Fréttir

KFÍ, Ísfólkið og Palli bjóða börnum í smá hitting

Körfubolti | 11.03.2011
Palli er eðaldrengur
Palli er eðaldrengur
KFÍ, Ísfólkið og Páll Óskar ætla að bjóða krökkum í Ísafjarðarbæ í smátónleika á morgun laugardag 12. mars  í Krúsinni frá kl. 15-16.30. Palli mun syngja sín vinsælustu lög fyrsta hálftímann og síðan mun hann árita plaköt og stilla sér upp í myndatöku með krökkum sem það vilja. Húsið opnar 14.45.  Þetta mun fara fram í Krúsinni (muna það)

Það kostar ekkert inn og hvetjum við foreldrana að koma með krökkunum sínum og syngja með.

Við viljum þakka Palla og Ísfólkinu kærlega fyrir þetta frábæra boð.