Körfubolti | 16.12.2009
Síðasta æfing hjá minnibolta yngri var í dag og verður næsta æfing hjá þeim mánudaginn 4. janúar 2010.
Æfingar hjá öðrum flokkum verða skv. stundartöflu nema hvað húsið verður lokað og engar æfingar eftirtalda daga.
24. - 27. desember
31. des - 3. janúar
Nánar
Körfubolti | 15.12.2009
KFÍ.is var að berast algjör gullmoli í formi myndbands frá 1994 þegar KFÍ bar sigurorð í úrslitakeppni 2.deildarinnar og tryggði sér sæti í 1.deildinni. Hægt er að skoða myndbandið með því að smella á "Meira".
Nánar
Körfubolti | 14.12.2009
Hjalti var grimmur og gaf ekkert eftir í gær.
Craig í kjörstöðu
Daniel átti góðan leik.
Darco með örugga körfu
Var þetta villa?
...en þessi?
Það var kaflaskiptur en skemmtilegur leikur sem boðið var upp á í Jakanum í gærkveldi. Gestirnir frá Þorlákshöfn komu sterkir til leiks og börðust eins og ljón. Það hefði engum átt að koma á óvart enda eru þeir þekktir fyrir baráttu og eru með mjög skemmtilegt lið. KFÍ snéri leiknum á eftirminnilegan hátt í 3ja leikhluta og þar var grunnurinn að öruggum sigri lagður. Eftir það var ekki við snúið.
Nánar
Körfubolti | 10.12.2009
Matt er tilbúinn í leikinn
það verður spennandi leikur á sunnudagskvöld þegar
Þór frá Þorlákshöfn kemur í heimsókn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið enda bæði í hörðum slag um toppsætið. Sem stendur er KFÍ á toppnum, en Þórsarar eru í fjórða sæti.
Innan raða Þórs eru góðir leikmenn, þeirra fremstir eru
Grétar Ingi Erlendsson sem er þeirra stigahæstur,
Baldur Þór Ragnarsson sem er með 14 stig og 6 stoðsendingar í leik svo eru þeir nýbúnir að fá
Ara Gylfason frá Fsu og
Magnús Pálsson frá Fjölni og eru þeir klárir í slaginn.
Það verður því gaman á sunnudagskvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.
Það er von okkar á kfi.is að fólk fjölmenni á leikinn og styðji strákana okkar í KFÍ. Og þeir sem eru fjarri Jakanum geta séð leikinn í beinni að sjálfsögðu og alltaf á
KFÍ-Tv
Nánar
Körfubolti | 08.12.2009
Sr. Magnús ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ og þeim Kjartani, Huga, Benedikt, Hilmi og Þorleifi.
KFÍ stóð fyrir söfnun í samstarfi við Landsbankann á Ísafirði. Söfnun var þegar heimaleikur KFÍ gegn Hetti þann 20. nóvember s.l. fór fram. Stuðningsfólk KFÍ lagði frjáls framlög í sjóð, í stað inngangseyris á leikinn. Gekk þetta ágætlega og var sérstaklega ánægjulegt þegar yngstu iðkendur félagsins, strákarnir úr minniboltanum afhentu sóknarprestinum Sr. Magnúsi Erlingssyni afraksturinn. Þetta var svo sannarlega góð viðbót á aðventunni og verður gaman að fylgjast með afrekum þessara drengja á næstu árum.
KFÍ þakkar öllum sem lögði þessu átaki lið fyrir.
Nánar
Körfubolti | 06.12.2009
Uppkast
Craig brýst inn á miðju teigsins...
...lýkur svo hreyfingunni með laglegu sniðskoti.
Craig olli Eiríki Önundarsyni miklum hausverk í kvöld, enda er Craig síbrotamaður þegar kemur að þjófnaði á boltum!
Pance fær ruðning á sig. Takið eftir því hvernig hnéð á Kristni er að fara að rekast í hnakka Eiríks!
Körfubolti er göfug íþrótt og án snertingar!
Mateusz og Hreggviður tókust oft vel á í þessum leik.
