Fréttir - Knattspyrna

Varningur til sölu í Vallarhúsinu

Knattspyrna | 06.12.2022

Í dag er opið í Vallarhúsinu frá klukkan 16:00 til 18:00 þar sem hægt er að kaupa legghlífar og gripsokka fyrir fótboltakrakkana. 

Einnig er hægt að kaupa Vestra varning til að setja með í jólapakkann fyrir Vestra fólkið. Má þar nefna, Vestra kaffimál, bindisnælur, slaufur o.fl. 

Heitt á könnunni, leikur í sjónvarpinu og allir velkomnir :) 

Nánar

Heimsókn KSÍ í blíðskaparveðri 2. desember

Knattspyrna | 03.12.2022
1 af 4

Fulltrúar frá KSÍ komu vestur föstudaginn 2.desember til að taka út aðstæður fyrir ársþing KSÍ sem haldið verður á Ísafirði þann 25.febrúar 2023. 

Það er mikill heiður fyrir Vestra að fá ársþingið hingað vestur, en búist er við því að í kringum 200 manns komi á svæðið í tilefni þess. 

Fulltrúar KSÍ voru þau Klara Bjartmarz, Birkir Sveinsson og Ómar Smárason. Dagurinn byrjaði á því að skoða aðstæður á Hótel Ísafirði þar sem miklar endurbætur eru í gangi. Kristján Kristjánsson hótelstjóri tók á móti okkur og sýndi teikningar og framkvæmdirnar. Eftir það var farið í íþróttahúsið á Torfnesi, þar sem ársþingið verður haldið. Þar tók Hafdís Gunnarsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómsundarsviðs Ísafjarðarbæjar á móti hópnum og fór yfir málin. 

Að lokum var farið gengið yfir knattspyrnusvæðið á Torfnesi og endað í Vallarhúsinu í rjúkandi kaffi og smákökum. 

Fyrir flug var síðan ákveðið að keyra upp á Seljalandsdal og sýna þeim frábæra útsýnið þar, en veðrið lék svo sannarlega við okkur þennan daginn. 

Við þökkum þeim kæralega fyrir heimsóknina og hlökkum til samstarfsins og heimsóknarinnar í febrúar n.k. Einnig þökkum við þeim sem tóku á móti okkur í þessari heimsókn, kærlega fyrir góðar móttökur. 

 

Nánar

Ungmennaþing KSÍ

Knattspyrna | 02.12.2022
1 af 3

Um síðustu helgi var haldið, í fyrsta sinn, ungmennaþing KSÍ. Þar komu saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. 

Aðal umræðuefni þingsins voru tvö, hegðun foreldra á fótboltamótum og mótamál. Miklar umræður sköpuðust og margt var rætt. 

Að sinni fór einn fulltrúi á þingi frá Vestra en það var hún Viktoría Rós Þórðardóttir. Viktoría hafði sjálf þetta að segja um þátttöku sína: 

"Ég fékk tækfæri að fara sem fulltrúi Vestra á fyrsta ungmenna þing KSÍ fyrir 13-18 ára . Þar var eitt umræðuefnið um dónalega foreldra á mótum og hvað er hægt að gera, við krakkar fórum í hópa og ræddum hvað væri hægt að gera við því og allir hópar settu nokkra punkta á menti.com sem fer svo beint til KSÍ og munu þau vinna áfram með okkar punkta. Við vorum svo með tvo önnur umræðuefni og var það mótamál (rætt var um lotumót,hraðmót og helgarmót meðal annars) og annað (þar sem við máttum koma með eigin punkta um KSÍ). Þingið byrjað með að allir fengu gjafa poka sem innihélt KSÍ brúsa og bol.

Guðni forseti Íslands setti formlega þingið og hélt stutta ræðu og svo hélt formaður KSÍ hún Vanda ræðu líka. Við fengum heimsókn frá landslið fólki meðal annars Söndru markmanni íslenska landsliðsins og Elísu leikmann í íslenska landsliðsins og stráka frá U21 landsliðinu. Við fengum að skoða byggingu KSÍ og skoða búningsklefa, skrifstofu Vöndu og þjálfara herbergi. Í enda þingsins var dregið úr happdrætti sem fólk skráði sig í með að auglýsa þingið á instagram."

