Stórliðin þrjú náðu öll 11 réttum um liðna helgi og því er staðan á toppnum óbreytt. Sigrún Sigvalda gaf stórliðunum ekkert eftir og náði einnig 11 réttum.
Þetta þýðir að Hampiðjan heldur tveggja stiga forystu á Skúrinn og HG. Aðrir dragast aftur úr nema Sigrún. Stöðuna í leiknum og árangur keppenda má sjá hér
Stóri pottur náði hins vegar 12 réttum sem skilaði kr. 13.420 í vinning. Kerfið hélt, við flöskuðum á einum leik. Luton tók upp á því að vinna Millwall úti.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, einir 8 leikir úr efstu deild og 5 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.
NánarHampiðjumenn náðu 12 réttum í viku þrjú á meðan þeirra helstu keppinautar náðu ekki nema 11 réttum. 12 réttir skiluðu þeim Hampiðjumönnum kr. 8.300 í vinning.
Þetta þýðir að þeir sitja á toppnum með tveggja stiga forskot á Skúrinn og HG. Einu stigi þar á eftir sitja efstu menn í einstaklingsflokki, þeir Villi Matt og Guðni en hann náði einmitt 12 réttum líkt og Hampiðjan, annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur allra hér
Stóri seðillinn náði einnig 12 réttum. Að þessu sinni hélt kerfið en vorum með Ungverjaland-Albanía rangan, 12 réttir skiluðu ekki nema kr. 5.860 í vinning, gengur betur næst.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, einir 8 leikir úr efstu deild og 5 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.
NánarHampiðjumenn sitja einir á toppnum eftir tvær vikur.
Í viku tvö náðu Hampiðjumenn 11 réttum og sitja með eins stigs forystu á toppnum
Annars stóð Frank Guðmundsson sig manna best og náði 12 réttum sem skilaði honum kr. 25.150 í vinning, vel gert á 4.000 kr. miða. Stöðuna í leiknum og árangur allra má sjá hér
Stóri seðillinn náði einnig 12 réttum, vorum hársbreidd frá 13 réttum, áttum nokkra möguleika á því. 12 réttir skiluðu kr. 157.000 í vinning sem er ágætis ávöxtun fyrir hluhafa.
Næsti seðill mjög snúinn, landsleikjahelgi. 8 landsleikir á seðlinum og 5 leikir úr sænsku deildinni, seðilinn má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra
Enginn enski bolti verður hjá Dóra um helgina en landsleikir verða sýndir, hér á síðu Stöð tvö sport má sjá hvað verður í boði
NánarÓvenjuleg staða er nuna eftir fyrstu vikuna í getraunaleiknum. Skúrverjar eru ekki efstir! Ansi langt síðan slík staða hefur sést.
Hampiðjumenn og Villi Matt stóðu sig best í viku eitt. Náðu 11 réttum, þrjú lið náðu 10 réttum, hér má sjá stöðuna í leiknum. 11 réttir skiluðu Hampiðjumönnum kr. 5.900 og Villa 3.100. Villi stóð sig reyndar betur þar sem hann var með töluvert minni miða en Hampiðjumenn, náði fyrir kostnaði og rúmlega það.
Næsti seðill snúinn, hann má finna hér. Boðið er upp á 5 leiki úr efstu deild og 8 úr þeirri næstu.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Stóri pottur skilaði ekki mikilli uppskeru, náðum 11 réttum sem skilaði kr. 5.900 í vinning.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
NánarÞá er loksins komið að því. Getraunastarf Vestra hefst formlega með haustleik 2021. Leikum 14 vikur, 12 bestu vikurnar telja.
Húsið vann Vorleikinn með glæsibrag, lokastöðuna má finna hér. Nú þurfa tipparar að veita Skúrverjum samkeppni, skilst að Hampiðjumenn séu búnir að skipta inn öflugum liðsmönnum auk þess sem önnur lið hafa sinnt undirbúningi vel. Allar líkur á spennandi sísoni.
Stóri potturinn verður á sínum stað, hendum í stóran stóran pott, nýtum eitthvað af fríröðum okkar, allir velkomnir í stóra pottinn.
Fyrsta seðill má finna hér. Boðið er upp á 5 leiki úr efstu deild og 8 úr þeirri næstu.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
NánarHaustleikur 2021 hefst formlega laugardaginn 25. september.
NánarSkúrverjar voru formlega krýndir sigurvegarar vorleiks 2021 laugardaginn var.
NánarLjóst að Skúrverjar vinna enn og aftur þó svo enn eigi eftir að leika eina umferð.
NánarHampiðjumenn að klóra í bakkann núna síðustu umferðirnar. Ná 12 réttum á meðan Villi Matt nær ekki nema 10. Þetta þýðir að þeir skjótast í þriðja sætið , skjótast einu stigi upp fyrir Villa. Skúrverjar bæta enn við forystuna á toppnum, ná einnig 12 réttum á meðan HG nær ekki nema 11 réttum. Ekkert getur komið í veg fyrir sigur Skúrverja úr því sem komið er nú þegar 2 vikur eru eftir af vorleiknum.
Árangur Vestfirskra tippara var ágætur. Fjórar tólfur sáust og fékk Þorsteinn Þráins tvær tófur og helling af 11 réttum fyrir hönd Hampiðjunnar sem skilaði þeim kr. 10.000 í vinning.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér. Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.
Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 8.500 í vinning. Vorum með 13 rétta en kerfið hélt ekki. Styttist í stóra vinninginn.
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt. Tveir leikir úr efstu deild, 9 úr þeirri næstu og 2 úr C deildinni. Næsta seðil má finna hér.
Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni, verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
NánarSkúrverjar virðast vera að sigla sigrinum heim nú þegar þrjár vikur eru eftir af vorleiknum. Sitja sem fastast í toppsætinu með þriggja stiga forystu á HG sem er með 5 stiga forystu á Villa Matt nú þegar við erum búin að draga 2 vikur frá. Hampiðjan dottin niður í 4. sæti.
Árangur Vestfirskra tippara skánaði lítillega frá fyrri viku. Átta tólfur sáust sem skiluðu eigendum vinning, samtals vinningsfé í getraunaleiknum var kr. 14.000, Kristján Jóakims náði þremur 12 réttum og hlaut fyrir kr. 4.200. Kristján spilar fyrir team HG.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér. Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.
Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 5.600 í vinning. Vorum með 13 rétt en kerfið hélt ekki. Styttist í stóra vinninginn.
Næsti seðill er verulega snúinn að þessu sinni. Einn úr bikar, einn úr Premier, einn úr B deildinni, 2 úr C og einn úr D deildinni. Svo koma 7 frá Evrópu. Næsta seðil má finna hér.
Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni, verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði
Nánar