Fréttir - Knattspyrna

Skástrikið á Sportrásinni

Knattspyrna | 13.09.2010

Sportrásin í umsjón Þórðar Þórðarssonar(Doddi litli) var á dagskrá Rás 2 á sunnudagskvöldið. Þar var Doddi að fara yfir úrslit leikja í 2. deild karla og brá heldur betur í brún þegar hann sá úrslitin frá Sandgerði á laugardag. Doddi gaf sér góðan tíma til að fara á ksi.is og fá þetta staðfest því hann hélt að um prentvillu væri að ræða. Í sama þætti fyrr í sumar var Pétur Magnússon í viðtali og sagði Dodda frá okkar mönnum

Nánar

Stórsigur í Sandgerði

Knattspyrna | 12.09.2010 BÍ/Bolungarvík fóru til Sandgerðis á laugardaginn til að etja kappi við heimamenn í Reyni. Leikurinn byrjaði fjörlega því Hafþór Agnarsson skoraði sjálfsmark og kom Reyni í 1-0 snemma leiks. Hafþór bætti síðan upp fyrir sjálfsmarkið með flottri sendingu inn á Jónmund Grétarsson sem jafnaði þrem mínútum síðar. Fátt markvert gerðist næstu tuttugu mínúturnar en á 34. mínútu kom Andri Rúnar BÍ/Bol yfir, 1-2 með glæsilegu skoti. Eftir þetta hófst klukkutíma markaveisla þar sem BÍ/Bolungarvík skoraði átta mörk í viðbót og sundurspilaði lið Reynis hvað eftir annað. Leikurinn endaði 4-10 þar sem markvörður Reynis fékk rautt spjald þegar um hálftími var eftir og Andri Rúnar skoraði úr vítaspyrnu strax á eftir. Andri skoraði 3 mörk, Jónmundur 2, Dalibor, Emil, Milan, Pétur Geir og Addi allir með sitt markið hvor. Andri Rúnar er markahæsti leikmaður 2. deildar með 18 mörk í 21 leik. Jónmundur Grétarsson hefur leikið 10 leiki og skorað 10 mörk með BÍ/Bolungarvík frá því hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.

Síðasti leikur tímabilsins er heimaleikur á næstu helgi gegn efsta liði deildarinnar, Víking frá Ólafsvík. Þeir hafa fyrir þó nokkru tryggt sér sigur í deildinni og stefna á að reyna setja íslandsmet í stigafjölda. Leikurinn hefur þess vegna litla þýðingu fyrir bæði lið þar sem þau eru bæði kominn upp um deild. Um kvöldið mun BÍ/Bolungarvík halda lokahóf en greint verður nánar frá því seinna í vikunni. Nánar

Leikur í dag

Knattspyrna | 11.09.2010 BÍ/Bolungarvík fer í heimsókn til Sandgerðar í dag og mætir þar heimamönnum í Reyni. Þeir komu vestur um miðjan júlí þar sem við höfðum betur í þeim leik, 2-1. Reynismenn eru um miðja deild og hafa verið að spila ágætlega á köflum en vantað stöðugleika. Þeir skiptu um þjálfara á miðju tímabili og við skútunni tók hinn þaulreyndi Kjartan Másson. Það er önnur saga að segja frá okkur því eins og flestir vita tryggði liðið sér annað sætið í seinustu umferð. Deildin mun síðan enda 18. september þegar við fáum efsta liðið, Víking Ólafsvík, í heimsókn vestur. Leikurinn í Sandgerði efst kl. 14. Nánar

Breyttur æfingatími hjá 7. flokki

Knattspyrna | 06.09.2010 Æfingatími 7. flokks breytist í dag en æfingarnar, sem voru á miðvikudögum og föstudögum, verða framvegis á mánudögum og miðvikudögum kl. 13-14. Fyrst um sinn verða æfingarnar á gervigrasinu við Grunnskólann, en munu síðan færast inn í íþróttahúsið við Austurveg þegar veður fer að versna. Þá munu þessir æfingatímar halda sér svo að ekki ætti að verða neitt rask á því fyrir krakkana. Nánar

1. deild að ári

Knattspyrna | 05.09.2010

BÍ/Bolungarvík vann í gær lið Víðis frá Garði 4-2 á Skeiðisvelli. Jónmundur Grétarsson skoraði tvö mörk og bræðurnir Andri og Óttar sitt markið hvor. Með sigrinum tryggði liðið sér endanlega annað sæti deildarinnar og þar með þáttökurétt í 1. deild að ári. Margt fólk mætti á leikinn og þegar dómarinn hafði flautað til leiksloka brutust út mikil fagnaðarlæti meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins og voru blys tendruð í lok leiksins upp í brekku.

Þar með er ljóst að við erum að fara fá gömul stórveldi í heimsókn hingað vestur næsta sumar og strákarnir spila á ekki ómerkari völlum heldur en Valbjarnarvelli og Akranesvelli.

