Vestri er bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir frábæran sigur á Val, 1:0, í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti fyrir utan teig. Með sigrinum hefur Vestri tryggt sér þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.
NánarNú á dögunum komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Vestra. Tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn og leggja félaginu lið geta farið inn á heimasíðu félagsins, www. vestri.is, þar sem finna má hnapp á forsíðu merktur „Gerast félagi í Vestra". Skráningarform opnast þegar smellt er á hnappinn..
Nánar
Ársskýrslu aðalstjórnar og deilda Vestra fyrir árið 2024 má finna hér ásamt ársreikningi 2024.
NánarAðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2025 verður haldinn mánudaginn 28. apríl nk. Fundurinn fer fram í Safnahúsinu, Eyrartúni og hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.
NánarÍslandsmeistaramót Lyftingasambands Íslands var haldið laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn í Hafnarfirði. Alls tóku 44 keppendur þátt í mótinu, 13 karlar og 31 kona. Þrír keppendur voru frá Vestra, þær Guðrún Helga Sigurðardóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir og Aldís Höskuldsdóttir.
NánarKarlahreysti á Ísafirði (HSV), Ungmennafélag Grindavíkur og Skíðafélag Strandamanna hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ 2024. Verðlaunin voru afhent 12. október sl. á sambandsráðsfundi UMFÍ í Borgarfirði. Hvatningarverðlaun UMFÍ eru veitt fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara fram úr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.
NánarSnillingurinn Kristín Örnólfsdóttir hefur hannað Vestra vettlinga og rennur 80% af andvirði hverrar sölu til vestra eða eins og hún segir á Facebook síðu sinni:
Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2024 verður haldinn mánudaginn 15. apríl nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.
NánarStjórn Lyftingasambands Íslands hefur valið lyftingafólk ársins 2023 og ungmenni ársins í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Guðrún Helga Sigurðardóttir (f. 2006) hjá lyftingadeild Vestra er ungmenni ársins í flokknum konur 16-17 ára.
NánarHugur okkar í Vestra er hjá íbúum Grindavíkur sem standa nú frammi fyrir erfiðum aðstæðum og óvissu um framtíðina. Fyrir börn og ungmenni er mikilvægt að lífið komist í fastar skorður svo fljótt sem auðið er og að yfirstandandi ástand hafi sem minnst áhrif á daglegar athafnir þeirra. Þar skiptir hefðbundið skóla- og tómstundastarf grundvallarmáli og býður íþróttafélagið Vestri iðkendur úr Grindavík velkomna á æfingar hjá deildum félagsins án endurgjalds.
Nánar