BÍ/Bolungarvík lagði Grindavík í miklum toppbaráttuslag sem fram fór fyrir Vestan í kvöld, 3-1.
NánarBen Everson og Max Touloute skoruðu öll mörk BÍ/Bolgunarvíkur er Vestfirðingar lögðu botnlið Húsvíkinga örugglega á Ísafirði.
NánarBÍ/Bolungarvík mætir Völsung á laugardaginn í 12.umferð 1. deildar karla. Leikurinn fer fram á Torfnesvelli og hefst klukkan 15. Við hvetjum alla stuðningsmenn að fjölmenna á völlinn og styðja liðið. Áfram BLÁIR!
NánarÞað voru ekki frábærar aðstæðurnar sem Haukar og BÍ/Bolungarvík þurftu að spila við í dag en þrátt fyrir sterkan vind og rigningaskúrir af og til tókst liðunum að búa til mikla skemmtun fyrir áhorfendur í leik sem endaði á dramatískan hátt.
NánarMeistaraflokkur kvenna hjá BÍ/Bolungarvík hefur útbúið myndband sem hvetja á fólk til að mæta á leik liðsins á morgun sem fram fer á Skeiðisvelli í Bolungarvík kl. 18, en þá taka stelpurnar á móti liði ÍA. Akranes er í efsta sæti riðilsins með 16 stig á meðan BÍ/Bolungarvík er í 8. sæti með 5 stig svo þær eiga ærið verk fyrir höndum.
NánarDjúpmenn fengu dæmda á sig umdeilda vítaspyrnu í leik sínum á helginn á móti Víking frá Reykjavík í 1. deild karla. Hér má sjá aðdraganda þeirrar vítaspyrnu og dæmi nú hver fyrir sig.
NánarVíkingar frá Reykjavík eru komnir í annað sæti 1. deildar eftir góðan útisigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði.
Aron Elís Þrándarson og Igor Taskovic skoruðu mörk Víkinga á fjögurra mínúta kafla áður en Daniel Osafo-Badu var sendur í sturtu á 70. mínútu.
Haukar og BÍ/Bolungarvík eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar með 15 stig, en Víkingar eru einnig með 15 stig.
Grindvíkingar eru á toppi deildarinnar með 18 stig eftir tap á heimavelli gegn Selfyssingum.
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina
Tengt efni
Kvennalið BÍ/Bolungarvíkur gerði markalaust jafntefli við lið Tindastóls á Sauðárkróki á Torfnesvelli í gærkvöldi. Djúpstúlkur eru í áttunda og næstneðsta sæti A-riðils 1. deildar með 5 stig eftir 8 leiki. Tindastóll er í sjötta sæti með 6 stig.
NánarBÍ/Bolungarvík mun taka á móti Víking frá Reykjavík á laugardaginn kl. 14. Tíu mínútum fyrr eða klukkan 13:50 verður nýja stúka á Torfnesi vígð við hátíðlega athöfn. Fólk er beðið um að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið.
Nánar1-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('56)
2-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('61)
Álftanes heldur sigurgöngu sinni áfram en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og situr í 3.sæti A-riðils á eftir ÍA og Fylki.
Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Theodóru Dís Agnarsdóttur að skora tvívegis fyrir Álftanes. Í fyrra markinu komst hún ein inn fyrir og kláraði vel og síðara markið skoraði hún með fínu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf.
Frétt frá Fótbolta.net