Á komandi keppnistímabili mun Vestri tefla fram unglingaflokksliði karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Fimm ár eru liðin síðan unglingaflokkslið frá Ísafirði tók þátt í Íslandsmótinu, þá að sjálfsögðu undir merkjum KFÍ. Unglingaflokkur karla er skipaður leikmönnum á aldrinum 19 til 20 ára og því er kjarni liðsins einkum leikmenn meistaraflokks en einnig munu yngri leikmenn Vestra leggja flokknum lið.
Fyrsti leikur liðsins er heimaleikur sem fram fer á Jakanum næstkomandi sunnudag 2. október kl. 16:00 þegar strákarnir taka á móti Valsmönnum. Leikurinn markar því upphaf keppnistímabilsins í körfuboltanum og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana.
Áfram Vestri!
Deila