Fréttir

Getraunirnar í gang

Vestri | 14.09.2018

Starfið hefst í skúrnum við Húsið á laugardaginn kemur.  Opið frá 11.00 - 13.00.

Fyrir áramót ætlum við að spila 13 umferðir og 10 bestu gilda. Svo eftir áramót ætlum við að spila 15 þar sem 12 bestu gilda.

Aðalvinningurinn, sem er eins og í fyrra veglegt gjafabréf frá ferðaskrifstofu, er í verðlaun fyrir báða leikina. Þ.e.a.s. samanlagður árangur fyrir báða leikina (fyrir og eftir áramót). Minni, en þó flott verðlaun, verða fyrir leikinn fyrir áramót.

Annars er þetta það sama:

Opinn seðill
Upphæðir opnar
13 umferðir
10 bestu gilda

Opið 11-13 á laugardaginn

Húspotturinn verður á sínum stað.

Endilega látið þá vita sem þið teljið að hafi áhuga á að mæta. En við viljum endilega stækka leikinn og gera hann öflugri.

 

Nefang getraunaleiksins er getraunir@vestri.is

 

 

 

 

 

 

Deila