Fréttir - Körfubolti

Stelpurnar í 10.flokk keppa við Umf.Kormák í bikarkeppni KKÍ.

Körfubolti | 03.12.2009
Sunna er í 10.flokk og er hér í búning þeirra bestu :) Mynd.bb.is
Sunna er í 10.flokk og er hér í búning þeirra bestu :) Mynd.bb.is
Á laugardaginn n.k. 5.desember koma stelpurnar frá Kormák í heimsókn og etja kappi við stelpurnar úr 10.flokk í bikarkeppni KKÍ og hefst leikurinn kl.15.00. Stúlkurnar frá Kormák koma frá Hvammstanga og nágrenni. Við á kfi.is hvetjum alla að taka sér frí frá amstri daglegs lífs og hvetja okkar stúlkur til dáða.

Áfram KFÍ. Nánar

KFÍ-ÍR keppa í 16 liða keppni Subway-bikarsins á sunnudagskvöld

Körfubolti | 03.12.2009
Subway er málið
Subway er málið
Sunnudagskvöldið 6. desember tekur meistaraflokkur KFÍ á móti ÍR í Subway-bikarnum og hefst leikruinn kl.19.15. Þessi tvö lið mættust í Valsmótinu í haust og þá fór KFÍ með sigur af hólmi 57-56 í æsispennandi leik. Það er alveg öruggt að ÍR kemur hingað til þess að hefna ófaranna og eru þeir með mjög skemmtilegt lið. Þar á meðal eru Nemanja Sovic sem er stigahæstur leikmanna þeirra, Hreggviður Magnússon, Steinar Arason, Gunnlaugur H. Elsuson og hinn síungi Eiríkur Önundarson. ÍR er sem stendur í 7.sæti Iceland Express deildarinnar

Margt verður til gamans gert á leiknum þ.á.m. verða skotleikir frá "Velkomin um borð" frá Flugfélag Íslands og einnig frá Bókahorninu á Ísafirði sem nýlega opnaði í versluninni Neista á Ísafirði. Það er því um að gera að koma á leikinn og horfa á góðan leik og eiga möguleika að ganga heim með góða vinninga að leik loknum.

Allir á völlinn !!!!!

Áfram KFÍ Nánar

Skyldusigur á skaganum

Körfubolti | 27.11.2009
Craig fór fyrir okkar mönnum
Craig fór fyrir okkar mönnum
Strákarnir úr meistaraflokk voru í þessu að klára leik gegn ÍA og unnu tíu stiga sigur 83-72. Þar með komumst við aftur í efsta sætið. Þess má geta að þeir fóru einungis átta að vestan vegna prófa hjá "púkunum" okkar. Matt meiddist í vikunni en Óli sjúkraþjálfari var með Matt í meðferð og "límdi" hann í morgun áður en lagt var í hann.

Stig. Craig 25, Pance 19, Matt, 13, Þórir 8, Darco 8, Hjalti 10.

Áfram KFÍ. Nánar

KFÍ fer á skagann

Körfubolti | 26.11.2009 Á morgun fara strákarnir í meistaraflokk á Akranes að spila gegn ÍA og er langt frá því auðvelt að fara með sigur þaðan. Skagastrákarnir eru með skemmtilegt lið og eru sýnd veiði en ekki gefinn. Þeirra helstu menn eru Hörður Nikulásson, Dagur Þórisson, Trausti Freyr Jónsson og Sigurður Rúnar Sigurðsson. Það er samt skarð fyrir skildi að Halldór Gunnar Jónsson er í leikbanni, en hann er mjög góður leikmaður og er með 15 stig a.m.t. í leik. En maður kemur í manns stað hjá skagadrengjunum. Það er því nauðsynlegt fyrir KFÍ að koma með hausinn rétt skrúfaðan á til leiks og berjast um hvern einasta bolta. 

Áfram KFÍ. Nánar

11.flokkur áfram í bikarkeppni KKÍ án keppni !

