Fréttir - Knattspyrna

Leikjaniðurröðun hjá yngri flokkum bráðum staðfest

Knattspyrna | 09.04.2024

Leikir í yngri flokkum í Íslandsmótinu 2024 verða staðfestir í lok næstu viku.

Í yngri flokkum Vestra taka 3.4.og 5. fl drengja og stúlkna þátt í Íslandsmótinu.

Á dögunum gaf KSÍ út drög að leikjaniðurröðun og fengu félögin tækifæri til að koma með sínar athugasemdir. Þegar verður búið að fara yfir þær af hálfu knattspyrnusambandsins verður staðfest lekjaniðurröðun gefin út.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Æfingar falla niður - Páskafrí hefst í dag.

Knattspyrna | 22.03.2024

Vegna ófærðar og snjóflóðahættu verða engar æfingar hjá knattspyrnudeild Vestra í dag.

Barna og unglingastarfið er því komið í páskafrí og hefjum við æfingar að nýju 02. apríl nk.

Við hvetjum alla til að fara varlega í óveðrinu og vonum að allir eigi gleðilega páska.

 

ÁFRAM VESTRI!

 

Nánar

ÁVINNINGUR OG ÁHRIF 1V1 HREYFINGA

Knattspyrna | 20.03.2024

Fótboltanum er oft skipt í fjóra lykilþætti. Tæknilegur, andlegur, líkamlegur og taktískur.

1v1 hreyfingar flokkast undir tæknileg atriði en hafa mikil áhrif og eru ávinningur fyrir hina þætti leiksins.

Tilgangur 1v1 hreyfinga er að búa til svæði til að skjóta á mark, senda á félaga eða hlaupa áfram með bolta(fara sjálf(ur)).

En skoðum ávinning og áhrif 1v1 hreyfinga á hina grunnþætti leiksins.

Andlegur þáttur:
 - 1v1 hreyfingar þjálfa sjálfstraust hjá leikmönnum.
 - 1v1 hreyfingar þjálfa einbeitingu hjá leikmönnum. Það þarf einbeitingu til að læra gabbhreyfingar og finna út hvenær á að framkvæma.
 - 1v1 hreyfingar snúast um sköpunarkraft og hafa þær einnig áhrif á hinn andlega sköpunarkraft hjá leikmönnum hvar þær „frelsa hugann” og brjóta niður fyrirstöður sem gætu verið fyrir hendi gagnvart öðrum þáttum leiksins.

Líkamlegur þáttur:
 - 1v1 hreyfingar hafa jákvæð áhrif á samhæfingu, sveigjanleika og jafnvægi hjá leikmönnum.
 - 1v1 hreyfingar vinna að líkamlegu formi leikmanna( með bolta). Mikilvægt er, og þá sérstaklega hjá ungum leikmönnum að allar æfingar séu með bolta og er það stefna Vestra.
 - 1v1 hreyfingar þjálfa upp hraðar fætur hjá leikmönnum og byggja einnig upp vöðva framan og aftan í læri.

Taktískur þáttur:
Gegn vel skipulögðum og öguðum varnarleik eru 1v1 hreyfingar fremsta atriðið sem getur eyðilagt slíkar varnir og leikskipulag. Þannig að 1v1 hreyfingar hafa sérstaklega í nútímanum gríðarleg áhrif á hinn taktíska þátt leiksins.

Pep Guardiola þjálfari Man City hefur látið hafa það eftir sér að bæði í nútið og framtíð eru sterkir leikmenn í 1v1 hreyfingum þeir mikilvægustu í fótboltanum, en þá væri jafnframt erfitt að finna.

Af hverju gæti verið spurt? Ungir leikmenn fá ekki nægilega mikla og góða þjálfun í stöðunni 1v1.  Ávinningur af slíkum æfingum er gríðarlegur og styrkir bæði sóknar og varnareiginleika leikmanna.

Þróunin í þjálfuninni hjá okkur í Vestra er eftirfarandi:
1. Bolti + leikmaður.
2. Bolti + leikmaður + liðsfélagi.
3. Bolti + leikmaður + liðsfélagi + lið.

Ummæli:
„1v1 hreyfingar eru algjör undirstaða sem allir leikmenn verða að læra. Þær eru ekki bara „trix” heldur hafa þær tilgang” - Robin Van Pierse(fyrrum stjörnuleikmaður Hollands, Arsenal og Man Utd).

