Fréttir - Vestri

Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016

Vestri | 26.01.2017
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, Kristín Þorsteinsdóttir, ásamt Auði Líf Benediktsdóttur, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2016.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, Kristín Þorsteinsdóttir, ásamt Auði Líf Benediktsdóttur, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2016.
1 af 4

Útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2016 fór fram sunnudaginn 22. janúar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þar var sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá íþróttafélaginu Ívari útnefnd sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og er þetta fjórða árið í röð sem Kristín hampar titlinum. Hefur hún verið ein öflugasta sundkona landsins um árabil og er ein af fimm bestu sundkonum heims í sínum flokki.

Aðrir sem hlutu tilnefningu til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2016 voru:

  • Albert Jónsson, Skíðafélag Ísfirðinga
  • Anton Helgi Guðjónsson, Golfklúbbur Ísafjarðar
  • Daniel Osafu-Badu, knattspyrnudeild Vestra
  • Haraldur Hannesson, knattspyrnudeild Harðar
  • Jens Ingvar Gíslason, handboltadeild Harðar
  • Nebojsa Knezevic, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Tihomir Paunovski, blakdeild Vestra
  • Valur Richter, Skotíþróttafélag Ísafjarðar

 

Við sama tækifæri var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Auður Líf Benediktsdóttir frá blakdeild Vestra hlaut þann titil en hún hefur æft og spilað íþróttina frá 7 ára aldri og oft hampað Íslandsmeistaratitlum með liði sínu í yngri flokkum. Hún er lykilleikmaður með meistaraflokki Vestra í blaki og var á árinu 2016 valin í U17 landsliðið í blaki auk þess sem hún keppti í strandblaki á Möltu síðasta sumar með góðum árangri.

Aðrir sem hlutu tilnefningu sem efnilegast íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 voru:

  • Ásgeir Óli Kristjánsson, Golfklúbbur Ísafjarðar
  • Jón Ómar Gíslason, handboltadeild Harðar
  • Nökkvi Harðarson, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Sigurður Hannesson, Skíðafélag Ísfirðinga
  • Þráinn Ágústs Arnaldsson, knattspyrnudeild Vestra

 

Þá fengu Körfuboltabúðir Vestra sérstök hvatningarverðlaun en þær hafa verið starfræktar frá árinu 2009, fyrst undir nafni KFÍ en eftir sameiningu íþróttafélaga árið 2016 undir nafni Vestra. Mikill metnaður hefur verið lagður í faglegt og gott starf sem hefur skilað sér í fjölda þátttakenda víða af landinu og komast jafnan færri að en vilja. 

Nánar

Afhending á Vestragöllunum

Vestri | 09.12.2016

Jói í Jako kemur vestur þriðjudaginn 13. desember og afhendir galla. Einnig kemur hann til með að taka á móti fleiri pöntunum sem hann getur líklega afhent fyrir jól.

Afhending í Vallarhúsi á Torfnesi kl. 17.00-20.00.

Nánar

Getraunaleikurinn heldur áfram - Enn er tækifæri að vera með

Vestri | 02.12.2016
Til mikils að vinna í leiknum
Til mikils að vinna í leiknum

Mjög vel tókst til síðasta laugardag,  góð mæting og fín stemmning.  

 

Enn er hægt fyrir áhugasama að bætast í hópinn, keppa um þessa glæsilegu vinninga og styðja við félagið í leiðinni.

Nánar

Mátun og sala íþróttagalla fyrir Vestra

Vestri | 21.11.2016

Mánudaginn 21. nóvember 2016, frá klukkan 16-20, fer fram mátun og sala á æfingagöllum og öðrum íþróttabúnaði fyrir Íþróttafélagið Vestra. Mátunin fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi. Vörurnar eru frá Jako og spanna allt frá sokkum yfir í heila æfingagalla.

Nánar

Getraunaleikur Vestra veturinn 2016-2017

Vestri | 16.11.2016
Það eru glæsileg verðlaun í boði í Getraunaleik Vestra!
Það eru glæsileg verðlaun í boði í Getraunaleik Vestra!

Föstudaginn 18. nóvember kl. 20:30 ætlum við að hittast í Skúrnum við Húsið og setja formlega af stað getraunaleik Vestra veturinn 2016/17.

Nánar

Vestri gefur Vestra vestri.is

Vestri | 26.09.2016
Hjalti ásamt Hermanni Vestra
Hjalti ásamt Hermanni Vestra

Mikilvægt er fyrir alla aðila sem hyggjast halda úti vefsíðum að eiga góð lén. Þegar íþróttafélagið Vestri var stofnað kom í ljós að lénið vestri.is var þegar í notkun og hafði verið um langt skeið.

Nánar

Vefsíða Vestra formlega opnuð

Vestri | 26.09.2016
Merki Íþróttafélagsins Vestra
Merki Íþróttafélagsins Vestra

Ný vefsíða íþróttafélagsins Vestra hefur nú verið formlega opnuð undir léninu vestri.is.

Nánar

Framtíðarbúningur Vestra valinn

Vestri | 25.04.2016
Búningur Vestra
Búningur Vestra

Nú liggja niðurstöður búningakosningarinnar fyrir. Búningur nr. 1 hlaut 51% atkvæða, nr. 2 (blái og hvíti) 40% og nr. 3 (blái og svarti) 9%.

Þetta er því framtíðarbúningur Vestra.

Nánar

Stjórn skiptir með sér verkum

Vestri | 22.02.2016

Nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá stofnun íþróttafélagsins Vestra hefur aðalstjórn félagsins haldið þrjá stjórnarfundi.

Nánar

Íþróttafélagið Vestri stofnað

Vestri | 20.01.2016
Fulltrúa félaganna fjögurra sem stóðu að stofnun Vestra handsala sameininguna.
Fulltrúa félaganna fjögurra sem stóðu að stofnun Vestra handsala sameininguna.

Laugardaginn 16. janúar 2016 var íþróttafélagið Vestri formlega stofnað. Með stofnun Vestra sameinast Boltafélag Ísafjarðar, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri og Blakfélagið Skellur í eitt stórt fjölgreinafélag.

Nánar