Fréttir - Sund

Myndir frá Guðlaugssundi komnar inn.

Sund | 13.10.2009 Síðasta Laugardag fór fram svokallað Guðlaugssund. En það sund er þreytt til heiðurs Guðlaugi frá Vestmannaeyjun sem vann það afrek að synda rétt tæpa 6km í land þegar bátur hans fórst rétt fyrir utan Vestmannaeyjar.

Sundið hefur verið þreytt í þó-nokkur ár en er þetta í fyrsta sinn sem það er gert hér á Ísafirði. Í ár voru fjórir þátttakendur og er skemst frá því að segja að þeir stóðu sig allir með stakri prýði og þeirra framtak til eftirbreytni fyrir aðra sundmenn og áhugafólk um íþróttina.

Við hjá Vestra munum að sjálfsögðu snúa aftur til leiks að ári og bjóðum þá upp á liðakeppni þannig að allir ættu að geta tekið þátt. Við hvetjum því og skorum á alla sem áhuga hafa að hefja andlegan og líkamlegan undirbúning ekki seinna en strax og setja sér markmið fyrir þátttöku að ári liðnu.

Myndir frá sundinu á Laugardaginn eru nú komnar inn undir mynda-hlekknum hér til hliðar. Njótið vel!

Nánar

Dósasöfnun

Sund | 11.10.2009 Þá er komið að annari dósasöfnun vetrarins, hún verður næstkomandi þriðjudag kl 1830.
Við hittumst að venju upp við Íshúsfélag og vonumst til að sjá sem flesta.
Þeir krakkar sem eru á æfingu á þessum tíma geta komið eftir hana.
Nánar

Úrslit úr Guðlaugssundi og 2. ný Íslandsmet

Sund | 10.10.2009 Guðlaugssundið gekk vel og syntu 3. undir gamla metinu sem var 1:51:46. Nánar

Laugar

Sund | 09.10.2009 Nú þegar styttist í Laugaferð þurfum við að fá upplýsingar um þátttakendafjölda því að skipulagning miðast út frá þeim fjölda sem fer í ferðina. Þeir sem ætla að fara eru vinsamlegast beðnir um að láta þjálfara vita sem fyrst.
Og svo minnum við á fundinn á Mánudaginn kl 1930 í Skólagötunni þar sem farið verður yfir ýmis mál er snerta ferðina. Nánar

Æfingabúðir að Laugum

Sund | 07.10.2009 Sæl öll

Nú fer að líða að æfingaferð 10-14. ára barna að Laugum í Sælingsdal. Með í för verða Breiðablik, Grindavík og Borgarnes.
Við munum fara á föstudeginum 16. okt og koma til baka á sunnudeginum 18. okt. Enn vantar okkur fararstjóra og þeir sem hafa áhuga hafið samband við Þuríði í síma 894-4211.
Undanfarin ár hefur Breiðablik verið með yfirkokk á sínum snærum og fararstjórar úr öðrum félögum hafa lagt kokknum lið í eldhúsinu eftir því sem við á. Nú bregður hins vegar svo við að kokkurinn þeirra kemst ekki með í þetta sinn, því leitum við eftir yfirkokk úr okkar hópi. Þannig að ef einhver hefur brennandi áhuga á slíku starfi getur sá hinn sami haft samband einnig við Þuríði, ekki væri verra ef viðkomandi hefði einhverja reynslu af slíkum störfum.

Fundur verður haldinn með foreldrum þeirra barna sem ætla sér að fara í ferðina næstkomandi Mánudag kl 1930 í Skólagötunni. Þar verður farið yfir ferðatilhögun og helstu mál sem snerta ferðina.
Vonumst til að sjá sem flesta. Nánar

Foreldraráð

Sund | 01.10.2009 Á síðasta félagsfundi voru kynntar hugmyndir að svokölluðu foreldraráði og voru jafnframt foreldrar úr hverjum flokki sem buðu fram krafta sína til að starfa í ráðinu. Starf og hlutverk foreldraráðs er ekki að fullu mótað en hugmyndir eru uppi um að ráðið taki að sér fjáraflanir félagsins, búningamál o.fl.
Hér til hliðar á síðunni er kominn hlekkur sem tilheyrir foreldraráði og ýmsar upplýsingar er það varðar.
Öllum er frjálst að koma með hugmyndir að starfi ráðsins. Nánar

Stjórn Foreldraráðs

Sund | 01.10.2009

Nánar

Dagskrá Vetrarins

Sund | 30.09.2009 Ég vil benda á að dagskrá vetrarins er komin inn undir ,,Dagskrá" hér til hliðar. Nánar

Æfingabúðir að Laugum

Sund | 30.09.2009 Nú fer að styttast í að farið verði í æfingabúðir að Laugum í Sælingsdal en þær verða 16-18. október.
Vestri hefur farið í slíkar ferðir nokkrum sinnum áður og hafa þær gefist mjög vel.
Við munum æfa með félögum okkar úr Grindavík og Breiðablik og því er þetta spennandi og skemmtilegur kostur fyrir krakkana þar sem að þau kynnast öðrum sundkrökkum og þjálfurum.
Ferðin er ætluð fyrir 10-14. ára börn, en ákveðið hefur verið að þau börn sem eldri eru og hafa áhuga á að fara með, eru velkomin.

Við munum halda fund í næstu viku til að kynna ferðina nánar.
Við auglýsum hér með eftir fararstjórum í ferðina, hversu marga við þurfum er ekki komið á hreint en það veltur á fjölda barna sem fara. Áhugasamir geta haft samband við Þuríði á netfangið turidurkatrin@hotmail.com Nánar

Vestfjarðamót

Sund | 18.09.2009 Nokkrir punktar fyrir foreldra varðandi Vestfjarðamótið Nánar