Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2025 verður haldinn mánudaginn 28. apríl nk. Fundurinn fer fram í Safnahúsinu, Eyrartúni og hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.
Dagskrá:
Fundarsetning.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
Formaður félagsins gerir grein fyrir starfsemi aðalstjórnar á liðnu starfsári.
Gjaldkeri félagsins leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum félagsins fyrir liðið starfsár.
Ákvörðun félagsgjalds.
Fjárhagsáætlun félagsins lögð fram til samþykktar.
Lagabreytingar.
Kosningar:
Kosinn formaður.
Kosnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára í senn.
Kosnir tveir varamenn til eins árs í senn.
Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
Önnur mál.
Fundargerð upplesin og fundarslit.
Framboð til formanns aðalstjórnar og almennar tillögur skulu berast aðalstjórn eigi síðar en fimm dögum fyrir auglýstan aðalfund félagsins á netfangið adalstjorn@vestri.is eða gjaldkeri@vestri.is
Deila