Fréttir

Íslandsmeistarar Þórs mæta á Jakann!

Körfubolti | 31.01.2022
Vestri tekur á móti Íslandsmeisturum Þórs mánudaginn 31. janúar, kl. 19:15 (ef verður leyfir!). Áhorfendur eru aftur leyfðir á íþróttaviðburðum, með eftirfarandi takmörkunum:
 
- GRÍMUSKYLDA!
- 1 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta
- Gestir haldi kyrru fyrir í sætum sínum í hálfleik
 
Miðasala á Stubbi og við innganginn. Frítt fyrir börn á grunnskólaaldri. Yngri börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.
 
Þau sem ekki treysta sér í margmenni eða eru stödd í öðrum landshluta geta að sjálfsögðu horft á leikinn í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða og styrkt félagið með því að kaupa styrktarmiða á Stubbi eða leggja beint inn á reikning: 0556-26-1099 og kennitölu 651093-2449.
 
Minnum einnig á að Körfuknattleikdeild Vestra er skráð á Almannaheillaskrá Skattsins og geta framlög 10.000 krónur og hærri veitt einstaklingum og atvinnurekstraraðilum skattaafslátt.
 
Áfram Vestri!
Deila