Fréttir - Knattspyrna

Jón Þór Hauksson tekur við Vestra!

Knattspyrna | 15.07.2021
Sammi og Jón Þór sáttir við undirskrift
Sammi og Jón Þór sáttir við undirskrift
1 af 3

Jón Þór Hauksson hefur skrifað undir samning þess efnis að stýra liðinu út leiktíðina.

Nánar

Frestun á herrakvöldi

Knattspyrna | 13.07.2021

Vegna aðstæðna hjá félaginu, þar sem öll okkar vinna fer nú í leit að nýjum aðalþjálfara, þurfum við því miður að fresta herrakvöldinu enn um sinn.

Nánar

Heiðar Birnir lætur af störfum sem aðalþjálfari Vestra

Knattspyrna | 12.07.2021
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Heiðar Birnir Torleifsson, sem tók við af Bjarna Jó sem aðalþjálfari Vestra fyrir tímabilið, hefur beðist lausnar frá starfi sínum sem aðalþjálfari Vestra.

Nánar

Frestun á herrakvöldi og færsla á fyrsta heimaleik

Knattspyrna | 10.05.2021

Þar sem nýjar sóttvarnarreglur geta um að 50 manns megi koma saman, þá hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta herrakvöldi Vestra, sem átti að vera þann 15. maí.

Um leið og takmarkanir leyfa, þá munum við gefa út nýja dagsetningu.

Einnig hefur fyrsti heimaleikur tímabilsins verður færður suður, en Olísvöllurinn er ekki tilbúinn strax fyrir átök sumarsins og samþykktur Þróttarar að spila þennan leik á þeirra heimavelli og við fáum þá okkar heimaleik seinna í sumar.

Næsti leikur á Olísvellinum er gegn Grindavík þann 28. maí og gerum við ráð fyrir því að hann verði iðagrænn og tilbúinn þegar að þeim leik kemur.

Nánar

Týnist úr hópnum

Knattspyrna | 14.04.2021

Þau ömurlegu tíðindi bárust okkur á dögunum að Friðrik Þórir hefði slitið hásin.

Eru þetta gríðarlega mikil vonbrigði fyrir Friðrik, sem hefur mikið lagt á sig í vetur til að vera í sínum besta formi þetta sumarið, en mikill stígandi hefur verið í leik Friðriks síðustu tvö tímabil þar sem hann hefur bætt sig nánast í hverjum leik.

Við heyrðum aðeins í Friðriki og sagði hann að þetta væri að sjálfsögðu ótrúlega svekkjandi, en væri bara næsta verkefni sem þyrfti að tækla. Hann muni koma sterkari til baka 2022.

Við að sjálfsögðu óskum Friðriki skjóts bata og hlökkum til að sjá hann aftur á vellinum sem fyrst.


Ef brotthvarf Friðriks var ekki nóg fyrir okkar menn, þá bárust einnig aðrar ömurlegar fréttir á dögunum, en Rafa Mendéz, sem spilaði frábærlega í hægri bakverðinum síðasta sumar, mun ekki spila með Vestra í sumar. Alvarleg veikindi tóku sér upp innan fjölskyldu Rafa og að sjálfsögðu varð knattspyrnudeild við þeirri bón Rafa að vera áfram í heimahögum.

Við óskum Rafa og fjölskyldu alls hins besta og þökkum honum fyrir frábæra þjónustu.  

Nánar

Hin hliðin – Það er hreinlega komið að þessu

Knattspyrna | 03.04.2021
Mynd: Ingvar Jakobsson
Mynd: Ingvar Jakobsson

Í ljósi dapurlegrar umræðu síðustu vikna/mánaða/ára um uppbyggingu knattspyrnhúss á Tornesi, er okkur ekki lengur til setunnar boðið. Hin hliðin þarf líka að heyrast, en háværu neikvæðu raddirnar ætla ekki að gefa tommu....

Nánar

Vallarstjóri á Olísvellinum við Torfnes

Knattspyrna | 05.03.2021
Verður þetta skrifstofan þín í sumar?
Verður þetta skrifstofan þín í sumar?

Knattspyrnudeild Vestra auglýsir starf vallarstjóra laust til umsóknar.

Nánar

Aurélien Norest kemur heim!

Knattspyrna | 03.03.2021

Aurélien Norest, eða Frenchy eins og við þekkjum hann flest, hefur skrifað undir samning við Vestra og er því kominn aftur heim.

Nánar

Guðmundur Páll valinn í æfingahóp u16

Knattspyrna | 02.03.2021
mynd: Hafliði Breiðfjörd - fotbolti.net
mynd: Hafliði Breiðfjörd - fotbolti.net

Jörundur Áki, landsliðsþjálfari U16 ára karla hefur valið æfingahóp sinn sem hittist dagana 8. - 10. mars.

Nánar

Bjarki aðstoðar Heiðar Birni

Knattspyrna | 25.02.2021

Knattspyrnudeild Vestra og Bjarki Stefánsson hafa komist að samkomulagi um það að Bjarki verðir aðstoðarþjálfari Heiðars.

Nánar