Fréttir - Körfubolti

Góður sigur gegn Snæfelli

Körfubolti | 02.12.2019
Hilmir Hallgrímsson átti fínan leik á föstudaginn. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Hilmir Hallgrímsson átti fínan leik á föstudaginn. Ljósmynd: Anna Ingimars.
1 af 4

Síðastliðinn föstudag tók Vestri á móti Snæfelli í 1. deild karla í körfubolta. Leiknum lauk með öruggum sigri Vestra 96-77. Næsta verkefni er bikarleikur í 16 liða úrslitum gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis fimmtudaginn kemur.

Nánar

Heimaleikur: Vestri – Snæfell í dag kl. 19:15

Körfubolti | 29.11.2019
Lið meistaraflokks karla 2019.
Lið meistaraflokks karla 2019.

Vestri tekur á móti Snæfelli í dag í 1. deild karla í körfubolta í íþrótthúsinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 29. nóvember. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15 en grillið verður orðið heitt um 18:30 með ljúffenga Vestraborgara.

Nánar

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Vestra 2020

Körfubolti | 25.11.2019
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Körfuboltabúðir Vestra 2020.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Körfuboltabúðir Vestra 2020.

Búið er að opna fyrir skráningar í næstu Körfuboltabúðir Vestra sem fara fram á Ísafirði dagana 4.-9. júní 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuknattleiksiðkendum af báðum kynjum sem fæddir eru árin 2004-2009. Þetta eru tólftu búðirnar sem haldnar eru en þær fóru fyrst fram vorið 2009 undir merkjum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.

Nánar

Stór hópur á leið á Sambíómótið

Körfubolti | 01.11.2019
Löng hefð er fyrir þátttöku vestfirskra körfuboltakempna á Sambíómótinu. Hér má sjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur, þjálfara, með eitt liðanna sem tók þátt í Sambíómótinu í fyrra. Sex Vestralið eru á leið á mótið í ár.
Löng hefð er fyrir þátttöku vestfirskra körfuboltakempna á Sambíómótinu. Hér má sjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur, þjálfara, með eitt liðanna sem tók þátt í Sambíómótinu í fyrra. Sex Vestralið eru á leið á mótið í ár.

Um 30 iðkendur Kkd. Vestra á aldrinum 6-9 ára, og enn fleiri aðstandendur, eru nú á leið á hið árlega stórmót Sambíómótið, sem fram fer í Grafarvogi í Reykjavík um helgina. Gestgjafinn er íþróttafélagið Fjölnir en áratugalöng hefð er fyrir þessu skemmtilega móti, sem ætlað er yngstu aldurshópum körfuboltans. Hafa vestfirskir iðkendur sótt það í fjölda ára og margir stigið þar sín fyrstu spor í keppni. Um 700 iðkendur eru skráðir til leiks í ár í 139 liðum.

Nánar

Heimaleikur gegn Hamri

Körfubolti | 27.10.2019
Vestri mætir Hamri í öðrum heimaleik liðsins á tímabilinu á mánudag.
Vestri mætir Hamri í öðrum heimaleik liðsins á tímabilinu á mánudag.

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í sannkölluðum toppslag í 1. deildinni á mánudaginn kl. 19:15. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki en Hamarsmenn hafa leikið 4 og Vestri 3. Hamarsmenn eru með sterkt lið og er spáð góðu gengi í vetur. Það er því afara mikilvægt að verja heimavöllinn og fá sem bestan stuðning úr stúkunni.

Nánar

Fjölmennt dómaranámskeið

Körfubolti | 21.10.2019
Dómararnir Friðrik Árnason, lengst til vinstri og Bjarki Þór Davíðsson, lengst til hægri, ásamt myndarlegum hópi þátttakenda á grunnnámskeiði í dómgæslu, sem fram fór síðastliðinn laugardagsmorgun.
Dómararnir Friðrik Árnason, lengst til vinstri og Bjarki Þór Davíðsson, lengst til hægri, ásamt myndarlegum hópi þátttakenda á grunnnámskeiði í dómgæslu, sem fram fór síðastliðinn laugardagsmorgun.

Ríflega tuttugu manns sóttu grunnnámskeið í dómgæslu í körfuknattleik, sem fram fór á Torfnesi á Ísafirði á laugardaginn var. Námskeiðið er samstarfsverkefni Körfuknattleikssambandsins og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og er miðað við tíundubekkinga og eldri. Tókst námskeiðið í alla staði afar vel og hafa þátttakendur nú lokið fyrsta hluta af þremur í dómaramenntun KKÍ og dómararfélagsins.

Nánar

Fyrsti heimaleikurinn: Vestri – Selfoss

Körfubolti | 17.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.

Vestri tekur á móti Selfossi í fyrsta heimaleik liðsins í vetur, föstudaginn 18. október kl. 19:15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tímabilið framundan er spennandi. Lið Vestra er skipað skemmtilegri blöndu af ungum og efnilegum heimamönnum ásamt reyndum leikmönnum.

Nánar

Baldur Ingi snýr aftur

Körfubolti | 16.10.2019
Baldur Ingi Jónasson og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra, handsala samninginn í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.
Baldur Ingi Jónasson og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra, handsala samninginn í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.

Baldur Ingi Jónasson, félags- og vinnusálfræðingur, er genginn til liðs við þjálfarateymi Körfuknattleiksdeildar Vestra og mun hann m.a. sinna þáttum sem lúta að hugarþjálfun, sjálfsstyrkingu og þróun leikmanna meistaraflokks karla. Baldur Ingi mun jafnframt liðsinna yngri flokkum deildarinnar með ráðgjöf og fyrirlestrum um hugarþjálfun fyrir þjálfara deildarinnar og iðkendur eldri æfingahópa.

Nánar

Breikkum bakvarðasveit körfunnar

Körfubolti | 14.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt stjórn og þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt stjórn og þjálfurum.

Eins og gefur að skilja er í mörg horn að líta í upphafi tímabils og ljóst að annasamur vetur er framundan. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra ber hitann og þungan af rekstri deildarinnar og öllu utanumhaldi meistaraflokks. Til að gera tímabilið framundan sem skemmtilegast og árangursríkast leitar stjórn nú til stuðningsmanna Vestra eftir aðstoð við ýmis störf sem til falla, einkum í tengslum við heimaleiki.

Nánar

Körfuboltinn rúllar af stað!

Körfubolti | 04.10.2019
Vestri mætir Snæfelli í fyrsta leik á útivelli í kvöld.
Vestri mætir Snæfelli í fyrsta leik á útivelli í kvöld.

Í kvöld hefur meistaraflokkur karla í körfubolta leik í 1. deild Íslandsmótsins. Vestri mætir Snæfelli í Stykkishólmi kl. 19:15 og verður leikurinn sýndur beint á Snæfell-TV. Fyrsti heimaleikur liðsins fer svo fram 18. október þegar Selfoss kemur í heimsókn.

Nánar