Fréttir

Gullmót KR 2012

Sund | 08.02.2012
Sæl Öll

Þá eru línur farnar að skýrast varðandi Gullmót KR.

Farið verður með flugvél, mæting á flugvöllinn kl.13:35 á föstudag, og brottför úr Reykjavík kl. 15:45 á sunnudag.


Krakkarnir þurfa að hafa með sér svefnpoka/sæng og lak, það verður gist í Laugalækjaskóla sem er í göngufæri við Laugardalslaugina.
3-4 handklæði
Sundföt, sundgleraugu, sundhettu og vatnsbrúsa á bakkann.
Bakkaföt, stuttbuxur, bol og innskó (þetta er innilaug og getur orðið ansi heitt á bakkanum)
Auka föt.
Tannbursta og aðrar nauðsynlegar hreinlætisvörur
Ekki gleyma Hsv-gallanum í flugið og góða skapinu.
Öll rafmagnastæki eins og i-pod, farsíma og tölvur  hafa krakkarnir með sér á eigin ábyrgð.
 
Við minnum á að allar ferðir á vegum Vestra er gos- og nammilausar.
Hins vegar reynum við að ljúka góðri ferð á því að fá okkur ís einhversstaðar  og er það í boði Vestra.

Fararstjórar í ferðinni verða:
Jón Arnar Gestsson  s. 8997171 ( pabbi Laufeyjar Huldu)
Sigurbjörg Benediktsdóttir s.8490121  ( mamma Rakelar Ýrar)
Þjálfarar í ferðinni eru Martin og Gunna

Kostnaður ferðarinnar greiðist inn á

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

og senda kvittun á mimir@internet.is 

  

Ég vil  benda á síðu mótsins  http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/gullmot_kr_2012 , þar er hægt að skoða allt um mótið.
Góða ferð og skemmtun.
Kv. Stjórn Vestra
Guðbjörg Drengsdóttir Guðbjörg Drengsdóttir | þriðjudagurinn 22. nóvember 2011

Kökulína

Sæl öll

Þá er það kökulínan okkar, bækurnar verða afhentar á æfingu  í dag þri. þeir sem ætla á fjölnismót klári að selja á fimmtudagskvöld.
Foreldrar eru beðnir að baka köku fyrir börnin sín og skila í sundhöll ásamt bókum kl 11:45 á sunnudag, dregið verður kl.12  og vinningum keyrt út í framhaldi af því.
Eins og fyrr kostar línan 500 kr.
Gangi okkur vel.
kv. Ragna og Rannveig
Fyrri síða
1
234567293031Næsta síða
Síða 1 af 31
Eldri færslur

Fréttir

Vefir aðildarfélaga HSV

Deila