Fréttir - Körfubolti

Báráttusigur á Selfossi

Körfubolti | 14.12.2019
Marko Dmitrovic var stigahæstur í liði Vestra.
Marko Dmitrovic var stigahæstur í liði Vestra.

Vestri tryggði sér fjórða sæti 1. deildarinnar með góðum sigri á á Selfossi í gær.

Nánar

Bikarleikur gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis

Körfubolti | 03.12.2019
Meistaraflokkur Vestra mætir Fjölni í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Meistaraflokkur Vestra mætir Fjölni í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins. Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Fimmtudaginn 5. desember mætir Vestri úrvalsdeildarliði Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta. Nú þurfum við að fá alla stuðningsmenn í húsið til að hvetja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nánar

Þrjú frá Vestra í æfingahópum landsliða

Körfubolti | 03.12.2019
Hilmir Hallgrímsson, Gréta Proppé Hjaltadóttir og Hugi Hallgrímsson taka þátt í æfingum með yngri landsliðum Íslands milli jóla og nýjárs.
Hilmir Hallgrímsson, Gréta Proppé Hjaltadóttir og Hugi Hallgrímsson taka þátt í æfingum með yngri landsliðum Íslands milli jóla og nýjárs.

Vestri á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta sem koma saman á milli jóla og nýjárs. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru í æfingahópi U18 drengja og Gréta Proppé Hjaltadóttir er í æfingahópi U16 stúlkna.

Nánar

Góður sigur gegn Snæfelli

Körfubolti | 02.12.2019
Hilmir Hallgrímsson átti fínan leik á föstudaginn. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Hilmir Hallgrímsson átti fínan leik á föstudaginn. Ljósmynd: Anna Ingimars.
1 af 4

Síðastliðinn föstudag tók Vestri á móti Snæfelli í 1. deild karla í körfubolta. Leiknum lauk með öruggum sigri Vestra 96-77. Næsta verkefni er bikarleikur í 16 liða úrslitum gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis fimmtudaginn kemur.

Nánar

Heimaleikur: Vestri – Snæfell í dag kl. 19:15

Körfubolti | 29.11.2019
Lið meistaraflokks karla 2019.
Lið meistaraflokks karla 2019.

Vestri tekur á móti Snæfelli í dag í 1. deild karla í körfubolta í íþrótthúsinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 29. nóvember. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15 en grillið verður orðið heitt um 18:30 með ljúffenga Vestraborgara.

Nánar

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Vestra 2020

Körfubolti | 25.11.2019
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Körfuboltabúðir Vestra 2020.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Körfuboltabúðir Vestra 2020.

Búið er að opna fyrir skráningar í næstu Körfuboltabúðir Vestra sem fara fram á Ísafirði dagana 4.-9. júní 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuknattleiksiðkendum af báðum kynjum sem fæddir eru árin 2004-2009. Þetta eru tólftu búðirnar sem haldnar eru en þær fóru fyrst fram vorið 2009 undir merkjum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.

Nánar

Stór hópur á leið á Sambíómótið

Körfubolti | 01.11.2019
Löng hefð er fyrir þátttöku vestfirskra körfuboltakempna á Sambíómótinu. Hér má sjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur, þjálfara, með eitt liðanna sem tók þátt í Sambíómótinu í fyrra. Sex Vestralið eru á leið á mótið í ár.
Löng hefð er fyrir þátttöku vestfirskra körfuboltakempna á Sambíómótinu. Hér má sjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur, þjálfara, með eitt liðanna sem tók þátt í Sambíómótinu í fyrra. Sex Vestralið eru á leið á mótið í ár.

Um 30 iðkendur Kkd. Vestra á aldrinum 6-9 ára, og enn fleiri aðstandendur, eru nú á leið á hið árlega stórmót Sambíómótið, sem fram fer í Grafarvogi í Reykjavík um helgina. Gestgjafinn er íþróttafélagið Fjölnir en áratugalöng hefð er fyrir þessu skemmtilega móti, sem ætlað er yngstu aldurshópum körfuboltans. Hafa vestfirskir iðkendur sótt það í fjölda ára og margir stigið þar sín fyrstu spor í keppni. Um 700 iðkendur eru skráðir til leiks í ár í 139 liðum.

Nánar

Heimaleikur gegn Hamri

Körfubolti | 27.10.2019
Vestri mætir Hamri í öðrum heimaleik liðsins á tímabilinu á mánudag.
Vestri mætir Hamri í öðrum heimaleik liðsins á tímabilinu á mánudag.

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í sannkölluðum toppslag í 1. deildinni á mánudaginn kl. 19:15. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki en Hamarsmenn hafa leikið 4 og Vestri 3. Hamarsmenn eru með sterkt lið og er spáð góðu gengi í vetur. Það er því afara mikilvægt að verja heimavöllinn og fá sem bestan stuðning úr stúkunni.

Nánar

Fjölmennt dómaranámskeið

Körfubolti | 21.10.2019
Dómararnir Friðrik Árnason, lengst til vinstri og Bjarki Þór Davíðsson, lengst til hægri, ásamt myndarlegum hópi þátttakenda á grunnnámskeiði í dómgæslu, sem fram fór síðastliðinn laugardagsmorgun.
Dómararnir Friðrik Árnason, lengst til vinstri og Bjarki Þór Davíðsson, lengst til hægri, ásamt myndarlegum hópi þátttakenda á grunnnámskeiði í dómgæslu, sem fram fór síðastliðinn laugardagsmorgun.

Ríflega tuttugu manns sóttu grunnnámskeið í dómgæslu í körfuknattleik, sem fram fór á Torfnesi á Ísafirði á laugardaginn var. Námskeiðið er samstarfsverkefni Körfuknattleikssambandsins og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og er miðað við tíundubekkinga og eldri. Tókst námskeiðið í alla staði afar vel og hafa þátttakendur nú lokið fyrsta hluta af þremur í dómaramenntun KKÍ og dómararfélagsins.

Nánar

Fyrsti heimaleikurinn: Vestri – Selfoss

Körfubolti | 17.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.

Vestri tekur á móti Selfossi í fyrsta heimaleik liðsins í vetur, föstudaginn 18. október kl. 19:15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tímabilið framundan er spennandi. Lið Vestra er skipað skemmtilegri blöndu af ungum og efnilegum heimamönnum ásamt reyndum leikmönnum.

Nánar