Fréttir

Kveðja til Grindvíkinga - Velkomin á æfingar

Vestri | 15.11.2023

Hugur okkar í Vestra er hjá íbúum Grindavíkur sem standa nú frammi fyrir erfiðum aðstæðum og óvissu um framtíðina. Fyrir börn og ungmenni er mikilvægt að lífið komist í fastar skorður svo fljótt sem auðið er og að yfirstandandi ástand hafi sem minnst áhrif á daglegar athafnir þeirra. Þar skiptir hefðbundið skóla- og tómstundastarf grundvallarmáli og býður íþróttafélagið Vestri iðkendur úr Grindavík velkomna á æfingar hjá deildum félagsins án endurgjalds. Æfingatöflur og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.vestri.is auk þess sem hægt að hafa samband í gegnum facebook-síður félagsins og deilda. 

Vestri Körfuknattleiksdeild - yngri flokkar

Vestri fótbolti - yngri flokkar

Vestri Blakdeild

Vestri íþróttafélag

Deila