Fréttir

Öruggur sigur gegn FSU í Drengjaflokki

Körfubolti | 16.01.2010
Uppkast
Uppkast
1 af 3
Strákarnir okkar í drengjaflokki spiluðu gegn FSU fyrr í dag.  Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 2-5 breyttu Ísfirðingar stöðunni í 11-5 með 9 stigum í röð og litu ekki við það sem eftir lifði leiks.  12 stiga forysta eftir fyrsta fjórðung, 26-14, 22 stig í hálfleik eða 49-27 og svo 32 stiga munur eftir þrjá leikhluta 70-38.  Aðeins var slakað á klónni í 4. leikhluta en að lokum endaði leikur með sigri KFÍ 80-50.

Allir leikmenn KFÍ komust vel frá leiknum.  Varnarleikurinn var öflugur frá fyrstu mínútu og var Borce duglegur að skipta inn á og var ætíð með óþreytta menn inni á vellinum.  Agaður sóknarleikur sást og eru það nýjar fréttir frá þessum hópi, gaman að sjá að strákarnir eru að þroskast sem leikmenn.  Virkilega falleg tilþrif og góður samleikur sást og ánægjulegt að sjá hvað við eigum marga efnilega leikmenn í þessum hópi.

Allir leikmenn spiluðu vel og gaman að sjá að allir náðu að skora.  Annars skiptust stigin svona:

Leikmaður Stig Vítanýting 3 stiga körfur
Hlynur Hreinsson 19  
Florijan Jovanov   
Jón Kristinn Sævarsson    
Guðmundur Guðmundsson  8 2-2   
Leó Sigurðsson     
Stefán Díegó  2-0  
Sævar Vignisson    
Guðni Páll Guðnason     
Hákon Atli Vilhjálmsson  4-1   
Hermann Hermannsson  2-1   
Sigmundur Helgason  2-1   
Þorgeir Egilsson  
Ingvar Bjarni Viktorsson     

Öruggur sigur staðreynd.  Um næstu helgi spilar drengjaflokkur síðan gegn KR og Grindavík.  Nú er bara að halda þessum góða leik áfram og bæta við sigrum.  Í vetur er liðið búið að vinna 4 af 7 leikjum. Við þökkum stuðning áhorfenda og eins og alltaf áfram KFÍ.
Deila