KKD Vestra hefur ráðið Gwen Chappell-Muhammad sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir næsta tímabil. Hún hefur reynslu sem fyrrum leikmaður, þjálfari og leiðbeinandi. Hún hefur reynslu af því að þjálfa unga leikmenn.
Sem fyrrverandi háskólaleikmaður lék Gwen með Tallahassee Community College, skipti svo í Brevard Community College og lauk ferli sínum hjá Florida Institute of Technology. Í gegnu þennan feril öðlaðist hún dýrmæta reynslu sem mótar ennþá þjálfunaraðferðir hennar í dag.
Þjálfaraferill Gwen hófst árið 2013 sem aðstoðarþjálfari hjá Eastern Florida State College, þar sem hún tók þátt í leikmannavali, leikskipulagi og þróun leikmanna.
Hún tók síðar við sem aðalþjálfari unglingaliða hjá Kissimmee YMCA, þar sem hún lagði áherslu á grunntækni, liðsvinnu og þátttöku allra leikmanna. Reynsla hennar nær yfir áratug sem aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari, leiðbeinandi á æfingabúðum og sem einstaklingsþjálfari með áherslu á sérsniðnar þjálfunaráætlanir. Hún sameinar faglega sérþekkingu og einlægan áhuga á að hjálpa íþróttafólki að ná sínu fulla möguleika, bæði innan vallar og utan.
Gwen er alger lukkufengur fyrir félagið, hún er á Ísafirði vegna tengingu við íþóttir þar sem eiginmaður hennar er þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.
Deila