Nánar

Tap á Húsavík

Knattspyrna | 28.08.2010 BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir Völsungi í dag 2-1. Leikurinn fór fram á Húsavík og með sigrinum eru aðeins sjö stig sem skilja liðin að í öðru og þriðja sæti. Þrír leikir og níu stig eru eftir í pottinum fyrir heimaleikinn gegn Víði á næstu helgi. Sigur í þeim leik tryggir annað sæti endanlega en menn verða að byrja leikinn frá fyrstu mínútu því sumarið er engan veginn búið.

Völsungur fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Róbert Örn varði vel í markinu. 0-0 var staðan í hálfeik en seinni hálfleikur byrjaði fjörlega. Jónmundur Grétarsson kom okkar mönnum yfir á 47. mínútu en mínútu seinna jöfnuðu heimamenn úr vítaspyrnu. Leikurinn hefði getað dottið báðum megin í venjulegum leiktíma og gerði það á endanum í uppbótartíma. Þá skoraði framherji Völsungs með seinustu snertingu leiksins og tryggði þeim 2-1 sigur. Afar svekkjandi fyrir okkar menn því jafntefli hefði verið kærkomið á þessum erfiða útivelli.

Nú er bara að einbeita sér að næsta leik og tryggja þetta endanlega! Nánar

Ný æfingatafla fyrir alla flokka komin á vefinn

Knattspyrna | 27.08.2010 Jæja, þá hafðist þetta loks. Æfingatafla fyrir lok ágúst og september-mánuð er nú komin undir „æfingatafla" hér til vinstri og þar undir er svo hausttaflan sjálf. Nú er svo allt að breytast, flokkarnir skiptast upp eftir árgöngum um þessa helgi og er skiptingin svona:

8. flokkur    árg. 2005 og 2006
7. flokkur    árg. 2003 og 2004
6. flokkur    árg. 2001 og 2002
5. flokkur    árg. 1999 og 2000
4. flokkur    árg. 1997 og 1998
3. flokkur    árg. 1995 og 1996
2. flokkur    árg. 1992, 1993 og 1994

Æfingar nýju flokkanna samkvæmt hausttöflunni hefjast mánudaginn 30. ágúst nema hjá elstu flokkunum (2., 3. og 4. flokki drengja og 3. flokki stúlkna). Þar á eftir að raða niður þjálfurum sem mun ekki gerast fyrr en tímabili meistaraflokks er lokið og búið er að haga þjálfun flokkanna í vetur eftir hagkvæmasta fyrirkomulagi. Nánar

Stórglæsilegur sigur á Hetti

Knattspyrna | 22.08.2010 Strákarnir okkar stóðust stóra prófraun á laugardaginn þegar þeir sigruðu Hött frá Egilsstöðum 3-0 á Skeiðisvelli. Hattarmönnum hafði gengið vel undanfarið eftir að hafa tapað nokkrum leikjum um miðbik móts. Þeir sátu í þriðja sætinu, sex stigum á eftir okkur. Heimamenn mættu gríðarlega einbeitnir til leiks og byrjuðu af fullum krafti strax frá byrjun. Eitthvað sem hefur vantað stundum upp á hjá okkur síðustu tímabil. Strákarnir hittust fyrir leik og borðuðu saman eins og venjan er og fengu í leiðinni að sjá stuðningsvideo sem gert var sérstaklega fyrir leikinn. Nánar

Breyttur æfingatími hjá 7. flokki

Knattspyrna | 22.08.2010 7. flokkur hefur æfingar undir stjórn nýs þjálfara á morgun, mánudaginn 23. ágúst. Þau eiga að mæta kl. 13:15 á gervigrasinu þar sem hinn nýi þjálfari þeirra, Salóme Ingólfsdóttir, mun taka á móti þeim. Hún mun svo setja fram nýja æfingatöflu sem gildir þangað til krakkarnir hefja inniæfingar um mánaðamótin sept/okt. Nánar

Tap í Mosfellsbæ

Knattspyrna | 15.08.2010 BÍ/Bolungarvík tapaði í dag fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ, 2-1. Okkar menn voru frekar kraftlausir í dag, menn voru langt frá sínum mönnum og andstæðingurinn var miklu ákveðnari en við. Við erum samt betra fótboltalið og vorum að reyna spila boltanum á meðan Afturelding lá tilbaka og beittu skyndisóknum. Þetta hefur virkað vel hjá Aftureldingu á móti okkur því við höfum tapað báðum okkar leikjum á móti þeim í sumar. Afturelding var 1-0 yfir í hálfleik og komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik eftir skyndisókn. Milan Krivokapic minnkaði muninn fyrir okkur undir lokin og eftir það fengum við 2-3 sénsa sem hefðu getað orðið að marki. Niðurstaðan því tap í dag og þá eru einungis sex stig í Hött í þriðja sætinu en þeir koma í heimsókn næsta laugardag. Nánar