Mikil gleði ríkti á hinu árlega Nettómóti í Reykjanesbæ sem fram fór um síðustu helgi en alls kepptu 32 iðkendur Kkd. Vestra á mótinu. Þeir eru á aldrinum 6-10 ára og kepptu í alls sjö liðum, fjórum drengjaliðum og þremur stúlknaliðum. Mótið er stærst sinnar tegundar hér á landi og sannkölluð uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir okkar stóðu sig með afbrigðum vel og voru sjálfum sér, foreldrum og félagi til mikils sóma. Miklar framfarir mátti sjá í hópunum yfir helgina.
NánarVestri lagði ÍA á Akranesi 84-96 í næst síðustu umferð 1. deildar karla síðastliðinn sunnudag. Með fullri virðingu fyrir andstæðingnum má segja að þetta hafi verið skyldusigur enda ÍA án sigurs í deildinni á meðan Vestri er í toppbaráttunni.
NánarKrakkarnir í 10. flokki drengja og 9. flokki stúlkna standa fyrir körfuboltamaraþoni á Þingeyri í dag föstudaginn 2. mars og fram á aðfaranótt laugardags. Maraþonið er liður í fjáröflun krakkanna fyrir keppnisferðir til Svíþjóðar í vor.
NánarRíflega þrjátíu keppendur úr Kkd. Vestra ásamt þjálfurum, fararstjórum og foreldrum, eru nú að gera sig klára á Nettómótið í Reykjanesbæ, stærsta körfuboltamót landsins. Þar etja þeir kappi við körfuknattleiksiðkendur af öllu landinu á aldrinum 6-10 ára.
NánarVestri tapaði naumlega gegn sterku liði Hamars á Jakanum í kvöld, 97-99. Þrátt fyrir tapið mega strákarnir vera stoltir af framistöðunni enda gafst liðið aldrei upp og barðist allt til síðustu sekúndu. Í lið Vestra vantaði þrjá sterka leikmenn sem myndu sóma sér í byrjunarliðum hvaða liðs sem er í deildinni. Ungir leikmenn Vestra stigu upp í leiknum og sýndu hvers þeir eru megnugir.
NánarHamarsmenn koma í heimsókn á Jakann í dag, föstudaginn 23. febrúar, og mæta Vestra í sannkölluðum toppslag. Leikurinn hefst kl. 19:15 að vanda. Þetta er síðasti heimaleikur Vestra í deildarkeppninni og því um að gera að mæta og styðja við bakið á strákunum.
NánarHið árlega Hamraborgarmót Kkd. Vestra og Hamraborgar verður haldið á mánudaginn kemur, 26. febrúar. Það er meistaraflokkur karla hjá Kkd. Vestra sem stendur að mótinu og býður hann til keppni öllum börnum í 1.-6. bekk grunnskóla. Allir á þessum aldri eru velkomnir, hvort heldur sem þeir æfa körfubolta að staðaldri eða ekki.
NánarB-lið Vestra, oft nefnt Flaggskipið og þá einna helst af meðlimum þess, vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum í gær er það skellti Haukum í 3. deild karla í Musterinu í Bolungarvík.
NánarSprækir Gnúpverjar höfðu betur í í kvöld í viðureign sinni við Vestra á Jakanum. Leikurinn var mjög hraður og fjörugur framan af en líka ansi harður. Gnúpverjar byrjuðu miklu betur í leiknum og hittu gríðarlega vel og Vestra menn náðu aldrei að brúa það bil. Lokatölur 92-101.
NánarÁ morgun, föstudaginn 9. febrúar, mæta Gnúpverjar í heimsókn á Jakann og etja kappi við Vestra í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15 en fyrir leik verður boðið upp á ljúffengar currywurst pylsur að hætti Berlínarbúa.
Nánar