Tveir drengir skrifuðu undir samning við KFÍ fyrir leik hér heima gegn Stjörnunni og erum við kát með þann gjörning. Báðir þessir strákar eru ´94 model og er Jóhann 202 cm á hæð og Björgvin 194 cm.
Það er greinilegt að Birgir Örn þjálfari ætlar sér að láta strákana spila í vetur og hafa hlutverk, en báðir þessir strákar hafa komið við sögu í tveim fyrstu leikjum okkar í Lengjubikarnum og til gamans má segja að tíu af tólf leikmönnum okkar settu stig í síðasta leik.
Við bjóðum strákana velkomna til okkar og ætlumst til mikils af þeim sem og þeim sem klæðast búning félagsins.
Áfram KFÍ
Deila