Fréttir - Sund

Dagatöl, útikert o.fl.

Sund | 05.01.2010 Gleðilegt nýtt ár kæru Vestrapúkar og takk fyrir gott samstarf á liðnu ári.

Nú er komið að því að skila af sér fjáröflunum sem krakkarnir fengu fyrir jólin, það er sala á útikertum og dagatölum. Hægt er að koma peningum og ef eihver afgangur hefur orðið, til Rögnu (8655710) eða Þuríðar (8944211).

Svo vil ég minna á að nú styttist í RVK international sem verður 15-17. janúar og eru það Gull hópur og einhverjir úr bláum sem fara á það mót.
Við óskum að sjálfsögðu eftir fararstjóra á mótið. Undanfarið hefur reynst afar erfitt að fá fararstjóra í ferðir á vegum Vestra og hafa þeir verið að koma inn á síðustu stundu. Þetta gerir alla skipulagningu mjög erfiða og hefur sú niðurstaða verið rædd innan stjórnar Vestra að hún hafi ekki aðra kosti en þá að fella niður ferðir komi slíkt mál upp á ný. Með von um góða samvinnu við foreldra verður vonandi hægt að komast hjá þessu.

Annars hefjast æfingar að nýju hjá öllum hópum í dag og gaman verður að sjá líf færast yfir laugina á ný með hressum Vestra-púkum.

Kveðja
Stjórn Vestra. Nánar

Gleðileg Jól

Sund | 24.12.2009 Stjórn og þjálfarar Vestra vilja senda öllum Vestra-púkum nær og fjær innilegar jólakveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu. Vonandi hafa allir það sem allra allra best og njóta þess að vera í fríi og borða á sig gat.

Jólasundkveðjur til ykkar allra. Nánar

Dósasöfnun 28.des

Sund | 23.12.2009 Við minnum á dósasöfnunina sem verður mánudaginn 28. desember kl 16:30. Vegna óviðráðanlegra orsaka ætlum við að vera í Íshúsinu í þetta skiptið. En ætlunin er að vera í framtíðinni í húsi Hvestu.

Vonandi sjá sér allir fært um að mæta og taka þátt.

Hlökkum til að sjá ykkur. Nánar

Æfingar um jólahátíðina

Sund | 15.12.2009 Æfingar hjá Gullhóp um jólahátíðina Nánar

Dagatöl og útikerti

Sund | 14.12.2009 Enn er eitthvað eftir af dagatölum og útikertum sem á eftir að selja.

Við munum dreifa því sem eftir er á krakkana og er ætlunin að þau selji sinn hluta.
Á sundæfingu á morgun, þriðjudag fá krakkarnir í Silfri afhent dagatöl sem þau eiga að selja.
Einnig á æfingu á morgun fá krakkarnir í Gulli afhent útikerti sem að þau eiga að selja.

Ég verð s.s. í sundhöllinni á morgun á æfingatíma hjá þessum tveimur hópum og afhendi þeim varninginn.

Á miðvikudag mun Ragna vera í lauginni á æfingatíma og afhenda Bláum sín dagatöl til sölu.

Vonandi gengur öllum vel að selja. Nánar

Jólasundmót og litlu jól Vestra

Sund | 14.12.2009
Jæja kæru Vestrapúkar

Þá er komið að árlegu jólamóti Vestra. Við ætlum að hafa það
með breyttu sniði í ár og slá til veilsu í lok móts.

Mótið verður fimmtudaginn 17. desember og hefst með sýningu
hjá E-liðs púkum kl:1530 og í kjölfarið verður D-lið með sýningu
kl:1600. Að sýningu lokinni eða kl:1630 verður upphitun fyrir
Gull-, Silfur-, Bláa- og C-liðs púka og hefst skemmtimótið sjálft kl: 1700
Við viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta á bakkanum til að
fylgjast með og hvetja krakkana.

