Fréttir

Guðfinna nýr formaður Vestra

Vestri | 09.06.2020
Stjórn Vestra 2019-2020. Frá vinstri: Sólrún Geirsdóttir, Jóna Lind Kristjánsdóttir, Sigurður Hreinsson, Hjalti Karlsson, Guðni Guðnason, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Þorsteinn Þráinsson og Jónas Gunnlaugsson.
Stjórn Vestra 2019-2020. Frá vinstri: Sólrún Geirsdóttir, Jóna Lind Kristjánsdóttir, Sigurður Hreinsson, Hjalti Karlsson, Guðni Guðnason, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Þorsteinn Þráinsson og Jónas Gunnlaugsson.
1 af 2

Aðalfundur Vestra var haldinn í Vallarhúsinu á Torfnesi fimmtudaginn 4. júní sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn hófst með ávarpi formanns, Hjalta Karlssonar, sem flutti skýrslu félagsins fyrir árið 2019. Fór hann yfir helstu verkefni aðalstjórnar á árinu og gerði stuttlega grein fyrir starfsemi deildanna, sem er gróskumikil að sunddeildinni undanskilinni. Ársreikningur félagsins var lagður fram af gjaldkera félagsins, Guðna Guðnasyni, og samþykktur einróma. Heildartekjur aðalstjórnar voru um 2,6 m.kr og heildargjöld um 1,1 m.kr en heildartekjur félagsins voru rúmar 115,3 m.kr og heildargjöld 114,8 m.kr. og tekjuafgangur því um 500 þ.kr.

Formaður félagsins, Hjalti Karlsson, greindi frá því að hann gæfi ekki kost á sér áfram og var Guðfinna Hreiðarsdóttir kosin formaður í hans stað. Sólrún Geirsdóttir, Guðni Guðnason og Gísli Jón Hjaltason voru endurkjörin í stjórn til tveggja ára og Hlynur Reynisson og Hjalti Karlsson voru kosnir til eins árs í stað Sigurðar Jóns Hreinssonar, sem víkur úr aðalstjórn sökum þess að hann er nýkjörinn formaður blakdeildar Vestra, og Guðfinnu Hreiðarsdóttur sem tekur við sem formaður Vestra. Fyrir í stjórn var Jóna Lind Kristjánsdóttir sem situr til eins árs til viðbótar. Jónas Gunnlaugsson og Þorstein Þráinsson voru endurkosnir varamenn. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Ingimar Halldórsson, Ásdísi Birnu Pálsdóttur og Gísla Úlfarsson til vara.

Sigurði og Hjalta voru færðir blómvendir í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Hafa þeir báðir verið í stjórn frá stofnun félagsins árið 2016 auk þess sem Sigurður var í undirbúningshópi sem vann að stofnun Vestra með sameiningu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, Blakfélagsins Skellur, Sundfélagsins Vestri og BÍ88.

Hægt er að nálgast fundagerð aðalfundar hér

Deila