Fréttir

Gullmót KR - Ferðatilhögun

Sund | 10.02.2010 Jæja þá er allt að komast á hreint varðandi mótið.

Mæting er á samkaupsplaninu á milli 07:00 og 07:15 lagt verður af stað kl 07:30
Áætlað er að borða hádegismat í Búðardal, en krakkarnir þurfa að hafa með sér nesti í rútuna. Í þessari ferð Vestra sem og öðrum gildir nammi- og gosbann og biðjum við foreldra að velja nesti með tilliti til þess.

Gist verður í Laugalækjaskóla og þurfa krakkarnir að hafa með sér dýnu og svefnpoka/sæng. Einnig allan almennan búnað sem tilheyrir sundinu.

Fararstjórar í ferðinni eru Guðbjörg Drengs mamma Karlottu og Guðrún mamma Emblu.

Heimferð er áætluð að loknu móti á sunnudag og munu krakkarnir borða kvöldmat í Borganesi.
Búið er að biðja um frí fyrir krakkana í skólanum á föstudaginn og einnig í fyrstu tveimur tímunum á mánudaginn.

Kostnaður við ferðina er 14.000kr en þeir sem búnir voru að borga staðfestingargjald borga 9.000kr
Hægt er að leggja inn á:

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399


Ég minni á kr síðuna til frekari upplýsinga varðandi mótið s.s. dagskrá, matseðla, super-challenge o.fl.
http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/

Að lokum segjum við megi öllum ganga sem best, góða skemmtun og góða ferð.
Deila