Fréttir - Knattspyrna

Peysa glataðist

Knattspyrna | 23.10.2010 Ný Hummel-peysa (af nýja gallanum) tapaðist, væntanlega við annað hvort íþróttahúsanna á dögunum. Peysan er fyrir 8 ára. Þeir sem gætu verið með tvö eintök af svona peysum heima eða hafa séð slíka peysu á glámbekk eru beðnir að láta Sigrúnu og Steingrím vita í síma 690 1515. Nánar

Guðjón stýrimaður á Sigurfara

Knattspyrna | 14.10.2010 Í gær birti Skessuhorn, héraðsblað Vesturlands, skopmynd af Guðjóni Þórðarsyni og meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur. Þar er Guðjón stýrimaður á áttæringnum Sigurfara og öskrar ísbað á áhöfnina sem rembist við að róa í miklum ólgusjó.


Myndin segir jú það sem allir vissu. Að veturinn verður okkur mjög mikilvægur því við þurfum að æfa betur heldur en hin liðin í deildinni til að vera tilbúnir fyrir átökin í sumar. Það er því varla til hæfari maður en Guðjón í þessari þjálfarastétt til að undirbúa liðið vel, líkamlega sem og andlega.

Það er hinsvegar spurning hvort Skessuhorn hafi ætlað að reyna vekja sömu viðbrögð hjá vestfirðingum og Jyllandsposten gerði hjá múslimum þegar þeir birtu skopmynd af Múhameð spámanni eða þá að það hafi hreinlega bara ekkert verið í fréttum á Vesturlandi.

Nánar

Fréttir um ráðningu Guðjóns í dag

Knattspyrna | 06.10.2010 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Guðjón Þórðarson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur. Bibol.is tók til fréttaumfjöllun dagsins. Fyrstu fréttirnar voru mjög svipaðar þar sem vitnað var í yfirlýsingu stjórnar sem birtist hér á vefnum í morgun. Seinna fór síðan að bera á viðtölum við Samúel stjórnarmann og Guðjón sjálfan. Síðan var fjallað um málið í íþróttafréttum Rúv og Stöðvar 2 í kvöld. Nánar

Breytt staðsetning uppskeruhátíðar

Knattspyrna | 06.10.2010 þar sem búið var að bóka sal grunnskólans og Edinborgarhúsið verður hátíðin í íþróttahúsinu við Torfnes á sunnudaginn kl. 14:0-15:30. Nánar

Guðjón Þórðarsson ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 06.10.2010 Yfirlýsing frá stjórn BÍ/bolungarvíkur
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur og Guðjón Þórðarson hafa komist að samkomulagi um að Guðjón Þórðarson taki við stjórn meistaraflokks félagsins frá og með 15. október.

Stjórn félagsins er ánægð með ráðningu Guðjóns og býður hann velkominn til starfa.

Nánar verður fjallað um ráðningu Guðjóns seinna í dag.
Nánar

Uppskeruhátíðin á næsta leyti

Knattspyrna | 05.10.2010 Uppskeruhátíð allra yngri flokka BÍ88, frá 8. flokki upp í 3. flokk stráka og stelpna, verður haldin í sal Grunnskólans á Ísafirði, sunnudaginn 10. október nk. kl. 14:00-16:00. Veittar verða viðurkenningar fyrir dugnað og elju og svo eiga auðvitað allir að koma með eitthvað bakkelsi, sætt eða salt, til að leyfa hinum að smakka. Það verður því risahlaðborð eins og venjulega og við ætlum að reyna að varpa ljósmyndum frá tímabilinu upp á tjald svo að allir sjái. Ef fólk á myndir sem það vill deila með öðrum, er það beðið að senda mér þær á svavarg@fsi.is og ég kem þeim í sýningu.
Skemmtilegt væri ef iðkendur gætu komið í einhverjum fatnaði merktum félaginu til að gefa hátíðinni okkar svip. Nánar

Inniæfingar að hefjast

Knattspyrna | 04.10.2010 Nú er veðrið að versna smám saman eftir ótrúlega góðan september. Við ætlum hins vegar ekki að láta deigan síga, heldur halda okkur úti við eins lengi og hægt er og veður leyfir með góðu móti. Það verður síðan í höndum hvers þjálfara fyrir sig hvenær inniæfingar flokkanna hefjast og munu þeir láta sitt fólk vita af breytingum sem verða. Fólk má samt eiga von á útiæfingum eins lengi og hægt er, í bland við inniæfingarnar í vetur, enda fær hver flokkur einungis tvær inniæfingar í viku fyrir utan 4. flokk drengja sem fær þrjár æfingar, vegna gífurlegs fjölda á æfingum.
Æfingatöfluna er að finna hér vinstra megin undir liðnum „Æfingatafla".  Nánar

Æfingatafla vetrarins er komin inn á vefinn

Knattspyrna | 01.10.2010 Þá er hún komin, taflan. Hana er hægt að finna undir "æfingatöflur" hér til vinstri. Nánar

Yfirlýsing frá stjórn BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.09.2010 Stjórn BÍ/Bolungarvíkur sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun.

Stjórn knattspyrnudeildar BÍ/Bolungarvíkur og Alfreð Elías Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að Alfreð láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill þakka Alfreð vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur
Nánar

Hvar er hann nú? (nr.2)

Knattspyrna | 28.09.2010

"Hvar er hann nú" er liður á bibol.is þar sem fjallað er um fyrrum leikmenn BÍ/Bolungarvíkur og hvar þeir eru staddir í heiminum í dag. Leikmaðurinn sem fjallað verður um í dag er án efa einn sá umdeildasti sem hefur borið merki sameiginlegs liðs Ísfirðinga og Bolvíkinga, bæði innan vallar sem utan. 

Þetta er að sjálfsögðu engin annar en aukaspyrnusérfræðingurinn og miðjumaðurinn litríki Guðmundur Guðjónsson.

Nánar