Handbækur

Ferðareglur

Í öllum ferðum er algjört nammibann.

Sundmenn fara eftir tilmælum farastjóra í öllu.

Allir eiga að vera í Vestrabúning (ef til er).

Ávalt skal ganga vel um þá staði sem við gistum á hver og einn ber ábyrgð á því sem þau eru með og sér um að henda rusli.

Búnaður:

  • Svefnpoka og dýnur ( þegar við á).
  • Sundföt, sundgleraugu, sundhettur og handklæði.
  • Inniskó og bakkaföt (gott er að hafa eitthvað létt til að fara í á bakkanum á milli sunda).
  • Ef um mót í útilaug er að ræða,  þarf að passa að hafa hlý föt til að fara í á milli sunda.
  • Tannbursta, tannkrem og annað sem þarf til að halda sér hreinum.
  • Aukaföt.

Reyna skal að takmarka farangur eins og hægt er sérstaklega þeger verið er að fara með rútum og þörf er að fara með dýnur með sér.