Yngri flokkar

Fjáraflanir knattspyrnudeildarinnar eru sameiginlegar hjá öllum flokkum. Starfandi er fjáröflunarnefnd sem heldur utan um fjáraflanir og skipuleggur þær. Við hvetjum foreldra eindregið til að bjóða fram krafta sína og aðstoð í fjáröflunum, samvinnan skiptir sköpum.

Í upphafi hvers tímabils ætti að vera nokkuð ljós kostnaðaráætlun hvers flokks. Iðkendur og foreldrar geta því greitt niður þennan kostnað, að hluta, með því að taka þátt í fjáröflunum. Það er ekki ætlast til þess að iðkendur eigi stóra sjóði, heldur er einungis vera að horfa á það að létta á kostnaði foreldra við keppnisferðir barna sinna.

Mikilvægt er að hafa í huga að allir sem koma að fjáröflunarnefndinni eru í sjálfboðavinnu og leggja mikla vinnu og metnað í hvert verkefni. Hafi foreldrar hugmyndir af fjáröflunum má koma þeim til fjáröflunarnefndar.

Í fjáröflunum skiptir miklu máli að allir hjálpist að bæði við að undirbúa og afgreiða fjáraflanir, margar hendur vinna jú létt verk. Það er hagur allra að fjáraflanir gangi sem best, þar sem ágóði hverrar fjáröflunar skiptist niður á þátttakendur hverrar fjáröflunar fyrir sig.

Öllum er frjálst að taka þátt í fjáröflunum sem auglýstar eru á fjáröflunarsíðu félagsins. Upplýsingar eru settar inná sérstaka fjáröflunarsíðu sem finna má hér

Fjáraflanirnar eru alfarið á vegum foreldra/sjálfboðaliða og eru hugsaðar til að létta undir með foreldrum þegar kemur að keppnisferðum iðkenda. 

 

Styrktaraðilar

Ekkert fannst