Vestramenn leika aftur á heimavelli í annari umferð 1. deildar karla en þá tekur liðið á móti Fjölni úr Grafarvogi. Leikurinn fer fram á Torfnesi föstudaginn 12. október og hefst að vanda kl. 19:15.
NánarBiðin er á enda. Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla fer fram á Jakanum föstudaginn 5. október kl. 19:15. Grannar okkar úr Stykkishólmi mæta í heimsókn en Vestri og Snæfell mættust einmitt í fyrstu umferð á síðasta tímabili einnig.
NánarÆfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra er nú komin í endanlegt form en það tekur alltaf nokkurn tíma á haustin að slípa töfluna til og sníða hana eins og hægt er að öllu því fjölbreytilega sem er í boði í frístundum hér á norðanverðum Vestfjörðum. Taflan er þó ávallt birt með fyrirvara um óhjákvæmilegar breytingar.
NánarStuðningur foreldra og forráðamanna við íþróttaiðkun barna er afar mikilvægur og rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi getur haft verulegt forvarnargildi á unglingsárum. Um þetta og fleira fjallar Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra og formaður barna- og unglingaráðs deildarinnar, í aðsendri grein á bb.is í gær. Við leyfum okkur að birtum hana hér í heild sinni:
Ég var að skrolla niður facebook í einhverju letikasti um daginn og rakst þá á skrif sem minntu mig ágætlega á það af hverju ég kýs að styðja við börnin mín í skipulögðu íþróttastarfi. Tilgangurinn blasir kannski ekki alltaf við svona dag frá degi.
NánarÍsfirðingarnir Gunnlaugur Gunnlaugsson, Helgi Bergsteinsson og Rúnar Ingi Guðmundsson skrifuðu allir undir samning við Vestra á dögunum. Þessir strákar eru allir uppaldir innan okkar vébanda en eiga mis langan feril að baki.
NánarBakverðirnir Guðmundur Auðun Gunnarsson og Haukur Hreinsson skrifuðu nýverið undir samning við Vestra um að leika með liðinu á komandi tímabili.
NánarMiðherjinn sterki Nemanja Knezevic verður áfram með Vestra á komandi tímabili. Nemanja var einn besti leikmaður 1. deildar á síðasta tímabili en meiddist skömmu fyrir úrslitakeppnina og náði ekki að ljúka tímabilnu með Vestra.
NánarÞingeyringurinn knái Ágúst Angatýsson mun ekki leika með Vestra næstkomandi tímabil. Ágúst var einn af máttarstólpum liðsins á síðasta tímabili. Hann lék alls 17 leiki í deild og úrslitakeppni og skilaði í þeim 12.4 stigum og 8.1 frákasti að meðaltali í leik. Stjórn og þjálfarar Vestra vilja þakka Gústa fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta.
Nánar
Hinn árlegi körfuboltadagur Vestra er haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi í dag og hefst gleðin klukkan 18. Dagurinn markar upphaf vetrarstarfs körfunnar en æfingar hófust af fullum krafti á mánudag. Að venju eru það þjálfarar og leikmenn meistaraflokks sem standa fyrir ýmiss konar körfuboltasprelli í salnum, fulltrúar barna- og unglingaráðs kynna æfingatöfluna og svo verður slegið upp pylsupartíi áður en allir halda heim um kl. 19:30.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Andre Hughes um að leika með liðinu á komandi tímabili. Andre er 204 sm hár, 104 kg fjölhæfur leikmaður sem getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum.
Nánar