Knattspyrna | 04.01.2015
Í lok nóvember sl. endurnýjuðu Ólafur Atli Einarsson og Nikulás Jónsson samninga sína við BÍ/Bolungarvík til næstu þriggja ára. Ólafur Atli og Nikulás voru einu leikmenn meistaraflokks sem tóku þátt í öllum 22 leikjum liðsins í 1.deild. Þeir sömdu til næstu þriggja ára og er það liður í að byggja liðið enn meir á heimamönnum.
Nánar
Knattspyrna | 23.12.2014
Leikmenn, stjórn og aðstandendur meistaraflokks karla BÍ/Bolungarvík senda öllum stuðningsmönnum og styrktaraðilum óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.
Nánar
Knattspyrna | 15.12.2014
Frestaður aðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn á veitingahúsinu Bræðraborg að Aðalstræti 22 Ísafirði miðvikudaginn 17.desember nk. Fundurinn hefst kl. 20:00
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
1. Fundur settur
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar félagsins lagðir fram
5. Umræður um skýrslu og afgreiðsla reikninga
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun árgjalda
8. Kosningar
9. Önnur mál
Á fundinum verður borin upp tillaga um að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu íþróttafélaga.
Stjórnin
Nánar
Knattspyrna | 04.12.2014
BÍ/Bolungarvík fékk þær frábæru fréttir að KSÍ hefur valið 5 knattspyrnumenn frá félaginu á landsliðsæfingar fyrir yngri landslið Íslands. Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarsson í U-17 ára, Elmar Atli Garðarsson í U-19 og í U-21 þeir Matthías Króknes Jóhannsson og Björgvin Stefánsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og eru þeir vel að þessu komnir.
Nánar
Knattspyrna | 02.12.2014
Þeir Matthías Jóhannsson og Björgvinn Stefánsson leikmenn mfl Bí/Bolungarvíkur hafa verið valdir i 48. manna úrtöku hóp fyrir U21 landslið Íslands. Leikmennirnir munu hefja æfingar um næstkomandi helgi og fara þær fram i Kórnum í Kópavogi. Einnig hafa þeir Elmar Atli Garðarson U19, Viktor Júlíusson U17 og Daði Freyr Arnarsson U17 verið valdir áfram i verkefni með U19 og U17 ára landsliðunum. Óskum við þeim öllum góðs gengis i komandi verkefnum.
Nánar
Knattspyrna | 01.12.2014
Miðjumaðurinn Joey Spivack skrifaði undir eins árs samning við BÍ/Bolungarvík fyrir helgi og mun þ.a.l. spila með félaginu á næstu leiktíð. Spivack er 24 ára gamall en hann lék 10 leiki með Víking Ó. í sumar og skoraði í þeim 2 mörk. Þar áður lék hann í heimalandi sínu Bandaríkjunum og svo í 2 ár með Kemi Kings í Finnlandi.
Spivack hefur einnig leikið í Belgíu og Englandi á ferli sínum en hann var í akademíu New York Red Bulls á sínum tíma.
BÍ/Bolungarvík bíður Joey Spivack velkominn til félagsins.
Nánar
Knattspyrna | 30.11.2014
Aðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn á veitingahúsinu Bræðraborg að Aðalstræti 22 Ísafirði miðvikudaginn 10.desember nk. Fundurinn hefst kl. 20:00
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
1. Fundur settur
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar félagsins lagðir fram
5. Umræður um skýrslu og afgreiðsla reikninga
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun árgjalda
8. Kosningar
9. Önnur mál
Á fundinum verður borin upp tillaga um að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu íþróttafélaga.
Stjórnin
Nánar
Knattspyrna | 12.11.2014
Þrír leikmenn 2.flokks karla BÍ/Bolungarvík tóku þátt í landsliðsæfingum dagana 8.-9.nóvember sl. Daði Freyr Arnarsson og Viktor Júlíusson tóku þátt í æfingum U-17 og Elmar Atli Garðarsson tók þátt í æfingum U-19. Allir spila þeir með 2.flokki og spiluðu allir leiki með meistaraflokki BÍ/Bolungarvík á þessu ári í Lengjubikar eða Íslandsmóti.
Nánar
Knattspyrna | 04.11.2014
Viktor Júlíusson leikmaður 2.flokks og meisaraflokks BÍ/Bolungarvík, tók þátt í 2 leikjum með U-17 landsliðinu í undanriðli EM sem fór fram í Moldóvu dagana 15.-20.október sl. Viktor kom inn á í leik gegn Moldóvu, og var svo í byrjunarliðinu í lokaleiknum gegn Ítalíu.
Nánar
Knattspyrna | 28.10.2014
Stelpudagur BÍ/Bolungarvíkur verður nk.laugardag 1.nóvember í íþróttahúsinu Torfnesi og íþróttahúsinu Árbæ, Bolungarvík.
Harpa Þorsteinsdóttir( Stjarnan) og Rakel Hönnudóttir( Breiðablik) leikmenn kvennalandsliðs Íslands koma í heimsókn, spjalla við stelpurnar, taka þátt/aðstoða við æfingu og gefa áritun. Dagskráin er eftirfarandi:
Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.10:30-12:00 fyrir stelpur í 4., 3. og m.fl kvenna (fæddar 2002 og eldri)
Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.12:00–13:30 fyrir stelpur í 8., 7., 6. og 5.fl.kvk (fæddar 2003 og yngri)
Í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl.15:00–16:30 fyrir allan aldur.
HVETJUM ALLAR STELPUR TIL AÐ MÆTA
Nánar