Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019 er Mateusz Klóska sem hefur verið besti leikmaðurinn í karlaliði Vestra í blaki undanfarin ár og í hópi bestu blakara landsins. Hann átti stóran þátt í sigri Vestra í 1. deild á árinu og spilar núna með liðinu í úrvalsdeild. Hann er stigahæsti maður Vestra nú þegar tímabilið er hálfnað og er einnig með þeim stigahæstu í allri deildinni. Þjálfarar og leikmenn úrvalsdeildar völdu nýverið Mateusz í draumalið fyrri hluta tímabilsins í Mizuno deildinni í blaki. Í umsögn um Mateusz segir að hann sé góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og jákvæður og hjálpsamur liðsfélagi.
Þeir íþróttamenn sem hlutu tilnefningu til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2019 auk Mateusz Klóska voru eftirfarandi:
Albert Jónsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Axel Sveinsson – Hörður Ísafirði, knattspyrnudeild
Elías Ari Guðjónsson – Hörður Ísafirði, handknattleiksdeild
Heiða Jónsdóttir – Vestri hjólreiðar
Hugi Hallgrímsson – körfuknattleiksdeild Vestra
Jón Hjörtur Jóhannesson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Kristín Þorsteinsdóttir – Íþróttafélagið Ívar
Lilja Dís Kristjánsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Zoran Plazonic – Knattspyrnudeild Vestra
Linda Rós Hannesdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga var útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2019. Linda hefur unnið flest öll mót sem að hún hefur tekið þátt í hér landi og hampað titlum sem unglingameistari, Andrésarmeistari og bikarmeistari jafnfram sem hún var fyrst íslenskra kvenna í Fossavatnsgöngunni í vor. Linda hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum æskunnar sem haldnir verða í Sviss í janúar 2020. Hún stefnir einnig á að komast á heimsmeistaramót ungmenna sem haldið er í Þýskalandi í febrúar 2020. Í umsögn um Lindu segir að hún sé afburða hæfileikaríkur íþróttamaður með mikið keppnisskap, góð fyrirmynd yngri sem eldri iðkenda. Hún er góður liðsmaður sem lætur gott af sér leiða fyrir sitt félag.
Þeir íþróttamenn sem hlutu tilnefningu til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar auk Þórðar voru eftirfarandi:
Ásgeir Óli Kristjánsson – Hörður Ísafirði, handknattleiksdeild
Embla Kleópatra Atladóttir – Vestri hjólreiðar
Georg Rúnar Elfarsson – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Gréta Proppé Hjaltadóttir – Körfuknattleiksdeild Vestra
Ívar Breki Helgason – Hörður Ísafirði, knattspyrnudeild
Jón Gunnar Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Kári Eydal – Blakdeild Vestra
Patrycja Janina Wielgosz – Íþróttafélagið Ívar
Þórður Gunnar Hafþórsson – Knattspyrnudeild Vestra
Við sama tækifæri voru veittar viðurkenningar til þeirra iðkenda aðildarfélaga HSV sem hafa verið valdir til keppni fyrir Íslands hönd á vegum sinna sérsambanda á árinu 2019. Í heildina eru þetta 16 ungmenni frá tveimur félögum. Eftirtaldir íþróttamenn fengu viðurkenningu:
Albert Jónsson SFÍ
Dagur Benediktsson SFÍ
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir SFÍ
Jakob Daníelsson SFÍ
Kári Eydal Vestri blakdeild
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir Vestri blakdeild
Hafsteinn Már Sigurðsson Vestri blakdeild
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal Vestri blakdeild
Sigurður Bjarni Kristinsson Vestri blakdeild
Auður Líf Benediktsdóttir Vestri blakdeild
Hilmir Hallgrímsson Vestri körfuknattleiksdeild
Hugi Hallgrímsson Vestri körfuknattleiksdeild
Friðrik Heiðar Vignisson Vestri körfuknattleiksdeild
Gréta Proppé Hjaltadóttir Vestri körfuknattleiksdeild
Helena Haraldsdóttir Vestri körfuknattleiksdeild
Þórður Gunnar Hafþórsson Vestri knattspyrnudeild
Rannveig Pálsdóttir og Guðríður Sigurðardóttir voru heiðraðar fyrir störf sín í þágu lýðheilsu kvenna, en þær hafa staðið fyrir leikfimitímum fyrir konur í íþróttasalnum við Austurveg tvisvar í viku í yfir 40 ár. Mikilvægi góðrar líkamlegrar heilsu verður seint ofmetið og það skiptir miklu máli að hver og einn finni vettvang sem hentar sér til að sinna henni. Það er óhætt að segja að þær Guðríður og Rannveig hafi skapað þennan vettvang fyrir fjölda kvenna í Ísafjarðarbæ sem hafa undir handleiðslu þeirra fengið tækifæri til að rækta líkamann í uppbyggjandi félagsskap.
Deila