Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þjálfaramynd

Körfubolti | 08.06.2009
Þjálfararnir kátir á Jakanum.
Þjálfararnir kátir á Jakanum.
Þjálfararnir sem starfa við búðirnar eru eftirtaldir:
Borce Ilievski, Momir Tasic, Nebosja Vidic, Eggert Maríuson og Sigurður Þorsteinsson landsliðsmiðherji.

Þeir eiga það allir sameiginlegt að njóta þess að miðla af reynslu sinni og vinna vel saman. Ljóst að þarna er verulegur þekkingarbrunnur og krakkarnir okkar njóta góðrar leiðsagnar.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd

Körfubolti | 08.06.2009
Hópmynd 2009
Hópmynd 2009
1 af 2
Í dag fengu allir þátttakendur afhenta boli frá Vífilfell og KFÍ. Einnig fengu þeir drykkjarbrúsa frá Landsbankanum. Hvorir tveggja eru á meðal helstu styrktaraðila búðanna og KFÍ þakkar þeim kærlega fyrir. Bolir til skiptanna og vatnsbrúsar eru þarfaþing í æfingabúðum og koma því að góðum notum.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrsti dagur.

Körfubolti | 07.06.2009
Uppkast! Allir viðbúnir?
Uppkast! Allir viðbúnir?
Þá er fyrsti dagur æfingabúða að kveldi kominn. Eins og áður hefur verið greint frá var fyrsti dagurinn nýttur til þess að þjálfarar kynntust leikmönnum og öfugt. Í kjölfarið verða gerðar breytingar á æfingahópunum og kynnum við hér (ýta á "meira") breytta stundatöflu með þeirri undantekningu að smávægilega breyting er á morgunæfingum á þriðjudag.

Stundatafla

08:00-09:00 Morgunverður
09:00-10:15 Hópur I og II - fyrri æfing
10:30-12:00 Hópur III - fyrri æfing
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-16:00 Hvíldartími og fundir þjálfara
16:00-17:15 Hópur I og II - seinni æfing
17:30-19:00 Hópur III - seinni æfing
19:00-20:00 Kvöldmatur
20:30-22:15 Æfingaleikir / Fyrirlestrar

Hópur I Þjálfari: Borce Ilievski
Hópur II Þjálfari: Momir Tacic
Hópur III Þjálfari: Nebosja Vidic

Athugið að breyting verður á þriðjudaginn (9.6.2009). Þá verður morgunverður kl. 7-8 og hópar I og II verða á æfingu frá 08:00-09:15. Hópur III verður á æfingu frá 09:30-11:00.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Mötuneytið!

Körfubolti | 07.06.2009
Svangir mettaðir!
Svangir mettaðir!
Við munum halda áfram að deila fréttum af búðunum með lesendum nær og fjær. Það er ástæða til þess að fjalla í upphafi stuttlega um mötuneytið. Í fyrsta lagi eru það systurnar Hugljúf (Lúlú) og Elín Ólafsdætur, sem stýra eldamennskunni af víðfrægri snilld. Í öðru lagi er staðsetning þess auðvitað frábær.

Ein breyting verður á stundatöflunni, en hádegisverðurinn hefur verið færður fram um hálftíma og verður þá kl. 11:30- 12:30.

En aftur að mötuneytinu sjálfu, en það er í sömu byggingu og gistingin, þ.e. á Vistinni margrómuðu. Þar með er ljóst að allt í tengslum við búðirnar er á sama "frímerkinu" og innan við 1 min göngufjarlægð á milli gististaðar, mötuneytis og íþróttahússins.

Gaui hljóp reyndar í skarðið og sá um morgunmatinn í morgun en síðan tók Lúlú við í hádeginu og er óhætt að segja að vel var tekið til matar síns þar. Enginn verður svikinn af mötuneytinu og allt klárt fyrir krakkana.

Meira síðar...
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrsta æfing!

Körfubolti | 07.06.2009
Þjálfarar ávarpa iðkendur í upphafi æfingar.
Þjálfarar ávarpa iðkendur í upphafi æfingar.

Mæting var í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 09:00 og fyrsta æfingin hófst kl. 09:30. Krökkunum var skipt upp í þrjá hópa, aðallega eftir aldri krakkanna. Tóku þjálfarar til starfa eftir það.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrstu gestir mættir!

Körfubolti | 07.06.2009
Fyrstu gestir koma
Fyrstu gestir koma

Gestir í æfingabúðirnar fóru að streyma til Ísafjarðar eftir hádegið á laugardegi. Ferðalagið gekk vel hjá öllum og flugið var ljúft, enda veður allt hið besta.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Stundatafla

Körfubolti | 06.06.2009
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008

Nú styttist heldur betur í það að æfingabúðirnar hefjist en fyrsta æfing er á morgun (sunnudag) kl. 09:30 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þátttakendur eiga að vera mættir tímanlega og hitta þjálfara.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið!

Körfubolti | 06.06.2009
Vegabréfseftirlitið í öllu sínu veldi!
Vegabréfseftirlitið í öllu sínu veldi!

Það er orðið ljóst að ekkert verður af komu Ratko Joksic að þessu sinni. Hann lenti í vandræðum við vegabréfsskoðun í Belgrad á fimmtudaginn og varð frá að hverfa. Landvistarleyfið var ekki gilt fyrr en daginn eftir og það stöðvaði för hans. Þrátt fyrir góðan vilja, er ekki hægt að koma honum í tíma fyrir búðirnar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þjálfarar á ferð og flugi!

Körfubolti | 05.06.2009
Ratko Joksic
Ratko Joksic

Í gær tafðist Ratko Joksic vegna vandamála við vegabréfsáritun, sem hann fékk í Moskvu. Þetta varð til þess að hann komst ekki með flugvél frá Belgrad. Það er verið að vinna í því hvort hann geti komist með flugi á morgun (laugardag) og verðum við að vona það besta. Aðrir eru mættir og allt að verða tilbúið.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Gistirými að fyllast!

Körfubolti | 03.06.2009
KFÍ og Ísafjörður eru tilbúin!
KFÍ og Ísafjörður eru tilbúin!

Nú er handagangur í öskjunum og skráning stendur sem hæst og gengur bara nokkuð vel. Helsta vandamálið er að gistirýmin sem við höfðum gert ráð fyrir í síðustu viku eru að fyllast!

Ekki er ástæða til þess að örvænta því við getum tekið við fleiri bókunum. Æskilegt er þó að þær berist í síðasta lagi á morgun, svo hægt verði að undirbúa fleiri herbergi, ef til þess kemur.

Þjálfararnir lenda í Keflavík á morgun og koma til Ísafjarðar síðar um daginn og fyrstu gestir æfingabúðanna á laugardaginn. Mikil tilhlökkun í loftinu og KFÍ mun sýna víðfræga gestrisni sína í verki á næstu dögum.

Nánar