Fréttir - Körfubolti

KFÍ ætlar að styrkja fjölskylduhjálp Ísafjarðarkirkju

Körfubolti | 18.11.2009
Ísafjarðarkirkja. Mynd www.vestfirdir.is
Ísafjarðarkirkja. Mynd www.vestfirdir.is

Allur ágóði af leik KFÍ og Hattar frá Egilsstöðum í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudag mun renna óskertur til fjölskylduhjálpar Ísafjarðarkirkju. „Við höfum fundið fyrir velvilja í okkar garð í samfélaginu í haust og viljum með þessu móti gefa eitthvað til baka,“ segir Ingólfur Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. 

Stjórn KFÍ ákvað í samstarfi við Landsbankann að leggja fjölskylduhjálpinni lið með þessum hætti. „Við viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að skella sér á leikinn og láta gott af sér leiða. Við vonumst til þess að geta fyllt húsið. Verðið verður ekki bundið við fast miðaverð heldur má fólk borga eins lítið og mikið og það vill og getur“, segir Guðjón Már Þorsteinsson, meðstjórnandi og íþróttafulltrúi KFÍ.

Nánar

8. flokkur drengja - keppnisferð

Körfubolti | 16.11.2009
8. flokkur drengja
8. flokkur drengja
1 af 3
8. flokkur drengja lagði land undir fót og tók þátt í fjölliðamóti á Selfossi um helgina.  Engir glæstir sigrar unnust að þessu sinni en framfarir greinilegar og finna má ferðasöguna hér í meira: Nánar

Arfaslakir í kvöld.

Körfubolti | 15.11.2009
Þórir var besti maðurinn í kvöld.
Þórir var besti maðurinn í kvöld.
Það var engu líkara eftir kraftmikla byrjun hjá okkur í kvöld, en að við hefðum haldið að Borgnesingar myndu bara gefast upp. En það var mikill miskilningur því þar á bæ eru menn sem kunna að spila körfubolta. Án mikilla orðalenginga þá voru þeir Silver Laku, Konrad Tota og Haffi Gunn bara einu númeri of stórir í kvöld og lokatölur 66-76. Þeir hittu á toppleik allir þrír á meðan allir nema Þórir Guðmundsson voru algjörlega úr tengingu við leikinn. Sem betur fer eru ekki margir leikir svona á Jakanum og verðum við fljótir að ná vopnum okkar á ný. Á morgun er nýr dagur og þessi leikur að baki. Nú hefst undirbúningur fyrir tvo leiki hér á heima á næstu helgi þegar við tökum á móti Hetti frá Egilstöðum, en þeir leika hér tvo leiki við okkur og er sá fyrri á föstudagskvöld kl.19.15 og sá síðari kl.13.00 á laugardag.
Nú er um að gera að fjölmenna og hvetja okkar menn til dáða. Og ekki gleyma því að við erum bara búnir að tapa einum leik og enginn heimsendir í nánd.

Þess má geta að Craig vankaðist þegar hann og Matt stóri skullu saman við baráttu um frákast. Við það braut Craig tönn og Matt þurfti að láta sauma á sér höfuðið. Það gékk því mikið á. Nánar

11. flokkur KFÍ kominn í A-riðil eftir frábæra helgi.

Körfubolti | 15.11.2009
Strákarnir komnir í A-riðil
Strákarnir komnir í A-riðil
11. flokkur KFÍ gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína í fjölliðamótinu sem haldið var í Bolungarvík um helgina. Strákarnir sigruðu Fjölni 63-57 og Borgarnes 59-48. Þetta þýðir að strákarnir eru meðal fimm bestu bestu liða landsins í dag og keppa í A-riðli í næsta fjölliðamóti !

Fyrri leikur strákanna var gegn Fjölni og voru drengirnir úr Grafavogi sterkari í bryjun og mátti sjá að sumir hafi verið illa vaknaðir úr okkar liði. Staðan 10-14 eftir fyrsta leikhluta. En eftir smá vatn og hvíld komu þeir inn í leikinn í öðrum leikhluta með Gumma í broddi fylkinar og gerði hann 11 stig og svo bættu þeir Óskar, Kormákur og Sigmundur við 8 stigum og þegar rölt var til leikhlés var staðan 29-28 okkur í hag. Þegar þarna var komið við sögu var Sigmundur kominn í gang og setti tvo flotta þrista. Nánar

Strákarnir í drengjaflokk áfram í bikarkeppni KKÍ.

