Fréttir - Sund

Spurningakönnun send út

Sund | 01.02.2015

Nú hefur veri send út spurningakönnun fyrir foreldra og forráðamenn. Þeir sem ekki hafa fengið hana senda í tölvupósti eða á Facebook síðu Vestra geta óskað eftir henni hjá mér (palljanus87@gmail.com).

Ég vill ítreka að það má einungis skila inn einni svörun fyrir hvern Vestrapúka, séu fleiri en einn slíkur á heimilinu má (en þarf ekki) svara könnuninni oftar.
Svör þurfa að berast fyrir 7. febrúar en þá verður lokað fyrir könnunina.

Með kveðju,
Páll Janus Þórðarson

Nánar

Sprettsundsmótið að bresta á!

Sund | 28.01.2015 Nú fer að koma að innanfélags-Sprettsundsmóti Vestra sem verður föstudaginn 30. janúar n.k. Við viljum bjóða gesti og gangandi hjartanlega velkomna að kíkja á okkar fremsta sundfólk spreyta sig. Upphitun fyrir mótið hefst stundvíslega klukkan 15:00 og hefst mótið sjálft um 15:35.
Einnig vill ég minna alla á að láta fréttir af fyrstu vinavikunni okkar berast en hún hefst 1.febrúar og mega þá allir iðkenndur sundfélagsins Vestra bjóða með sér vinum á æfingar.
Vonast ég til að sjá sem flesta bæði á Sprettsundsmótinu og í vinavikunni.

Kær sundkveðja,
Páll Janus Þórðarson
Yfirþjálfari Nánar

Fundargerð foreldrafundar frá 15.01.2015

Sund | 21.01.2015 Fundargerð frá forledrafundinum sem haldinn var í kjallara Sundhallarinnar þann 15.01.2015. Nánar

Sprettsundsmót föstudaginn 30. janúar

Sund | 21.01.2015

Nú er komið að fyrsta móti ársins 2015 og verður það haldið í Sundhöllinni á Ísafirði. 
Mótið verður haldið á æfingartíma og hefst upphitun á slaginu 15:00. Mótið sjálf fer í gang um 15:40 og er áætlað að því verði lokið kl.17:00.

Þetta er innanfélagsmót í stuttum greinum þar sem syntar verða greinarar:

100m Skriðsund
100m Bringusund
100m Baksund
100m Flugsund
66m Fjórsund
50m Skriðsund
50m Baksund
50m Bringusund
50m Flugsund

Þetta mót gefur ungum sundmönnum og konum dýrmæta reynslu og því vonumst við til að sjá sem flesta í lauginni og enn fleiri á bakkanum.
Frekari upplýsinga er að vænta í vikulok.

Kveðja,
Páll Janus Þórðarson

Nánar

Fararstjórar fyrir Gullmót KR!

Sund | 21.01.2015

Sæl öll.


Nú þurfum við að smala saman farastjórum sem vilja fá þann mikla heiður að fylgja Vestrapúkunum okkar á Gullmót KR.

Um er að ræða eitt af skemmtilegustu mótum vetrarins þar sem að Sunddeild KR leggur sig alla fram við að gera mótið sem veglegast. Á Gullmótinu er hin geisivinsæla keppni KR Superchallange ásamt kvöldvöku.

Mótið fer fram í hinni glæstu Laugardalslaug og verður gist í Laugarlækjaskóla sem er ekki nema spölkorn frá keppnislauginni.
Mótið fer fram helgina 13. - 15. febrúar og eru aðeins örfá fararstjórasæti í boði, fyrstir koma fyrstir fá! Þeir sem vilja ekki láta þessa skemmtun framhjá sér fara eru beðnir að hafa samband sem fyrst og staðfesta þátttöku sína sem farastjóra á Gullmótið annað hvort til mín, Páls Janusar, eða til Pom.
Nánar

Unglingamót Fjölnis lokið

Sund | 01.12.2014
Unglingamót Fjölnis fór fram í Laugardalnum um helgina. 
Mótið var haldið í Laugardalslaug og alls tóku rúmlega 300 sundmenn 14 ára og yngri þátt í mótinu frá þrettán félögum og þar á meðal voru 15 krakkar úr sundfélaginu Vestra.  
Vestrapúkarnir stóðu sig frábærlega, flestir bættu tímana sína og fyrir marga var þetta fyrsta stóra mótið sem þeir tóku þátt og gátu keppt við bestu liðin víðs vegar af landinu.
Hjá sunfélaginu Vestra var Mikolaj Ólafur Frach í 1. sæti í 100 m. bringusundi og  3. sæti í 200 m. bringusundi. Einnig náði boðsundsveitin Vestra frábærum árangri þar sem þeir lentu í 4. sæti af 18 sveitum en þau voru aðeins 3 sekúndur frá bronsinu. Sveitina skipuðu Katla María Sæmundsdóttir, Linda Rós Hannesdóttir, Guðmundur Elías Helgason og Nikodem Júlíus Frach.
Hópurinn ætlaði að halda heim á leið  síðdegis á sunnudag en þar sem stormurinn skall á þá þurfti að fresta ferðinni þangað til að veðrið lagaðist á mánudaginn og komu þá allir heim þreyttir og kátir eftir helgina.
Nánar

Þrif í Vallarhúsi 2014

Sund | 05.11.2014

Sæl öll sömul !