 

Það er mikilvægt fyrir Vestra að eiga fulltrúa á þingi sem þessu og vonumst við til að geta sent fleiri fulltrúa að ári. Þingið heppnaðist vel og var mikil ánægja með það. Það er frábært fyrir iðkendur að geta fengið að kynnast starfsemi Knattspyrnusambands Íslands betur og ekki skemmir það fyrir að fá að skoða aðstöðuna og hitta landsliðsfólkið okkar. 

Nánar

6.flokkur á Goðamóti á Akureyri um helgina

Knattspyrna | 28.11.2022

Stúlkurnar okkar í 6.flokk skelltu sér norður á Akureyri um helgina til að taka þátt í Goðamóti. Alls fóru stelpurnar 9, ásamt fríðu föruneyti foreldra, þjálfara og fararstjóra. Vestri sendi tvö lið til keppni og því var mikið spilað alla helgina. 

Það er ekki að spyrja að því, en stelpurnar stóðu sig virkilega vel, bæði innan vallar og utan. Margar þeirra voru að fara í fyrsta skiptið á svona helgarmót og er þetta því mikil og skemmtileg upplifun. 

Framtíðin er virkilega björt. 

 

Áfram Vestri ! 

 

 

Nánar

Penninn á lofti

Knattspyrna | 26.11.2022
Frá vinstri: Badu, Elvar, Norest, Elmar, Daníel Agnar og Davíð Smári
Frá vinstri: Badu, Elvar, Norest, Elmar, Daníel Agnar og Davíð Smári
1 af 5

Elvar Baldvins til liðs við Vestra. Aurélien Norest, Elmar Atli og Daníel Agnar framlengja.

Nánar

Daniel Badu ráðinn aðstoðarþjálfari Vestra

Knattspyrna | 23.11.2022
Daníel Badu og Davíð Smári
Daníel Badu og Davíð Smári

Knattspyrnudeild Vestra hefur ráðið Daniel Badu sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla Vestra. 

Nánar

Áframhaldandi opnun í Vallarhúsinu

Knattspyrna | 22.11.2022

Ákveðið hefur verið að vera með opið í Vallarhúsinu miðvikudaginn 23. nóvember og fimmtudaginn 24. nóvember frá          10:00 - 15:00. Knattspyrnudeildin hefur hug á að hafa opið þarf oftar en hefur verið og fá þangað inn alla áhugasama í spjall og kaffisopa. 

Spil og bækur á borðum, knattspyrnuleikir á skjám, heitt á könnunni og létt spjall. 

Einnig er hægt að versla legghlífar og gripsokka, en félagið hóf nýlega sölu á þeim vörum. Frábærar vörur í jólapakkann fyrir íþróttafólkið okkar. 

Allir velkomnir í heimsókn og spjall.

Nánar

Opnun í Vallarhúsinu þriðjudaginn 22.nóvember

Knattspyrna | 21.11.2022
1 af 4

Þriðjudaginn 22.nóvember verður opið í Vallarhúsinu frá 09:00 - 15:00. Þar verða knattpyrnuleikir sýndir á skjám, boðið upp á kaffi og létt spjall. Einnig er hægt að versla legghlífar og gripsokka, en félagið hóf nýlega sölu á þeim vörum. Frábærar vörur í jólapakkann fyrir íþróttafólkið okkar. 

Allir velkomnir í heimsókn og spjall.

Nánar

Coerver Coaching námskeið á Ísafirði um liðna helgi

Knattspyrna | 21.11.2022
1 af 3

Um liðna helgi bauð Heiðar Birnir Þorleifsson hjá Coerver Coaching upp á flott knattspyrnunámskeið fyrir iðkendur á aldrinum 6-13 ára.

Ótrúlegt að það sé ennþá hægt að vera úti við í fóbolta á þessum árstíma, en við tökum því fagnandi eins lengi og mögulegt er. 

Við þökkum Heiðari Birni kærlega fyrir þetta frábæra námskeið. 

Nánar

Tilboðsdagur Jako á morgun

Knattspyrna | 02.10.2022

Jako verður með tilboðsdag og sölu á Vestrafatnaði í anddyri íþróttahússins Torfnesi frá 16:00 til 19:00 mánudaginn 3. október.

Nánar