Fréttir - Körfubolti

Flaggskipið skellti Pance Ilievski og lærisveinum í ÍR

Körfubolti | 17.03.2019
Lið Vestra í leiknum. Mynd: Guðjón Már Þorsteinsson
Lið Vestra í leiknum. Mynd: Guðjón Már Þorsteinsson
1 af 2

Flaggskip Vestra vann sinn annan sigur í röð er það lagði Pance Ilievski og lærisveina hans í ÍR-b í 3. deild karla í dag.

Nánar

Gréta í U15 landsliðið

Körfubolti | 16.03.2019
Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019.
Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019.

Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Vestra, hefur verið valin í U15 kvennalandslið Íslands í körfuknattleik. Alls urðu 18 stúlkur fyrir valinu en íslensku stúlkurnar keppa í tveimur níu manna liðum á Copenhagen Invitational mótinu, sem fram fer í Danmörku dagana 20.-23. júní n.k. Drengir keppa einnig í tveimur níu manna liðum en Vestri á ekki fulltrúa í þeim hópi í ár.

Nánar

Orkubúið styður vel við körfuna

Körfubolti | 11.03.2019
Ingólfur Þorleifsson (t.v.), formaður stjórnar Kkd. Vestra, og Elías Jónatansson (t.h), orkubússtjóri, endurnýjuðu samstarfið fyrir leik meistaraflokks karla Vestra gegn Hamar í íþróttahúsinu á Torfnesi s.l. föstudagskvöld.
Ingólfur Þorleifsson (t.v.), formaður stjórnar Kkd. Vestra, og Elías Jónatansson (t.h), orkubússtjóri, endurnýjuðu samstarfið fyrir leik meistaraflokks karla Vestra gegn Hamar í íþróttahúsinu á Torfnesi s.l. föstudagskvöld.

Orkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um stuðning OV við starf deildarinnar, jafnt í yngri flokkum sem í meistaraflokki. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, og Ingólfur Þorleifsson, formaður stjórnar Kkd. Vestra, undirrituðu samninginn fyrir heimaleik meistaraflokks karla Vestra og Hamars, sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi síðastliðið föstudagskvöld.

Nánar

Flaggskipið lokaði á Grundfirðinga í seinni hálfleik

Körfubolti | 10.03.2019
B-lið Vestra frá því fyrr í vetur.
B-lið Vestra frá því fyrr í vetur.

Flaggskipið, B-lið meistaraflokks karla, mætti liði Grundarfjarðar í 3. deild karla í gær í Bolungarvík.

Nánar

Stór körfuboltahelgi í Bolungarvík, Ísafirði og Þingeyri

Körfubolti | 09.03.2019
Skemmtileg stund í upphafi leiksins gegn Hamri þegar krakkar í 3.-4. bekk fylgdu leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn.
Skemmtileg stund í upphafi leiksins gegn Hamri þegar krakkar í 3.-4. bekk fylgdu leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn.

Það er mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Í dag kl. 11:00 mætast drengjaflokkar Vestra og Keflavíkur á Torfnesi. Á Þingeyri hefst svo fjölliðamót í C-riðli hjá 9. flokki drengja þar sem Vestra strákar mæta Grindavík, ÍA og Þór Akureyri. Klukkan 18:00 mætir Flaggskipið, B-lið Vestra svo Grundfirðingum í 3. deild karla. Á sunnudag mætir svo stúlknaflokkur Vestra Haukum í Bolungarvík kl. 16:00.

Nánar

Síðasti heimaleikurinn fyrir úrslitakeppni

Körfubolti | 07.03.2019
Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði á föstudaginn í síðasta heimaleiknum fyrir úrslitakeppnina.
Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði á föstudaginn í síðasta heimaleiknum fyrir úrslitakeppnina.

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í síðasta heimaleik liðsins fyrir úrslitakeppnina á morgun föstudaginn 8. mars. Liðin tvö hafa bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en eru enn í harðri baráttu um heimavallaréttinn í undanúrslitum.

Nánar

Vestri fjölmennir á Nettómótið

Körfubolti | 01.03.2019
Þessi fjörugi Vestrahópur var með meðal þeirra sem tóku þátt í Nettómótinu 2018. Myndin er tekin í íþróttahúsinu á Torfnesi en verðlaunaafhending fyrir Vestrabörnin fer venjulega fram hér heima þar sem ekki gefst tími til að bíða fram á sunnudagseftirmiðdag mótsins með heimferð.
Þessi fjörugi Vestrahópur var með meðal þeirra sem tóku þátt í Nettómótinu 2018. Myndin er tekin í íþróttahúsinu á Torfnesi en verðlaunaafhending fyrir Vestrabörnin fer venjulega fram hér heima þar sem ekki gefst tími til að bíða fram á sunnudagseftirmiðdag mótsins með heimferð.

Tæplega 50 ungir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra eru á leið á Nettómótið stóra í Reykjanesbæ sem fram fer um helgina. Mótið er ætlað börnum í 1.-5. bekk og er nú haldið í 29. sinn.

Nánar

Vestri - Fjölnir á mánudag

Körfubolti | 09.02.2019
Strákarnir stefna á sigur á mánudaginn!
Strákarnir stefna á sigur á mánudaginn!

Leik Vestra og Fjölnis sem fram átti að fara á föstudag hefur verið frestað til mánudagsins 11. febrúar kl. 19:15. Allir á Jakann!

Nánar

Vestri mætir Fjölni á Jakanum

Körfubolti | 07.02.2019
Fyllum stúkuna á föstudag! Áfram Vestri!
Fyllum stúkuna á föstudag! Áfram Vestri!

Vestri tekur á móti Fjölni á Jakanum, föstudaginn 8. febrúar kl. 19:15. Bæði lið eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar. Fjölnir er í öðru sæti með 22 stig en Vestri í því fjórða með 18 stig. Þetta er því mikilvægur leikur sem gæti haft áhrif á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. 

Nánar

Fjórir fulltrúar Vestra í lokaæfingahópum U16 og U18 landsliða

Körfubolti | 02.02.2019
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik hafa verið valin í loka æfingahópa U16 og U18 landsliða Íslands.
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik hafa verið valin í loka æfingahópa U16 og U18 landsliða Íslands.

Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna hafa valið 16 manna æfingahópa fyrir sumarið 2019. Vestri á fjóra fulltrúa í hópunum, Friðrik Heiðar Vignisson og Helenu Haraldsdóttur í U16 og bræðurna Hilmi og Huga Hallgrímssyni í U18.

Nánar