Þrif í Vallarhúsi. Hverri fjölskyldu Vestrapúka er úthlutað einni viku. Skila þarf hreinu á laugardegi eða sunnudegi.

Nálgast skal lykla að Vallarhúsinu í Íþróttahúsinu á Torfnesi og skila þangað aftur eftir þrif. ( þetta er lyklakippa með lyklum að útihurð og að fleiri herbergjum sem þarf að opna)

 

Þurrka skal úr gluggum á efri hæð.

Ryksuga efri hæð og niður stiga.

Skúra skal gólfdúk uppi.

Tæma rusl.

Ryksuga og fleira er geymt í herbergi sem er beint á móti þegar komið er inn í Vallarhúsið.

Muna að læsa öllu og skila lyklum og óhreinum tuskum í Íþróttahúsið á Torfnesi.

 

Hér er svo vikuplanið fyrir þrifin, ef vikan sem ykkur er úthlutað hentar ekki getið þið skipt innbyrðis eða haft samband við Ingunni eða Pom, eins ef þið hafið  einhverjar spurningar.

Gott er að senda sms eða tölvupóst þegar þrifum er lokið.

Það tekur um 45 mínútur að þrífa þetta. Gangi ykkur vel J

 

Bestu kveðjur Ingunn 896 2846 gingunn@simnet.is

                       Pom   899 0795 pom@snerpa.is

3-9. nóv                
Arndís Magnúsdóttir
maggiogruna@simnet.is 
4563076 ; 8976743

     
10-16. nóv

Mikolaj Ólafur Frach
krak@simnet.is
4564526 ; 8940141

     
17-23. nóv

Gabríela Kurpiewska
kamilak@simnet.is ; gisli1437@hotmail.com
7738846 ; 7742608


24-30. nóv
Linda Rós Hannesdóttir
hannes@simaverid.is ; hagu@centum.is
4564208 ; 4564206

      
1-7. des

Nikola Chylinska
hili@onet.pl                       

      
8-14. des
Sara Kristín Gunnsteinsdóttir
marem67@hotmail.com

5-21 des
Davíð Morden Ólafsson 
marisj@simnet.is
4564064 ; 8480512


             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
Nánar

Unglingamót Fjölnis

Sund | 05.11.2014
Þann 29-30. Nóvember verður Ungingamót Fjölnis sem verður í Laugardalslaug. Þetta er fræbært mót og er fyrir börn 14 ár og yngri og er líka mjög gott byrjunarmót fyrir þau sem eru að fara í fyrsta skiptið.

Auðvitað vantar farastjórna og það væri gott ef við gætum skiptst á svo að þetta myndi ekki lenda alltaf á sömu foreldrum,annars verður ekki farið og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem við höfum sleppt því að fara á sundmót sem yrði mög leitt krakkanna vegna
                                                                                                                                          
Nánar

Yfirþjálfari óskast hjá Sundfélagi Vestra.

Sund | 22.06.2014

Sundfélagið Vestri. Ísafirði óskar eftir að ráða nýjan yfirsundþjálfara til starfa.
Um er að ræða kennslu og yfirumsjón með þjálfun á vegum félagsins.
 Viðkomandi verður að geta unnið með börnum og unglingum og verið þeim góð fyrirmynd.

 

Stundaskrá næsta vetrar:

-          Sundskóli HSV, 1. – 4. bekkur (6-10 ára) alla virka daga.

-          Sundfélag Vestra, 13 – 18 ára. 8 sinnum í viku.

Umsókn sendist til formanns Sundfélagsins Vestra á netfangið pom@snerpa.is eða í síma 8990795

Stjórn Vestra


Nánar

Aðalfundur og ný stjórn

Sund | 11.06.2014 Aðalfundur Vestra var haldinn mánudaginn 9. júní. Ágætlega var mætt á fundinn.
Svala Sif Sigurgeirsdóttir hætti í stjórn og sem þjálfari og mun Vestri auglýsa eftir þjálfara á næstu vikum.
Venjuleg aðalfundarstörf og svo var ný stjórn kjörin.

Formaður Pálína S Björnsson
Ritari G Ingunn Kristjánsdóttir
Gjaldkeri Gyða Björg Jónsdóttir
Meðstjórnandi Randí Guðmundsdóttir
Meðstjórnandi Lilja Debóra Ólafsdóttir


Nánar