Fréttir - Körfubolti

Fullt hús hjá 11. flokk

Körfubolti | 01.11.2009
KFÍ menn tilbúnir í uppkast!
KFÍ menn tilbúnir í uppkast!
1 af 4
Rétt í þessu var að ljúka þriðja og síðasta leik 11. flokks í þessari risaferð. Um er að ræða hörkuslag gegn FSu og voru lokatölur 58-56. Þetta var þriðji sigur flokksins og halda þeir sér glæsilega uppi í B riðli. Nánari fréttir þegar heim er komið. Allir biðja að heilsa.

KFÍ out Nánar

Tap hjá drengjaflokk

Körfubolti | 31.10.2009
Strákarnir eru að taka miklum framförum. Mynd Sigga Leifs
Strákarnir eru að taka miklum framförum. Mynd Sigga Leifs
1 af 2
Drengjaflokkur KFÍ tapaði nú fyrir stundu leik sínum gegn hávöxnu liði Skallagrím/Snæfells, 81-67. Stigahæstir hjá KFÍ voru þeir Florian Jovanov með 23 stig og Stefán Diego Garcia með 11 stig. Nánar

11.flokkur sigrar aftur

Körfubolti | 31.10.2009
Gautur er að vakna
Gautur er að vakna
Sigurganga 11.flokks drengja heldur áfram en nú lögðu þeir Skallagrím af velli í Borgarnesi, 45-71.
Nánar

Tveir sigrar á Val á einu kvöldi

Körfubolti | 30.10.2009
Sigursælir þessa helgina.
Sigursælir þessa helgina.
1 af 5
11.flokkur drengja var rétt í þessu að leggja Val af velli 50-69 í Vodafonehöllinni. Í annað sinn sama kvöld þegar flestir eru farnir út á lífið eða á leið í háttinn voru sprækir drengir okkar að spila leik gegn Val.
Nánar

Valsmenn teknir úr sambandi í Vodafonehöllinni

Körfubolti | 30.10.2009
Pance átti stórleik í kvöld.
Pance átti stórleik í kvöld.
1 af 5
KFÍ landaði miklu baráttu sigri, 69-80, á móti Valsmönnum í Vodafonehöllinni nú fyrr í kvöld. Það byrjaði reyndar ekki byrlega fyrstu tvo leikhlutana því staðan í hálfleik var 36-24 fyrir Val. En Ísfirðingar hífðu upp um sig brækurnar í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 53-53 í lok þriðja leikhluta. Þegar um þrjár mínútur voru eftir, í stöðunni 67-62 fyrir Val, sagði Pance Ilievski hingað og ekki lengra og setti niður þrjá þrista í röð, en hann skoraði alls 18 stig í fjórða leikhluta. KFÍ rúllaði yfir Valsmenn á lokasprettinum og enduðu með 69-80 sigri eins og fyrr segir.

Ítarlegri umfjöllun kemur seinna.

Tölfræði leiksins Nánar

KFÍ á ferð og flugi um helgina.

Körfubolti | 29.10.2009
Matt er klár í slaginn.
Matt er klár í slaginn.
Mikið er að gera hjá KFÍ um þessa helgi. Minni boltinn hjá okkur fer á Hópbílamót Fjölnis í Grafarvogi og er mikil tilhlökkun í þessum hóp.

11 flokkur drengja fer og keppir þrjá leiki gegn Val, Fsu og Borgarnesi.
Drengjaflokkur keppir gegn Val og Snæfell/Borgarnesi og svo keppir meistaraflokkurinn gegn Val að Hlíðarenda annað kvöld (föstud.) kl.20.00.

Nánar

Leikur hjá 10. flokki stúlkna á sunnudag - æfingar breytast á laugardag

Körfubolti | 29.10.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna tekur á móti liði Breiðabliks á sunnudaginn kemur kl. 11.30.  Leikurinn er frestaður leikur frá síðasta fjölliðamóti og því liður í Íslandsmóti.  Allir hvattir til að mæta og hvetja stúlkurnar okkar.

Vegna þessa þá breytast æfingar á laugardeginum hjá okkur, víxluðum æfingatímum við fótboltann svo leikurinn gæti farið fram og þökkum við þeim skilninginn.

Æfingar hjá 8. flokki og 10. flokki stúlkna á laugardaginn færast þannig frá 12.20 til 13.40 Nánar

Íslandsbanki er styrktaraðili KFÍ

Körfubolti | 28.10.2009
Freygerður og Ingólfur við undirritun ásamt þeim Hjalta og Þóri.
Freygerður og Ingólfur við undirritun ásamt þeim Hjalta og Þóri.
Freygerður Ólafsdóttir frá Íslandsbanka, undirritaði samstarfssamning bankans og KFÍ, ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ í hálfleik í viðureign KFÍ og Hauka.  Það var táknrænt að á eftir fylgdi glæsilegur sigur okkar manna.
Nánar

Stórsigur á Haukum.

Körfubolti | 26.10.2009
Craig komin á svif!
Craig komin á svif!
1 af 2
Þeir sem komu á leik KFÍ og Hauka í kvöld voru ekki sviknir um skemmtun. Bæði lið börðust eins og ljón og á tímabili var leikurinn kominn í þras og leiðindi, en góðir dómarar leiksins í kvöld héldu öllu innan marka og úr varð hin besta skemmtun. KFÍ byrjaði af feyknar krafti og náðu forustu snemma leiks með góðum leik í vörn og sókn og staðan eftir fyrsta leikhluta 21-10. Þar voru Matt, Darko, Þórir og Craig sem gáfu tóninn.
Nánar

The game is live tonight/Leikurinn í beinni í kvöld

Körfubolti | 25.10.2009
Í beinni að sjálfsögðu.
Í beinni að sjálfsögðu.
KFÍ-Haukar is going to be sent out live tonight at 19.15 (our time zone). Click om the link her on the KFI tv below in this coumn. We start live feed at 19.10. Tonight, we will be testing better quality in our broadcast so please try the Full Screen feature.

KFÍ-Haukar verður í beinni útsendingu í kvöld og byrjar leikruinn 19.15. Útesnding hefst 19.10 og er hægt að tengjast með því að ýta á KFI tv hér fyrir neðan. Í kvöld verða hálfgerðar tilraunaútsending með betri gæði og kvetjum við fólk til að prófa Full Screen fítusinn.

KFÍ tv Nánar