Þegar öllum herlegheitunum er lokið munum við
þramma í félagsmiðstöðina og eiga saman góða stund og
hlusta á jólalög, drekka kakó og gæða okkur á einhverjum veitingum.
Vestri mun leggja til heitt kakó og rjóma en okkur langar til
að biðja hvert barn um að koma með eitthvað á sameiginlegt
kökuborð. Það þarf ekki að vera neitt stórfenglegt - smákökur,
skúffukaka eða eitthvað slíkt því að aðalatriðið er að hittast, vera
saman og njóta félagsskaps hvors annars svona áður en að
við förum í jólafríið.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskapi

Kveðja
Vestri

Nánar

Fréttir af sundfólkinu okkar

Sund | 08.12.2009 Alltaf er gaman að fylgjast með sundfólkinu okkar og hvað þeim gengur vel.
Set hér inn frétt af bb.is af þríþrautarfólki

Rakel og Guðmundur sigruðu í inniþríþraut
Rakel Þorbjörnsdóttir og Guðmundur Elí Þórðarson sigruðu í inniþríþraut sem haldin var á vegum íþróttahópsins Þrír-Vest og líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan um helgina. Þátttakendur voru á aldrinum 13-18 ára og mættu sex til leiks. Syntir voru 400 metrar í Sundhöll Ísafjarðar og síðan hjólaðir 10 km á þrekhjólum í Stúdíó Dan. Strax að því loknu varfarið beint á hlaupabrettið þar sem hlaupnir voru 2,5 km. Töluverður fjöldi fólks koma og fylgdist með keppninni sem þótti heppnast afar vel. Stefnan er að halda aðra keppni í mars eða apríl og gera hana stærri og mun meira áberandi að sögn Benedikts Sigurðssonar, skipuleggjenda keppninnar. „Við viljum sérstaklega þakka Stúdíó Dan fyrir samvinnuna og vinninga og Egils fyrir drykki fyrir keppendur," segir Benedikt. Úrslit þrautarinnar er að finna á vef Vasa2000 hópsins.

tekið af bb.is Nánar

Dósasöfnun

Sund | 06.12.2009 Næstkomandi þriðjudag ætlum við að reyna aftur við dósasöfnunina.
Fella þurfti dósasöfnunina niður sl. fimmtudag vegna slakrar mætingar.
Við viljum því hvetja alla til að mæta næsta þriðjudag kl 1800 í húsi Hvestu sem er beint á móti ríkinu.
Vilum við benda á að þetta er fjáröflun fyrir alla hópa.

Hlakka til að sjá sem flesta :) Nánar

Torgsala

Sund | 03.12.2009 Á Laugardaginn mun Vestri vera með borð á torgsölunni hjá tónlistarskólanum. Þar ætlum við að vera með fjárölfun og selja kerti og tvennskonar dagatöl.
Við ætlum að hafa þann háttinn á að skipta krökkum ú Gulli, bláum og silfri niður og munu verða sex manna hópar hálftíma í senn. Listinn er hér að neðan og ef einhver þarf að skipta um tíma þá eruð þið beðin um að gera það innbyrðis.
Við ætlum að fara þessa leið svo og þar með að reyna að sleppa við að ganga í hús og selja.

Á listanum hér að neðan kemur fram nafn barnanna og sá tími sem þau eiga að vera við sölu.
Vonandi mætum við öll sem best.

Kl 1330-14
Dagbjartur
Rakel Þorbjörns
Guðmundur Elí
Elísabet Finnbjörns
Anna María Rannveig

Kl 14-1430
Þórir
Karlotta
Ingunn Rós
Guðrún Ósk
Herdís
Aron Ottó

Kl 1430-15
María
Sigþór
Hákon
Særún Telma
Hafdís
Daníel

Kl 15-1530
Ástrós
Mikolaj
Ívar Tumi
Elena Dís
Bjarni Pétur
Embla Laufey

Kl 1530-16
Brynjar
Ágústa
Emma Rúnars
Jóhanna Jóhanns
Gyða Kolbrún
Telma Rut

Kl 16-1630
Andrea
Guðný Birna
Pétur Ernir
Hreinn Róbert
Martha
Svanhildur

Kl 1630-17
Rakel Ýr
Maxi
Natalía Ösp
Aníta Björk
Lena
Laufey Hulda


Gott væri ef foreldrar væru eitthvað til taks með sínum börnum.
Vonumst til að sjá ykkur öll.

Minnum svo á að Dósasöfnunin sem vera átti í kvöld en var felld niður vegna dræmrar þátttöku verður næstkomandi þriðjudag í Hvestu kl 18, hvetjum alla til að mæta. Nánar

Dósasöfnun

Sund | 01.12.2009 Ég minni á dósasöfnunina sem verður á fimmtudaginn kl 1800 og ætlum við að vera í Hvestu að þessu sinni.
Allir hópar eru hvattir til að mæta, þeim fleiri því betra.

Hlakka til að sjá sem flesta Nánar