Nú er Körfuboltabúðunum lokið og voru þær gríðarlega vel heppnaðar. Guðni Guðna framkvæmdastjóri búðanna var í viðtali á RUV í morgunútvarpinu og gaf alþjóð skýrslu um búðirnar. Við látum fylgja hér með hlekk yfir á hljóðskrá frá ruv.is með viðtalinu frá því í morgun, lesendum til fróðleiks. Fáu er við orð meistarans að bæta en bendum á að sérstaklega ánægjulegt var að heyra hann fullvissa okkur öll um að stefnt sé að því að endurtaka leikinn að ári síðan, við sem nutum þeirra forréttinda að taka þátt í þessu ævintýri erum nefnilega farin að hlakka til næsta árs!
Viðtalið