gefa áritun. Dagskráin er eftirfarandi:
Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.10:30-12:00 fyrir stelpur í 4., 3. og m.fl kvenna (fæddar 2002 og eldri)
Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.12:00–13:30 fyrir stelpur í 8., 7., 6. og 5.fl.kvk (fæddar 2003 og yngri)
Í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl.15:00–16:30 fyrir allan aldur.
HVETJUM ALLAR STELPUR TIL AÐ MÆTA
Nánar