Körfubolti | 14.11.2009
1 af 4
Drengirnir okkar eru komnir áfram í drengjaflokk eftir 80 stiga sigur gegn ÍA. Lokatölur 111-31.

Það var rosalegur kraftur í drengjunum í byrjun leiks í bikarkeppninni. Eftir að staðan var 4-3 á annarri mínútu kom rosalegur kafli hjá KFÍ og vörnin var meiriháttar góð sem skilaði okkur 41-3 eftir fyrsta leikhluta. Sem sagt 38 stig í röð hjá okkur frá öllum sem inn á voru en níu leikmenn KFÍ náðu að skora. Áfram var haldið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 68-11. Í seinni hálfleik héldu menn að boltinn væri til þess að henda í veggi, en við hentun boltanum oft út af og misstum taktinn og þriðji leikhluti fór 20-11. Það verður þó að hæla strákunum í ÍA. þeir börðust af krafti og gerðu okkur erfitt fyrir í þessum fjórðung. En og aftur kom þrumu ræða frá Borce þjálfara og enduðum við leikinn með því að taka fjórða leikhluta 23-8 og leikinn því 111-31. ÍA strákarnir spiluðu með hjartanu og gáfu sig alla í þennan leik, en meginn hluti þeirra var búinn að spila tvo leiki fyrr um daginn. Stig okkar skiptust þanni; Leó S. 25, Stefán Diego 21,  Gautur Arnar G. 15, Jón Kristinn S. 12, Hermann H. 10, Guðni Páll G. 9, Þorgeir E. 9, Kormákur Breki V. 6 og Sævar V. 4. Allir skiluðu sínu, en Þeir Leó og Stebbi Diego og Gautur voru öflugir. En vítin eru eitthvað að stríða okkur (19/8) og er það öruggt að strákarnir verða sendir á línuna eftir helgina :)

Áfram KFÍ.  Nánar

Strákarnir í 11.flokk unnu báða leiki sína í dag.

Körfubolti | 14.11.2009 Strákarnir byrjuðu daginn á leik við ÍA og byrjuðu strákarnir af krafti og eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-6 og voru Sigmundur, Ingvar, Hákon og Óskar iðnir við að koma boltanum ofan í körfuna.Í öðrum leikhluta var vörnin að skila sínu og tókst skagastrákunum erfiðlega að komast í gegn. Þeir náðu aðeins að skora tvö stig gegn níu stigum KFÍ og staðan í hálfleik 29-8. Við hentum boltanum ofr út af og víanýting var ekki góð. Í þriðja leikhluta var frekar jafnt með liðunum og strákarnir í ÍA börðust mjög vel og náðu að komast aðeins inn í leikinn og staðan í lok þriðja var staðan 42-22. En KFÍ spýttu í lófa og kláruðu leikinn með glans. Lokatölur KFÍ 56 ÍA 30. Vítanýting okkar var slök (16/7) en baráttan var til fyrirmyndar. Gautur Arnar varði fjörgur skot í leiknum og kom sterkur inn af bekknum. Stig skiptust svona; Gummi Gumm 16, Ingvar V. 10, Hákon V. 9, Sigmundur Ragnar H. 7, Gautur Arnar G. 7, Kormákur Breki V. 6, Óskar K. 5, Andri Már. 2. Nánar

Fjölliðamót 11.flokks drengja gengur mjög vel.

Körfubolti | 14.11.2009
ÍA
ÍA
1 af 6
Það voru sex leikir á dagskrá í dag. Fimm þeirra voru í fjölliðamóti drengja í B-riðli og svo einn leikur í bikarkeppni KKÍ í drengjaflokki. Á morgun er byrjað kl. 9.00 og eru á dagskrá fimm leikir í viðbót. Keppt er í Bolungarvík og eru keppendur allir á sama máli um að þar sé frábær aðstaða og starfsfólk í íþróttamiðstöðinni Árbæ er hið besta. Það koma að þessu móti yfir tuttugu manns og fengum við hingað Ingvar Ágústsson dómara til þess að dæma leikina með Arnari Guðmundssyni og leikmönnum í meistaraflokk KFÍ og allir strákarnir í drengjaflokk mönnuðu ritaraborð með stjórnarmönnum KFÍ. Allir hafa verið til fyrirmyndar og leikirnir voru allir á auglýstum tíma.
Nánar

KFÍ tekur á móti Skallagrím n.k sunnudagskvöld.

