Fréttir - Körfubolti

Stór körfuboltahelgi

Körfubolti | 04.02.2017
Þessar hressu stelpur í 9. flokki spila á Íslandsmótinu um helgina í Bolungarvík.
Þessar hressu stelpur í 9. flokki spila á Íslandsmótinu um helgina í Bolungarvík.

Yfirstandandi helgi er ein sú annasamasta á tímabilinu hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Alls eru fjórir flokkar að spila þessa helgi, hér heima, í Garðabæ, Selfossi og Þorlákshöfn.

Nánar

Tap gegn Fjölni

Körfubolti | 03.02.2017

Vestri mætti Fjölni fyrr í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Skemmst er frá því að segja að gestirnir fóru með sigur af hólmi 68-86. Afar góður þriðji leikhluti gestanna skar í raun út um leikinn eftir jafnan fyri hálfleik.

Nánar

Vestri tekur á móti Fjölni

Körfubolti | 02.02.2017
Meistaraflokkur Vestra 2016-2017 ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Meistaraflokkur Vestra 2016-2017 ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara. Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Baráttan hjá meistaraflokki karla í körfubolta, um sæti í úrslitakeppnini 1. deildar, heldur áfram. Föstudaginn 3. febrúar mæta Fjölnismenn í heimsókn á Jakann. Leikurinn hefst sem fyrr kl. 19:15.

Nánar

Níundi flokkur í bikarúrslit

Körfubolti | 31.01.2017
Leikmenn 9. flokks Vestra og Yngvi Gunnlaugsson þjálfari liðsins eftir frækilegan sigur á Fjölni í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ.
Leikmenn 9. flokks Vestra og Yngvi Gunnlaugsson þjálfari liðsins eftir frækilegan sigur á Fjölni í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ.

Strákarnir í 9. flokki Vestra í körfubolta gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fjölni í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ. Strákarnir munu því leika til úrslita um bikarmeistaratitilinn aðra helgina í febrúar.

Nánar

Fjölmennt og vel heppnað Hamraborgarmót

Körfubolti | 24.01.2017
Yngri hópurinn af kátum körfuboltakrökkum sem tók virkilega á því á Hamraborgarmótinu undir vaskri stjórn meistaraflokksmanna.
Yngri hópurinn af kátum körfuboltakrökkum sem tók virkilega á því á Hamraborgarmótinu undir vaskri stjórn meistaraflokksmanna.
1 af 2

Hátt í 80 krakkar í 1.-6. bekk létu ljós sitt skína á fyrsta Hamraborgarmótinu sem Kkd. Vestri stóð fyrir á Torfnesi í gær. Mótið var boðsmót meistaraflokks karla og Hamraborgar en meistaraflokkur sá um allt skipulag undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar yfirþjálfara og gerðu það með stakri prýði.

Nánar

Góður sigur á Ármanni

Körfubolti | 20.01.2017
Nebojsa var stigahæstur í liði Vestra í kvöld með 22 stig.
Nebojsa var stigahæstur í liði Vestra í kvöld með 22 stig.

Í kvöld lögðu Vestramenn Ármenninga í 1. deild karla í körfubolta með 98 stigum gegn 81. Með þessum fjórða sigri í röð komst Vestri upp í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Hamar sem situr í fimmta sætinu vegna betri stöðu í innbyrðist leikjum.

Nánar

Hamraborgarmótið 2017

Körfubolti | 19.01.2017
Allir krakkar í 1.-6. bekk eru velkomnir á Hamraborgarmótið 2017.
Allir krakkar í 1.-6. bekk eru velkomnir á Hamraborgarmótið 2017.

Meistaraflokkur kkd. Vestra karla og Hamraborg sameina krafta sína í stórskemmtilegu minniboltamóti á Torfnesi á mánudaginn kemur, 23. janúar. Mótið hefur hlotið heitið Hamraborgarmótið 2017 og er vonandi komið til að vera í fjölbreyttri vetrardagsrká kkd. Vestra.

Nánar

Vestri mætir Ármanni

Körfubolti | 18.01.2017
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Ármenningum í fyrsta leik liðsins eftir jólahlé hér heima á Jakanum, Torfnesi. Leikurinn fer fram föstudaginn 20. janúar og hefst kl. 19:15

Nánar

Jóhann Jakob kominn heim

Körfubolti | 12.01.2017
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Jóhann Jakob.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Jóhann Jakob.

Miðherjinn Jóhann Jakob Friðriksson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik og mun leika með liðinu út tímabilið. Jóhann Jakob er uppalinn innan raða KFÍ og hefur leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin ár.

Nánar

Komnir í undanúrslit í bikarnum í körfu

Körfubolti | 09.01.2017
Sigursælir 9. flokksstrákar með Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara sínum. Ljósmynd: Guðjón Þorsteinsson.
Sigursælir 9. flokksstrákar með Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara sínum. Ljósmynd: Guðjón Þorsteinsson.

Vestri mun eiga fulltrúa í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarkeppni KKÍ en drengirnir í 9. flokki Kkd. Vestra tók á móti Breiðabliki í leik sem fram fór síðastliðinn laugardag og unnu öruggan sigur 82-39.

Nánar