Fréttir - Körfubolti

Tveir heimaleikir

Körfubolti | 22.04.2021

Meistaraflokkur karla tekur á móti Skallagrími í 1. deild karla á morgun föstudag og meistaraflokkur kvenna tekur á móti Njarðvík á laugardag. Á mánudagskvöld á meistaraflokkur karla einnig heimaleik gegn Hamri.

Nánar

Vestri með tvo landsliðsmenn

Körfubolti | 21.04.2021
Friðrik Heiðar Vignisson og Alexander Leon Kristjánsson eru fyrstu landsliðsmenn Vestra í rafíþróttum.
Friðrik Heiðar Vignisson og Alexander Leon Kristjánsson eru fyrstu landsliðsmenn Vestra í rafíþróttum.

Þeir Alexander Leon Kristjánsson og Friðrik Heiðar Vignisson úr Vestra eiga sæti í fyrsta landsliði Íslands í NBA2K sem tekur þátt í FIBA ESPORT OPEN III-mótinu á föstudaginn kemur! Þetta er fyrsta rafíþróttalið KKÍ sem mætir til leiks á vegum sambandsins en þátttaka í mótinu er liður í samstarfi KKÍ og Rafíþórttasamtaka Íslands.

Nánar

Strákarnir mæta Fjölni

Körfubolti | 18.03.2021

Meistaraflokkur karla tekur á móti Fjölni í 1. deildinni, föstudaginn 19. mars, kl. 19:15. Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Aðeins 36 miðar eru í boði fyrir fullorðna, ókeypis er fyrir born í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.

 

Nánar

Meistaraflokkur kvenna mætir Fjölni B heima

Körfubolti | 17.03.2021

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Fjölni B í 1. deildinni, fimmtudaginn 18. mars, kl. 18:00. Vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður. Aðeins 36 miðar eru í boði fyrir fullorðna, ókeypis er fyrir börn, fædd 2005 og síðar, í fylgd með fullorðnum. Börnum verður aðeins hleypt inn í fylgd með fullorðnum.

Nánar

Fyrsti heimaleikur með áhorfendum!

Körfubolti | 04.03.2021

Fyrsti heimaleikur þessa tímabils með áhorfendum fer loksins fram á morgun, föstudaginn 5. mars þegar karlalið Vestra tekur á móti Breiðablik í fyrstu deilinni. Aðeins eru 60 miðar í boði á leikinn vegna sóttvarnarráðstafanna. Mikilvægt er að taka fram að börn telja í þessum fjölda.

Nánar

Flaggskipið hóf tímabilið með sigri

Körfubolti | 13.02.2021

Fyrsti leikur 3. deildar karla fór fram á Hvammstanga í dag kl 13:00 þegar heimamenn í Kormáki fengu sjálfskipað Flaggskip Vestra í heimsókn.

Nánar

KKÍ 60 ára í dag

Körfubolti | 29.01.2021
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 60 ára afmæli.
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 60 ára afmæli.

Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað þann 29. janúar árið 1961 og fagnar sambandið því 60 ára afmæli í dag. Af því tilefni ritar Hannes Jónsson, formaður, afmælispistil á vef sambandsins þar sem hann fer m.a. yfir þann mikla vöxt sem orðið hefur í íþróttinni á liðnum árum. Pistillinn fylgir hér að neðan.

Körfuknattleiksdeild Vestra sendir hugheilar afmælisóskir til stjórnar og starfsfólks KKÍ og til hreyfingarinnar allrar. Áfram íslenskur körfubolti!

Nánar

Vestrabúðum frestað um ár

Körfubolti | 26.01.2021
Mikil gleði ríkit í Körfuboltabúðum Vestra vorið 2019. Engar búðir verða haldnar í ár vegna Covid-19 og stefnan þess í stað tekin á vorið 2022.
Mikil gleði ríkit í Körfuboltabúðum Vestra vorið 2019. Engar búðir verða haldnar í ár vegna Covid-19 og stefnan þess í stað tekin á vorið 2022.

Framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að halda ekki Vestrabúðirnar í ár en koma þess í stað tvíefld til leiks með búðirnar á hefðbundnum tíma í júníbyrjun 2022.

Nánar

Fyrstu heimaleikirnir í beinni útsendingu!

Körfubolti | 14.01.2021

Eftir langa bið er körfuboltinn loksins að fara af stað á ný! Fyrstu heimaleikir Vestra fara fram nú um helgina. Strákarnir mæta Selfossi á föstudag kl. 19:15 og stelpurnar mæta Grindavík á laugardag kl. 12:15.

Nánar

Linda Marín komin heim

Körfubolti | 13.01.2021
Linda Marín í leik með KFÍ 2015. Linda kemur með mikla reynslu í ungan hóp Vestra.
Linda Marín í leik með KFÍ 2015. Linda kemur með mikla reynslu í ungan hóp Vestra.

Bakvörðurinn Linda Marín Kristjánsdóttir er gengin til liðs við Vestra. Linda er fædd árið 1999 og er alin upp innan raða forvera Vestra, Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Hún hóf meistaraflokksferilinn ung að árum með KFÍ árið 2013 en þann vetur var liðið einmitt undir stjórn Péturs Más Sigurðssonar, núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Vestra.

Nánar