Körfubolti | 26.11.2009
Þá er það næsta verkefni...
Þá er það næsta verkefni...
Þá er komið í ljós að 11.flokkur Hauka gefur leik sinn gegn strákunum okkar. Leikurinn átti að fara fram hér heima og eru þá lyktir málsins að strákarnir okkar sigra leikinn 20-0, og eru því komnir áfram í 8 liða úrslit. Þetta er samt dapurt að sigra leiki svona. Það voru margir farnir að hlakka til að sjá strákana spila. En vonandi fáum við heimaleik í næstu umferð. Nánar

Sigur gegn Grindavík í drengjaflokki

Körfubolti | 23.11.2009
Farið yfir málin
Farið yfir málin
Piltarnir okkar í drengjaflokki unnu góðan baráttusigur gegn liði Grindvíkinga sem komu í heimsókn til okkar, endaði leikurinn 67-61 fyrir KFÍ.  Nánar um leikinn í meira: Nánar

10. flokkur stúlkna - fjölliðamót

Körfubolti | 22.11.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna skrapp suður um helgina og tók þátt í fjölliðamóti.  Því miður gekk nú ekki alveg nógu vel þó svo spilamennskan hafi nú skánað eftir því sem leið á mótið.  Stúlkurnar spiluðu 3 leiki og töpuðu því miður öllum.  Nánar um leikina hér í meira: Nánar

Skórnir teknir af hillunni - KFÍ-R sigrar í fyrsta leiknum sínum!

Körfubolti | 22.11.2009
Þjálfarinn var sáttur að leikslokum
Þjálfarinn var sáttur að leikslokum

Í ár hafa uppaldir KFÍ leikmenn dustað rykið af körfuboltaskónum og stofnað lið sem samastendur af leikmönnum sem ólust upp á Ísafirði og spiluðu saman í gegnum yngriflokka og uppí meistaraflokk. Liðið skráði sig í Utandeild Breiðabliks. Í utandeildinni er spilað 2x16 mínútur með hraðsmótsreglum. Klukkan er ekki stoppuð, handboltaskiptingar eru leyfðar og leikmenn fara út af með fjórar villur. Liðið spilaði á föstudagskvöld við Körfuboltalið Vesturbæjar. Hópurinn var skipaður þéttum tíu manna kjarna. Formaður og þjálfari liðsins er Pétur Þór Birgisson. Aðrir leikmenn eru Böðvar Sigurbjörnsson, Gabríel Antonio Rodriquez, Helgi Dan Stefánsson, Atli Kristinsson, Davíð Rúnar Benjamínsson, Sverrir Örn Rafnsson, Þorsteinn Valur Thorarensen, Unnþór Jónsson og Gunnar Ingi Elvarsson.

Nánar

Höttur átti aldrei möguleika og KFÍ aftur á topp 1.deildar.

Körfubolti | 21.11.2009

Þegar komið var til leiks í dag voru Hattarmenn búnir að hækka meðalhæð um nokkra sentímetra. Tveir risar voru komnir með flugvél um morguninn en það voru þeir Morten Szmiedowicz og Georg Ögmundsson. Og var mikið fjör í upphitun hjá Hetti, menn að troða með látum og mátti búast við hörkuleik. En það reyndist ekki eins auðvelt og sást í upphituninni. Strákarnir í KFÍ komu af krafti til leiks og eftir sex mínútur var staðan 27-7 og endaði leikhlutinn 36-16. Vörnin var að svínvirka og komu góð hraðaupphlaup með Matt Zova í miklu stuði, en hann var kominn með 12 stig gegn Kevin Jolley og Morten í fyrsta leikhluta auk þess sem hann hirti fjöldan allan af fráköstum.

Nánar

Auðveldur sigur gegn Hetti.

Körfubolti | 20.11.2009
1 af 2
Höttur var lítil fyrirstaða fyrir KFÍ í kvöld. og eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 32-18. Gaman var að sjá Leó Sigurðsson byrja inn á hjá KFÍ. Leó er 17 ára og mikið efni. Hann þakkaði traustið með að stela bolta og fara í fallegt sniðskot og skora. Vörnin var góð og sóknarleikurinn var að fljóta vel og uppskárum við góð þriggja stiga skot frá Craig (2), og Pance og Darco með einn á mann. Matt var á fullu að frákasta og var kominn með sex stykki á fyrstu mínútunum. Hjá Hetti voru það Bjössi og Kevin sem voru sprækastir og einnig var Steingrímur góður í baráttunni við Matt.
Nánar