Liðsfundur
KFÍ féll úr leik eftir hörkuleik gegn ÍR í bikarnum 86-93. KFÍ átti í fullu tréi við ÍR-ingana og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum í restina en ÍR ingar nýttu sér reynslu sína og kláruðu leikinn.
Þetta var fínn leikur hjá KFÍ, sýndu úrvalsdeildarliðinu enga virðingu og að þeir gætu spilað við þá á jafnréttisgrundvelli. Það var helst gríðarlega góð hittni ÍR-inga sem skildi að í byrjun en svo þegar vörn heimamanna batnaði þá minnkaði munurinn.
Nánar
Körfubolti | 05.12.2009
Uppkast
Sunna í baráttu um frákast
Málfríður gefur á Evu
Barátta í teignum
Hressar stelpur úr Kormák að leik loknum.
KFÍ stúlkur fagna sigri!
Stelpurnar í 10. flokki léku gegn Kormáki í bikarnum í dag og unnu góðan sigur 46-20. Leikurinn byrjaði rólega og voru stúlkurnar okkar full gestrisnar, voru ekki nógu grimmar í fráköstum og vörninni. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 12-5 og svo 20-10 í hálfleik. KFÍ liðar fóru síðan að átta sig betur á hlutunum og leikur og grimmd batnaði eftir því sem leið á leikinn. Kormáksstelpur gáfu eftir enda orðnar þreyttar, búnar að keyra alla leiðina frá Hvammstanga.
Allir stóðu sig vel hjá KFÍ og allir fengu að spila. Flott spil og barátta sást á köflum og sýndu stelpurnar að þær geta þetta allt saman. Stelpurnar úr 8. flokki komu inn á og stóðu sig með prýði en stúlkurnar úr 10. flokki sáu nú samt um þetta.
Nánar
Körfubolti | 03.12.2009
Sunna er í 10.flokk og er hér í búning þeirra bestu :) Mynd.bb.is
Á laugardaginn n.k. 5.desember koma stelpurnar frá Kormák í heimsókn og etja kappi við stelpurnar úr 10.flokk í bikarkeppni KKÍ og hefst leikurinn kl.15.00. Stúlkurnar frá Kormák koma frá Hvammstanga og nágrenni. Við á kfi.is hvetjum alla að taka sér frí frá amstri daglegs lífs og hvetja okkar stúlkur til dáða.
Áfram KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 03.12.2009
Subway er málið
Sunnudagskvöldið 6. desember tekur meistaraflokkur KFÍ á móti ÍR í
Subway-bikarnum og hefst leikruinn kl.19.15. Þessi tvö lið mættust í Valsmótinu í haust og þá fór KFÍ með sigur af hólmi 57-56 í æsispennandi leik. Það er alveg öruggt að ÍR kemur hingað til þess að hefna ófaranna og eru þeir með mjög skemmtilegt lið. Þar á meðal eru
Nemanja Sovic sem er stigahæstur leikmanna þeirra,
Hreggviður Magnússon,
Steinar Arason,
Gunnlaugur H. Elsuson og hinn síungi
Eiríkur Önundarson. ÍR er sem stendur í 7.sæti
Iceland Express deildarinnar
Margt verður til gamans gert á leiknum þ.á.m. verða skotleikir frá "Velkomin um borð" frá
Flugfélag Íslands og einnig frá
Bókahorninu á Ísafirði sem nýlega opnaði í versluninni Neista á Ísafirði. Það er því um að gera að koma á leikinn og horfa á góðan leik og eiga möguleika að ganga heim með góða vinninga að leik loknum.
Allir á völlinn !!!!!
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 27.11.2009
Craig fór fyrir okkar mönnum
Strákarnir úr meistaraflokk voru í þessu að klára leik gegn ÍA og unnu tíu stiga sigur 83-72. Þar með komumst við aftur í efsta sætið. Þess má geta að þeir fóru einungis átta að vestan vegna prófa hjá "púkunum" okkar. Matt meiddist í vikunni en Óli sjúkraþjálfari var með Matt í meðferð og "límdi" hann í morgun áður en lagt var í hann.
Stig. Craig 25, Pance 19, Matt, 13, Þórir 8, Darco 8, Hjalti 10.
Áfram KFÍ.
Nánar