Fréttir

Félagsgjöld Vestra

Vestri | 06.07.2021

Félagsgjöld eru nú send út í annað sinn og vonum við að flestir sjái sér fært að styrkja félagið með þessum hætti. Rétt er að geta þess að allir sem einhvern tímann voru skráðir í þau félög sem seinna sameinuðust undir merkjum íþróttafélagsins Vestra urðu sjálfkrafa félagsmenn í Vestra. Þeir sem ekki vilja vera félagsmenn geta sent póst á netfangið gjaldkeri@vestri.is eða sent skilaboð á Facebook-síðu félagsins (Vestri – íþróttafélag) og óskað eftir því að vera afskráðir. Hægt er að fela kröfuna í heimabankanum og hún fellur niður í nóvember en viðkomandi er eftir sem áður skráður í félagið nema hann afskrái sig eins og áður segir.  

Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn geta farið inn á heimasíðu félagsins, www. vestri.is, þar sem finna má hnapp til hægri (í bláa kassanum) merktur „Gerast félagi í Vestra". Skráningarform opnast þegar smellt er á hnappinn.

 

Með Vestrakveðju, 

Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður Vestra

Deila