Fréttir - Körfubolti

Vestramenn efstir eftir aðra umferð Íslandsmótsins

Körfubolti | 13.11.2017
Sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms að loknu mótinu um helgina með þjálfurunum Nebojsa Knezevic t.v.i og Pálma Þór Sævarssyni t.h.
Sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms að loknu mótinu um helgina með þjálfurunum Nebojsa Knezevic t.v.i og Pálma Þór Sævarssyni t.h.

Sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms í 10. flokki drengja tryggði sér efsta sætið í A-riðli í annarri umferð Íslandsmóts KKÍ sem fram fór á Torfnesi um helgina. Gestirnir voru KR, Stjarnan, Fjölnir og Keflavík en þeir síðastnefndu féllu aftur niður í B-riðil eftir tap í öllum sínum leikjum. Þrjú efstu liðin, Vestramenn, KR og Stjarnan, eru svipuð að styrkleika og unnu öll þrjá leiki hvert. Innbyrðis viðureign Vestra og Stjörnunnar réði því að Vestramenn hömpuðu að endingu fyrsta sætinu.

Nánar

Körfuboltaveisla á Torfnesi um helgina

Körfubolti | 10.11.2017

Óhætt er að segja að boðið verði upp á sannkallaða körfuboltaveislu á Torfnesi um helgina en þá fer fram 2. umferð Íslandsmótsins í A-riðli 10. flokks drengja. Vestramenn taka á móti KR, Fjölni, Stjörnunni og Keflavík og er um firnasterkan riðil að ræða en strákarnir okkar eru í þriðja sæti eftir fyrstu umferð. Mót af þessum styrkleika hefur ekki verið haldið á Ísafirði í ríflega áratug.

Nánar

Frábær frammistaða Vestrakrakka á Sambíómótinu

Körfubolti | 09.11.2017
Elstu strákarnir með Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
Elstu strákarnir með Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
1 af 5

Um síðastliðna helgi tóku yfir 20 körfuboltakrakkar úr Vestra á aldrinum 6-9 ára þátt í hinu árlega Sambíómóti. Mótið, sem haldið er af Fjölni í Grafarvogi, er eitt af stærstu körfuboltamótum sem haldin eru hér á landi en um 600 krakkar tóku þátt í mótinu í ár.

Nánar

Hörkusigur á Hamri

Körfubolti | 03.11.2017
Bekkurinn var þétt setinn á Jakanum í kvöld!
Bekkurinn var þétt setinn á Jakanum í kvöld!
1 af 2

Vestri lagði Hamar að velli á Jakanum í kvöld 93-81. Leikurinn var fjörugur, hraður og skemmtilegur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Nánar

Hamarsmenn í heimsókn

Körfubolti | 02.11.2017
Vestri tekur á móti Hamri á föstudaginn.
Vestri tekur á móti Hamri á föstudaginn.

Vestri mætir Hamri í 1. deild karla hér heima á Jakanum á morgun kl. 19:15. Aðgangseyrir 1.000 kr. og hamborgarar á grillinu fyrir leik. Þetta er síðasti heimaleikurinn í bili því næsti leikur á Jakanum fer ekki fram fyrr en 1. desember.

Nánar

Þrír flokkar á körfuboltamótum um liðna helgi

Körfubolti | 01.11.2017
Tíundi flokkur stúlkna Kkd. Vestra í DHL Höll þeirra KR-inga ásamt þjálfara sínum, Yngva Páli Gunnlaugssyni.
Tíundi flokkur stúlkna Kkd. Vestra í DHL Höll þeirra KR-inga ásamt þjálfara sínum, Yngva Páli Gunnlaugssyni.
1 af 3

Líkt og undanfarnar helgar í haust var í nægu að snúast hjá yngri flokkum Kkd. Vestra um liðna helgi en alls voru þrír flokkar í keppni. Fyrsta umferð í C-riðli Íslandsmóts 7. flokks stúlkna fór fram á Torfnesi, 10. flokkur stúlkna spilaði á heimavelli KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur en drengirnir í Minnibolta 11 ára sóttu mót ÍR-inga í Breiðholtinu.

Nánar

Flottur sigur á Fjölni

Körfubolti | 28.10.2017
Sigrinum á Fjölni fagnað.
Sigrinum á Fjölni fagnað.

Jakinn er enn ósigrað heimavígi eftir sigur Vestra á Fjölni í gærkvöldi 93-74. Með sigrinum situr Vestri í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig líkt og Skallagrímur, sem vermir efsta sætið, og Breiðablik sem situr í því þriðja.

Nánar

Vestrastúlkur gestgjafar um helgina

Körfubolti | 27.10.2017
Hluti af þessum myndarlega hópi körfuboltastúlkna þreytir frumraun sína á fjölliðamóti á heimavellinum Torfnesi um helgina.
Hluti af þessum myndarlega hópi körfuboltastúlkna þreytir frumraun sína á fjölliðamóti á heimavellinum Torfnesi um helgina.

Stúlkurnar í 7. flokki Kkd. Vestra taka á móti þremur liðum í fyrstu umferð Íslandsmótsins nú um helgina og fer mótið fram á Torfnesi. Gestirnir eru Ármann, Breiðablik og ÍR. Stúlkurnar okkar hefja leik í C-riðli en alls eru riðlarnir fjórir. Í neðstu tvo raðast þau félög sem ekki áttu lið í þessum aldurshópi á síðasta leiktímabili. Þess má geta að talsvert hefur fjölgað af liðum á þessum aldri á landsvísu og er því leikið í fleiri riðlum nú en áður.

Nánar

Andre Cornelius kominn til Vestra

Körfubolti | 27.10.2017
Andre og Yngvi Páll þjálfari eftir fyrstu æfingu kappans í gærkvöldi.
Andre og Yngvi Páll þjálfari eftir fyrstu æfingu kappans í gærkvöldi.

Bandaríski bakvörðurinn Andre Cornelius er genginn til liðs við Vestra. Andre er fjölhæfur leikstjórnandi sem býr yfir miklum hraða og snerpu. Andre lenti á Íslandi í gærmorgun og kom beint vestur. Hann náði því að taka þátt í æfingu kvöldsins og er tilbúinn í slaginn annað kvöld þegar Vestri mætir Fjölni á Jakanum kl. 19:15.

Nánar

Fjölnir mætir á Jakann

Körfubolti | 26.10.2017
Yngvi Páll Gunnlaugsson og lærisveinar mæta Fjölni á morgun föstudag kl. 19:15 hér heima.
Yngvi Páll Gunnlaugsson og lærisveinar mæta Fjölni á morgun föstudag kl. 19:15 hér heima.

Á morgun föstudag mæta Fjölnismenn á Jakann í fimmtu umferð Íslandsmótsins í 1. deild. Vestri er enn ósigraður á heimavelli og þannig ætla strákarnir að hafa það áfram. Til þess þarf þó stuðning áhorfenda og góða stemmningu á Jakann.

Nánar