Körfubolti | 13.11.2009
Þórir er algjörlega tilbúinn.
Mynd, Halldór Sveinbjörnsson
Þórir er algjörlega tilbúinn. Mynd, Halldór Sveinbjörnsson
Þá er komið að leik sem margir hafa beðið eftir. Vinir okkar frá Borgarnesi eru á leið vestur og heiðra okkur með nærveru sinni. Skallagrímur hefur leikið fjóra leiki í 1.deildinni, unnið þrjá og tapað einum gegn Haukum eftir jafnan leik. Borgnesingar ætla sér sæti í Iceland Express deildinni og koma hingað með ekkert minna í huga en að taka burt stig tvö sem í boði eru.

En þeir þurfa örugglega að gera ráð fyrir því að KFÍ sé ekki á sama máli og séu alls ekki til í að gefa þessi tvö stig frá sér þrátt fyrir að vera annálaðir fyrir frábæra gestrisni. Búast má við topp leik á milli tveggja hörku liða. Borgnesingar hafa á að skipa mjög gott lið og eru þeirra bestu menn Silve Laku sem er stigahæstur þeirra með 18,3 stig, Konrad Tota er með 18 stig a.m.t. í leik og Hafþór Ingi Gunnarsson með 13, 3 stig a.m.t. í leik. Enn fremur hafa þeir mjög efnilega menn þar á bæ eins og Trausta Eiríksson sem er að rífa niður 9 fráköst í leik, Kristján Guðmundsson og Sigurð Þórarinsson.

Það er því vert að koma á leikinn á sunnudag. Leikurinn hefst kl.19.15.  Við bendum brottfluttum Vestfirðingum og öðrum velgjörðarmönnum á að við sendum að sjálfsögðu út leikinn beint á KFÍ-tv að venju og hefst útsending tíu mínútum fyrir auglýstan tíma þ.e. 19.05

Áfram KFÍ Nánar

Samhentir styrkir KFÍ.

Körfubolti | 12.11.2009
Hér eru þeir Jón Þór Ágústsson og Ingólfur Þorleifsson að undirrita samninginn.
Hér eru þeir Jón Þór Ágústsson og Ingólfur Þorleifsson að undirrita samninginn.
Í dag var skrifað undir styrktar samning á milli Samhenta og KFÍ. Þar með heldur þetta góða fyrirtæki áfram að styrkja KFÍ fjölskylduna, en þeir hafa verið einn af okkar bakhjörlum undanfarin ár. Gerður var þriggja ára samningur og erum við í KFÍ mjög þakklát fyrir þetta. Það var Jón Þór Ágústsson sölufulltrúi sjávarútvegs hjá Samhentum sem kom vestur til að undirrita samninginn og Ingólfur Þorleifsson formaður KFÍ tók vel á móti kappanum. Þess má geta að Jón Þór er frá Ísafirði og og einnig er Guðmundur Stefán Maríasson hjá Samhentum en hann spilaði fyrir KFÍ og eftir að ferli hans sem leikmanns lauk, þá dæmdi hann fyrir félagið í yfir 20 ár. Nánar

KFÍ og verslunin Konur og Menn gera með sér samning.

Körfubolti | 11.11.2009
Rebook eru glæsilegir skór
Rebook eru glæsilegir skór
Verslunin Konur og menn og KFÍ hafa gert með sér samning og mun verslunin hafa til sölu ýmiskonar varning sem KFÍ mun bjóða upp á. Einnig mun verslunin panta skó fyrir félagið frá Rebook á Íslandi. Við hvetjum alla iðkendur okkar sem enn eiga eftir að fá sér skó að hafa samband við stelpurnar í Konur og Menn. Þær munu leggja sig fram að liðsinna þeim sem leita til þeirra. Væntanlegur er ýmis varningur sem framleiddur er af Henson og hannaður af Jóhann Waage félaga
okkar. Nánar