Fréttir - Körfubolti

Stærsta körfuboltamót landsins

Körfubolti | 01.03.2018
Nettófararnir 2017 á verðlaunaafhendingu sem fram fór heima á Torfnesi eftir mótið. Lokaathöfn Nettómótsins fer fram seint á sunnudegi og þá eru Vestfirðingar jafnan lagðir af stað heim á leið því löng fer er fyrir höndum. Því er verðlaunaafhendingin færð heim í hérað.
Nettófararnir 2017 á verðlaunaafhendingu sem fram fór heima á Torfnesi eftir mótið. Lokaathöfn Nettómótsins fer fram seint á sunnudegi og þá eru Vestfirðingar jafnan lagðir af stað heim á leið því löng fer er fyrir höndum. Því er verðlaunaafhendingin færð heim í hérað.

Ríflega þrjátíu keppendur úr Kkd. Vestra ásamt þjálfurum, fararstjórum og foreldrum, eru nú að gera sig klára á Nettómótið í Reykjanesbæ, stærsta körfuboltamót landsins. Þar etja þeir kappi við körfuknattleiksiðkendur af öllu landinu á aldrinum 6-10 ára.

Nánar

Frábær framistaða gegn Hamri þrátt fyrir tap

Körfubolti | 23.02.2018
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans mega vera stoltir af framistöðu sinni í kvöld eftir naumt tap gegn Hamri.
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans mega vera stoltir af framistöðu sinni í kvöld eftir naumt tap gegn Hamri.

Vestri tapaði naumlega gegn sterku liði Hamars á Jakanum í kvöld, 97-99. Þrátt fyrir tapið mega strákarnir vera stoltir af framistöðunni enda gafst liðið aldrei upp og barðist allt til síðustu sekúndu. Í lið Vestra vantaði þrjá sterka leikmenn sem myndu sóma sér í byrjunarliðum hvaða liðs sem er í deildinni. Ungir leikmenn Vestra stigu upp í leiknum og sýndu hvers þeir eru megnugir.

Nánar

Hamar mætir á Jakann

Körfubolti | 23.02.2018
Strákarnir í Vestra lögðu Fjölni í síðustu umferð. Nú mæta Hamarsmenn á Jakann. Ljósmynd: Bára Dröfn Karfan.is
Strákarnir í Vestra lögðu Fjölni í síðustu umferð. Nú mæta Hamarsmenn á Jakann. Ljósmynd: Bára Dröfn Karfan.is
1 af 2

Hamarsmenn koma í heimsókn á Jakann í dag, föstudaginn 23. febrúar, og mæta Vestra í sannkölluðum toppslag. Leikurinn hefst kl. 19:15 að vanda. Þetta er síðasti heimaleikur Vestra í deildarkeppninni og því um að gera að mæta og styðja við bakið á strákunum.

Nánar

Hamraborgarmótið framundan

Körfubolti | 21.02.2018
Hamraborgarmótið 2018 fer fram á Torfnesi mánudaginn 26. febrúar.
Hamraborgarmótið 2018 fer fram á Torfnesi mánudaginn 26. febrúar.

Hið árlega Hamraborgarmót Kkd. Vestra og Hamraborgar verður haldið á mánudaginn kemur, 26. febrúar. Það er meistaraflokkur karla hjá Kkd. Vestra sem stendur að mótinu og býður hann til keppni öllum börnum í 1.-6. bekk grunnskóla. Allir á þessum aldri eru velkomnir, hvort heldur sem þeir æfa körfubolta að staðaldri eða ekki.

Nánar

Flaggskipið lagði Hauka

Körfubolti | 18.02.2018
Sigurlið gærdagsins var að venju fagurt að sjá.
Sigurlið gærdagsins var að venju fagurt að sjá.

B-lið Vestra, oft nefnt Flaggskipið og þá einna helst af meðlimum þess, vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum í gær er það skellti Haukum í 3. deild karla í Musterinu í Bolungarvík.

Nánar

Þungur róður gegn Gnúpverjum

Körfubolti | 09.02.2018
Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld.

Sprækir Gnúpverjar höfðu betur í  í kvöld í viðureign sinni við Vestra á Jakanum. Leikurinn var mjög hraður og fjörugur framan af en líka ansi harður. Gnúpverjar byrjuðu miklu betur í leiknum og hittu gríðarlega vel og Vestra menn náðu aldrei að brúa það bil. Lokatölur 92-101.

Nánar

Baráttan um deildarmeistaratitilinn er hafin!

Körfubolti | 08.02.2018
Meistaraflokkur Vestra mætir Gnúpverjum á föstudag. Ljósmynd: Ágúst Atlason www.gusti.is
Meistaraflokkur Vestra mætir Gnúpverjum á föstudag. Ljósmynd: Ágúst Atlason www.gusti.is
1 af 2

Á morgun, föstudaginn 9. febrúar, mæta Gnúpverjar í heimsókn á Jakann og etja kappi við Vestra í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15 en fyrir leik verður boðið upp á ljúffengar currywurst pylsur að hætti Berlínarbúa.

Nánar

Flaggskipið fiskaði vel á Hvammstanga

Körfubolti | 03.02.2018
Gunnlaugur að setja 2 af 31 stigi sínu. Mynd: Kormákur.
Gunnlaugur að setja 2 af 31 stigi sínu. Mynd: Kormákur.
1 af 3

B-lið Vestra gerði góða ferð á Hvammstanga í dag og sótti sigur í 3. deild karla.

Nánar

Magnaður útisigur á Blikum

Körfubolti | 02.02.2018
Nebojsa átti frábæran leik. Ljósmynd: Bjarni Karfan.is
Nebojsa átti frábæran leik. Ljósmynd: Bjarni Karfan.is

Vestri mætti Breiðabliki í 1. deild karla í gærkvöldi á útivelli í Kópavogi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur á toppi deildarinnar því bæði lið voru jöfn að stigum, aðeins einum sigri á eftir Skallagrími sem vermdi efsta sætið. Það var því mikið í húfi þegar flautað var til leiks en Vestri náði að tryggja sér sætan sigur 92-95.

Nánar

Sætir sigrar og súr töp

Körfubolti | 01.02.2018
Níundi flokkur stúlkna ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara unnu alla leiki sína í B-riðli og tryggðu sér því sæti í A-riðli í næstu umferð.
Níundi flokkur stúlkna ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara unnu alla leiki sína í B-riðli og tryggðu sér því sæti í A-riðli í næstu umferð.
1 af 3

Um liðna helgi var mikið um að vera hjá yngri flokkum Vestra því alls tóku þrír flokkar þátt í fjölliðamótum Íslandsmótsins. Minnibolti eldri stúlkna lék á Selfossi, 9. flokkur stúlkna spilaði í B-riðli í Hafnarfirði og 10. flokkur drengja í A-riðli í Reykjavík. Það skiptust á skin og skúrir eins og gengur hjá þessum flokkum en allt fer þetta í reynslubankann.

Nánar