Fréttir

Þrír heimaleikir í körfunni um helgina

Körfubolti | 17.01.2020
Stúlknaflokkur og 10. flokkur stúlkna Kkd. Vestra 2019-2020 ásamt Nemanja Knezevic, þjálfara beggja liðanna.
Stúlknaflokkur og 10. flokkur stúlkna Kkd. Vestra 2019-2020 ásamt Nemanja Knezevic, þjálfara beggja liðanna.

 Ef allt gengur upp verða þrír heimaleikir spilaðir í yngri flokkum Kkd. Vestra um helgina. Stúlknaflokkur byrjar og tekur á móti Breiðablik í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl. 13 á morgun, laugardag. Síðar um daginn eða kl. 16 fer fram bikarleikur í 10. flokki stúlkna á Torfnesi þar sem Vestrastúlkur mæta stöllum sínum í Fjölni/KR. Þau lið hittast svo aftur á sunnudagsmorgun kl. 11 í deildarleik og fer hann fram í íþróttahúsinu á Þingeyri.

Síðasta viðureign helgarinnar átti að vera leikur drengjaflokks Vestra gegn Valsmönnum á sunnudagseftirmiðdag en honum hefur verið frestað vegna óhagstæðrar veðurspár og óvissu um ferðaveður fyrir gestina á sunnudagskvöld.

Það sem af er ári hefur veðráttan sett risastórt strik í mótahald yngri flokka Vestra. Öllum leikjum sem hafa verið á dagskrá fram að þessu nú í upphafi árs hefur verið frestað.

Nú er bara að vona að veður og færð spili meira með okkur svo að skipulag mótshaldsins okkar riðlist ekki enn frekar en orðið er.

Leikir helgarinnar verða sem hér segir:

Laugardag kl. 13:00 BOLUNGARVÍK:  Stúlknaflokkur Vestra - Breiðablik

Laugardag kl. 16:00 ÍSAFJÖRÐUR:     10. flokkur stúlkna Vestra – Fjölnir/KR (bikarleikur)

Sunnudag kl. 11:00 ÞINGEYRI:          10. flokkur stúlkna Vestra – Fjölnir/KR (deildarleikur)

Deila