Fréttir - Knattspyrna

4.flokkur kvenna.

Knattspyrna | 27.05.2009 Jæja þá eru 7 dagar í fyrsta leik hjá stelpunum
og verður hann spilaður útí Bolungarvík,
Það verður æfing útí bolungarvík á föstudaginn
29.maí kl 17:00 á aðalvellinum og er þetta undirbúningur
fyrir fyrsta leik sem er á móti Leikni rvk.Og við ætlum
að halda foreldrafund eftir fyrsta leik.kveðja Dóri. Nánar

Allir út!

Knattspyrna | 07.05.2009 Jæja fótboltakrakkar og snillingar! Nú erum við að fara út með alla flokka og munu þeir síðustu fikra sig út í næstu viku. Munið bara að vera þannig klædd að þið getið brugðist við misjöfnu veðri enda ekki gaman að sparka illa klæddur í kulda og trekki. Þjálfararnir ykkar munu láta ykkur vita af öllum smáatriðum varðandi æfingar eftir því sem líður á. Loks er komið sumar! Nánar

Sumardagskráin komin á netið

Knattspyrna | 04.05.2009 Þá eru mót sumarsins í yngri flokkum komin á hreint. Við gátum ekki birt þetta fyrr þar sem ekki var komin dagsetning á mótin en úr því rættist um helgina. Þetta sumar, sem önnur, verður setið en KSÍ er þó komið með þá vinnureglu að hafa u.þ.b. mánaðarhlé á mótum yngri flokka frá júlí fram í ágúst.
Þeir flokkar sem eru skráðir í Íslandsmót eru:

2./3. flokkur kvenna
3. flokkur karla
4. flokkur drengja og stúlkna
5. flokkur drengja og stúlkna
6. flokkur blandað

Dagsetningar á leikjum Íslandsmótsins eru á vef KSÍ (http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga).

Önnur mót eru þessi:

2. flokkur karla fer á Unglingalandsmót 1.-3. ágúst og Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí.
2./3. flokkur kvenna fer á Unglingalandsmót 1.-3. ágúst/Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí auk Íslandsmóts.
3. flokkur karla fer á Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst auk Íslandsmóts.
4. flokkur drengja og stúlkna fer á Vestfjarðarmót 25. júlí, Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst og Landsbankamót á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts. Þar að auki fer 4. flokkur stúlkna líklega á Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst.
5. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
5. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
6. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
6. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts með 6. flokki drengja.
7. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst.
7. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst.

Stjórnin
Nánar

6 flokkur kk og kvk

Knattspyrna | 03.05.2009 síðustu æfingar verða inn í næstu viku 4 og 6  may svo byrjum við
út á samatíma og hefur verið
kv johannds Nánar

Æfingaferð.

Knattspyrna | 14.04.2009 Núna er í skoðun hvort það verður farið
í æfingaferð til reykjavík aðra helgina í
maí,mun það skýrast á næstu dögum
hvort verður farið og mun þjálfari birta
það á næstu dögum hver niðurstaðan
verður kveðja Halldór þjálfari. Nánar

4.flokkur kvenna.

Knattspyrna | 02.04.2009

hlé verður gert á æfingum vegna páska
og hefjast æfingar aftur 14.Apríl,hjá 4.flokk kvenna.
Kveðja Halldór þjálfari.

Nánar

Fundur

Knattspyrna | 01.04.2009

Fimmtudaginn 2.Apríl er fundur í íþróttahúsinu torfnesi
hjá foreldrum 4.flokks kvenna fundurinn hefst kl 18:00.
rætt verður um æfingaferð suður,sumarið skipulagt og
fjáraflanir vonast til að sjá sem flesta
Halldór þjálfari.

Nánar

Æfingar falla niður!

Knattspyrna | 30.03.2009 Vegna veðurhamsins og niðurfellingar skólastarfs hefur verið ákveðið að fella niður æfingar yngri flokka Boltafélagins. Svo fer allt í gang eins og venjulega um leið og veðurhamurinn hægist aðeins. Ef einhverjar spurningar vakna, verið þá endilega í sambandi við þjálfara ykkar/barnanna. Nánar

Mætingar og leiktímar komnir

Knattspyrna | 19.03.2009 Laugardagur 21. mars:

3. flokkur kk mæting 8:40  1. leikur kl. 9:00
7. flokkur kk og kvk mæting kl. 9:30, 1. leikur 10:02
8. flokkur kk og kvk, mæting kl. 10:10, 1. leikur kl. 10:45
4. flokkur kvk, mæting kl. 10:30, 1. leikur 11:04
5. flokkur kvk mæting kl. 11:25, 1. leikur 11:55
6. flokkur kk og kvk mæting kl. 12:30, 1. leikur 12:55
5. flokkur kk, mæting kl. 13:40, 1. leikur 14:10
4. flokkur kk, mæting kl. 16:15, 1. leikur 16:45

Mótslok kl. 18:05

Sunnudagur 22. mars:

5. flokkur kk, mæting kl. 8:30, 1. leikur 9:00
4. flokkur kk, mæting kl. 11:00, 1. leikur 11:24
4. flokkur kvk, mæting kl. 12:10, 1. leikur 12:40
5. flokkur kvk, mæting kl. 13:00, 1. leikur 13:30
6. flokkur kk og kvk, mæting kl. 14:15, 1. leikur 14:45
3. flokkur kk, mæting kl. 15:20, 1. leikur kl. 15:50

Móti lýkur um kl. 16:50.

Takið eftir að 7. og 8. flokkur keppa aðeins á laugardeginum. Nánar

Vormót BÍ88 og Eimskipa - dagsetning ákveðin

Knattspyrna | 12.03.2009 Vormót BÍ88 og Eimskipa mun fara fram í íþróttahúsinu við Torfnes helgina 21.-22. mars nk. Mótið hefur vanalega farið fram í apríl en nú þurfti að flýta því vegna þess hve húsið er setið. Vonandi verður það ekki til vandræða hjá neinum og vonumst við til að sjá alla í góða fótboltaskapinu. Ekki er búið að raða leikjum niður en því verður væntanlega lokið í byrjun næstu viku. Dagskráin á laugardeginum gæti raskast eitthvað þar sem Mjólkursamlagsmót í göngu fer fram á sama tíma en það verður varla mikið rask. Gert er ráð fyrir að hefja leik kl. 9-10 á laugardeginum en kl. 9 á sunnudeginum. Mætingar flokka verða síðan auglýstar síðar. Nánar