„Ég vildi óska að ég hefði haft þjálfara í 1v1 hreyfingum þegar ég var yngri. Það hefði klárlega gert mig að betri leikmanni og ég hefði skorað fleiri mörk” - Jurgen Klinsmann( Heimsmeistari 1990 og Evrópumeistari 1996 með Þýskalandi).

 

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Síðasti æfingadagur fyrir páska er 22. mars.

Knattspyrna | 15.03.2024

Síðasti æfingadagur hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra verður föstudaginn 22. mars.

Fyrsti æfingadagur eftir páska er þriðjudagurinn 02. apríl.

Nú eru öll nýju mörkin komin á gervigrasið á Torfnesi og er það virkilega vel.

Síðustu daga og vikur hefur fjöldinn allur af börnum og ungmennum verið dugleg að koma á gervigrasið fyrir utan hefðbundnar æfingar til að leika sér í fótbolta.

Við fögnum því sérstaklega og hvetjum enn fleiri til að koma.

 

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Vestra

Knattspyrna | 08.03.2024

Knattspyrnudeild Vestra boðar til aðalfundar þriðjudaginn 26.mars klukkan 20:00.

Fundurinn verður haldinn á annarri hæð í Vallarhúsinu á Torfnesi og á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Allt áhugafólk um knattspyrnu á svæðinu er að sjálfsögðu hvatt til að mæta.

 

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á miðnætti 19. mars, framboðum skal skila til formanns félagsins, Svavar Þór Guðmundssonar á svavarthor@gmail.com

 

 

Stjórn knattspyrnudeildar Vestra

Nánar

William Eskelinen til Vestra

Knattspyrna | 04.03.2024

Vestri hefur samið við markvörðinn William Eskelinen. William er stór og reynslumikill markvörður og hefur hann meðal annars leikið í efstu deildum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Á síðasta tímabili var William aðalmarkvörður Örebro í Superettan í Svíþjóð. William er væntanlegur til landsins í vikunni og er spenntur að hefja undirbúning fyrir komandi tímabil. Við bjóðum William velkominn og hlökkum til að sjá hann í Vestra treyjunni.

 

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

ÞRJÚ STIG

Knattspyrna | 04.03.2024

Í æfinga og kennsluáætlun Vestra leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðar æfingar og leikæfingar í smáum hópum. Æfingar eru leikgrænar með auknu erfiðleikastigi og hjálpa þannig leikmanninum að þjálfa með sér leikskilning og getu til ákvarðanna við síbreytilegu ástandi leiksins.

 

Grunnurinn að þessu er grunnfærni einstaklingsins. Fyrir okkur hjá Vestra er grunnfærni einstaklingsins eftirfarandi: 

Fyrsta snerting, móttaka og sending, hlaupa með bolta, 1v1 hreyfngar og klára marktækifæri.

Grunnfærnin er undirstaða þess að hægt sé að þjálfa aðra þætti leiksins. Þess vegna er algjört lykilatriði að æfingar séu uppbyggðar þannig að þær séu leikgrænar með auknu erfiðleikastigi og leikmaðurinn læri að bregðast við og hafi færni til að nýta sér síbreytilegar aðstæður leiksins. 

 

Við viljum skipta æfingavegferð leikmanna 16 ára og yngri í ÞRJÚ STIG. 

 

Vegferðin á að vera eftirfarandi að okkar mati: 

 

Fyrsta stig: 4-6 ára: Þróa með sér fyrstu „færni stigin“: Læra og æfa í gegnum skemmtilega leiki. 

Annað stig: 7-11 ára: Þróa og æfa „grunnfærnina“: Æfa og bæta einstaklinginn. 

Þriðja stig: 12-16 ára: Þróa og æfa „liðsmanninn“: Þróa og æfa árangursríkan leikmann í liði. 

 

HÉR ER ÆFINGA OG KENNSLUÁÆTLUN VESTRA: 

 

KNATTSTJÓRNUN: Grunnurinn. 

Fyrsta snerting. Hafa stjórn og sjálfstraust með bolta sem hefur áhrif á alla aðra þætti æfinga og kennsluáætlunarinnar. Þjálfar vinnusemi og sjálfstjórn(bera ábyrgð á sjálfum sér). 

 

MÓTTAKA OG SENDING: Liðsfærnin. 

Án góðrar færni í móttöku og sendingu eiga leikmenn ekki mikla möguleika. Þjálfar samskipti. 

 

1v1 HREYFINGAR: Einstaklingsfærni. 

Til að halda leikstöðu og skapa svæði til að skjóta á mark, senda á félaga eða hlaupa með bolta. Þjálfar upp sjálfstraust og sköpunargleði. 

 

HRAÐI: Hugrænn og líkamlegur hraði. 

Með og án bolta. Taka hlaup. Viðbragð. Ákvörðunartaka. Þjálfar keppnisskap. 

 

KLÁRUN: Færni til að klára marktækifæri. 

Einbeiting. Tímasetning. Hugrekki. Þjálfar upp ábyrgð. 

 

SAMSPIL: Allt kemur heim og saman. 

Varnarleikur í smáum hópum. Hraðar sóknir. Samspil. Þjálfar upp liðssamvinnu. 

 

ÁFRAM VESTRI!

 

Nánar

Heimavöllur Vestra verður Kerecisvöllurinn

Knattspyrna | 22.02.2024
Frá undirskrift. Frá vinstri: Tinna Hrund Hlynsdóttir, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Jón Hálfdán Pétursson
Frá undirskrift. Frá vinstri: Tinna Hrund Hlynsdóttir, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Jón Hálfdán Pétursson

Kerecis verður aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra samkvæmt samningi sem tilkynnt var um á Ísafirði
í dag. Kvenna-, karla- og ungmennalið Vestra munu öll leika í búningum merktum Kerecis í sumar og
heimavöllur félagsins hlýtur nafnið Kerecis-völlurinn.


Samúel Samúelsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Vestra, fagnar samstarfinu og segir stuðninginn
gríðarlega mikilvægan. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár
og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið
í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur,
sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis við félagið.“


Guðmundur Fertram stofnandi og forstjóri Kerecis segir að hjarta Kerecis slái á Ísafirði og það sé gaman að
geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Íþrótta- og æskulífsstarf sé einn af máttarstólpum samfélagsins og
frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á
Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlíf dafnar. Allt helst þetta í
hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.”


Hann segir sérstaklega mikilvægt að styðja íþróttastarf á landsbyggðinni, enda sé hrópandi aðstöðumunur í
samanburði við íþróttalið á SV-horninu. „Vestri þarf að ferðast um langan veg í alla útleiki með tilheyrandi
kostnaði og óþægindum fyrir leikmenn, enda eru flugsamgöngur stopular og akleiðin löng. Hér þarf að
stórbæta samgönguinnviði til hagsbóta fyrir mannlíf og atvinnulíf og ætlum við að leggja okkar af mörkum til
að svo verði,“ segir Guðmundur Fertram.


Nánari upplýsingar veitir:
Hrannar Pétursson
s. 666 1000
hpet@kerecis.com

Nánar

Jako Sport á Ísafirði í dag 20. febrúar

Knattspyrna | 20.02.2024

Í dag þriðjudaginn 20.febrúar verður Jako Sport á Ísafirði með afsláttardag fyrir á Vestrafatnaði. Jako Sport verður í íþróttahúsinu á Torfnesi milli 16:00 og 18:00 á þriðjudaginn. 

 
ÁFRAM VESTRI!
Nánar

Gert klárt fyrir æfingar dagsins

Knattspyrna | 01.02.2024
1 af 3

Til að geta haldið úti æfingum á nýja gervigrasvellinum á Ísafirði þarf að moka völlinn reglulega.

Eins og allir vita hefur veðrið oft á tíðum ekki verið að leika neitt sérstaklega vel við okkur hér fyrir vestan síðustu misserin.

Við látum það ekki á okkur fá og höfum náð að halda úti æfingum á vellinum í vetur með örfáum undantekningum. Iðkendur og þjálfarar Vestra hafa því lagt ýmislegt á sig til að geta æft úti og eiga sannarlega hrós skilið.  Lykilmaður í að halda vellinum opnum og þar með æfingahæfum er hann Jói vinur okkar, starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Við erum heppin að hafa Jóa og erum sannarlega þakklát fyrir hans framlag.

 

ÁFRAM VESTRI!

Nánar